Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Síða 27

Frjáls verslun - 01.04.1993, Síða 27
BlS-eiginfjárhlutfall bankanna þriggja og sparisjóðanna sem heildar um síðustu áramót. Einnig er sýnt hvernig eiginfjárhlutfallið var í lok áranna 1990 og 1991 samkvæmt þáverandi bankalögum. BANKAR OG BIS Hinar alþjóðlegu BlS-reglur banka ganga út á setja útlán í áhættuflokka og skylda banka til að eiga nægilegt eigið fé til að mæta áhættunni sem fylgir út- lánum. Reglurnar eru kenndar við svissneska bankann Bank for International Settlements (BIS). Mörgum bönkum víða um heim reynist örðugt að uppfylla reglurnar sem gera ráð fyrir 8% eiginfjárhlutfalli af hinum nýja BlS-áhættugrunni útlána. Regl- urnar tryggja betur hag spari- fjáreigenda og þeirra sem leggja fé í banka. Bankar og sparisjóðir hér á landi þurftu í lok síðasta árs að gera upp reikninga sína samkvæmt hinum nýju BlS-reglum. Landsbanki íslands og Sparisjóður Kópavogs þurftu á að- stoð að halda til að uppfylla þessi skil- yrði. Vandræði Landsbankans hafa auðvitað mest verið í brennidepli. Ríkið kom bankanum til aðstoðar. FJÓRIR ÁHÆTTUFLOKKAR ÚTLÁNA í BISREGLUM BIS-reglurnar eru með fjóra TEXTI: JÓN G. HAUKSSON áhættuflokka útlána. Fyrsti flokkur- inn, lán til ríkis, er svonefndur 0% flokkur. Hann er öruggastur. Ekkert eigið fé þarf að hafa á móti lánum í þessum flokki. Annar útlánaflokkur, lán til sveitarfélaga, er 20%-flokkur. Þriðji flokkurinn, lán með fasteigna- veðum, sem algeng eru í stærri lán- um til einstaklinga, er 50%-flokkur. Sá fjórði, lán til atvinnulífsins, er sá áhættumesti, 100%-flokkur. Bankinn þarf að eiga 8% af eigin fé á móti útlánum í þessum flokki. Við búum hér til mjög einfölduð dæmi til að útskýra BlS-reglurnar. Teknir eru tveir bankar sem eru með nákvæmlega jafnmikil útlán og jafn- mikið eigið fé í krónum talið. Sam- kvæmt gömlu reglunni væru þeir með jafnhátt eiginfjárhlutfall. Allt ann- að verður uppi á teningnum sam- kvæmt BlS-reglunum. Annar bank- anna flýgur langt yfir 8% lágmarkið en hinn nær því ekki. Munurinn liggur í lántökum. BANKI1OG BANKI2 EINS NEMA BIS-IÐ ER ÖÐRUVÍSI Banki 1 lánar 100 krónur til ríkis, 100 krónur til sveitarfélaga, 100 krón- ur út á fasteignaveð og 100 krónur til atvinnulífs. Útlán bankans eru 400 krónur og færist eignamegin í efna- hagsreikninginn. Vegna útlánaflokk- unarinnar er BlS-grunnurinn hins vegar aðeins 170 krónur. Innlán eru 376 krónur og færast skuldamegin. Eigið fé er 24 krónur. BlS-eiginfjár- hlutfall er 14,1% eða 24 krónur af 170 krónum. Sjá skýringardæmi. Banki 2 lánar ekkert til ríkis og 50 krónur til sveitarfélaga. Hann lánar jafnmikið og hinn bankinn út á fast- eignaveð, 100 krónur. Munurinn ligg- ur fyrst og fremst í því að þessi banki lánar miklu meira til atvinnulífsins, eða 250 krónur. Það fer allt í hæsta áhættuflokk. Heildarútlán þessa banka eru jafnmikil og hins bankans eða 400 krónur. Vegna útlánaflokk- unarinnar er BlS-eignagrunnurinn hins vegar 310 krónur. Sjá skýringar- dæmi. BlS-eiginfjárhlutfall er 7,7% eða 24 krónur af 310 krónum. Þessi banki nær því ekki lágmarkinu, 8%. Við gefum okkur að Banki 2 fái aðstoð ríkis líkt og Landsbankinn. Aðstoðin í okkar dæmi gengur út á að 27

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.