Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.04.1993, Qupperneq 27
BlS-eiginfjárhlutfall bankanna þriggja og sparisjóðanna sem heildar um síðustu áramót. Einnig er sýnt hvernig eiginfjárhlutfallið var í lok áranna 1990 og 1991 samkvæmt þáverandi bankalögum. BANKAR OG BIS Hinar alþjóðlegu BlS-reglur banka ganga út á setja útlán í áhættuflokka og skylda banka til að eiga nægilegt eigið fé til að mæta áhættunni sem fylgir út- lánum. Reglurnar eru kenndar við svissneska bankann Bank for International Settlements (BIS). Mörgum bönkum víða um heim reynist örðugt að uppfylla reglurnar sem gera ráð fyrir 8% eiginfjárhlutfalli af hinum nýja BlS-áhættugrunni útlána. Regl- urnar tryggja betur hag spari- fjáreigenda og þeirra sem leggja fé í banka. Bankar og sparisjóðir hér á landi þurftu í lok síðasta árs að gera upp reikninga sína samkvæmt hinum nýju BlS-reglum. Landsbanki íslands og Sparisjóður Kópavogs þurftu á að- stoð að halda til að uppfylla þessi skil- yrði. Vandræði Landsbankans hafa auðvitað mest verið í brennidepli. Ríkið kom bankanum til aðstoðar. FJÓRIR ÁHÆTTUFLOKKAR ÚTLÁNA í BISREGLUM BIS-reglurnar eru með fjóra TEXTI: JÓN G. HAUKSSON áhættuflokka útlána. Fyrsti flokkur- inn, lán til ríkis, er svonefndur 0% flokkur. Hann er öruggastur. Ekkert eigið fé þarf að hafa á móti lánum í þessum flokki. Annar útlánaflokkur, lán til sveitarfélaga, er 20%-flokkur. Þriðji flokkurinn, lán með fasteigna- veðum, sem algeng eru í stærri lán- um til einstaklinga, er 50%-flokkur. Sá fjórði, lán til atvinnulífsins, er sá áhættumesti, 100%-flokkur. Bankinn þarf að eiga 8% af eigin fé á móti útlánum í þessum flokki. Við búum hér til mjög einfölduð dæmi til að útskýra BlS-reglurnar. Teknir eru tveir bankar sem eru með nákvæmlega jafnmikil útlán og jafn- mikið eigið fé í krónum talið. Sam- kvæmt gömlu reglunni væru þeir með jafnhátt eiginfjárhlutfall. Allt ann- að verður uppi á teningnum sam- kvæmt BlS-reglunum. Annar bank- anna flýgur langt yfir 8% lágmarkið en hinn nær því ekki. Munurinn liggur í lántökum. BANKI1OG BANKI2 EINS NEMA BIS-IÐ ER ÖÐRUVÍSI Banki 1 lánar 100 krónur til ríkis, 100 krónur til sveitarfélaga, 100 krón- ur út á fasteignaveð og 100 krónur til atvinnulífs. Útlán bankans eru 400 krónur og færist eignamegin í efna- hagsreikninginn. Vegna útlánaflokk- unarinnar er BlS-grunnurinn hins vegar aðeins 170 krónur. Innlán eru 376 krónur og færast skuldamegin. Eigið fé er 24 krónur. BlS-eiginfjár- hlutfall er 14,1% eða 24 krónur af 170 krónum. Sjá skýringardæmi. Banki 2 lánar ekkert til ríkis og 50 krónur til sveitarfélaga. Hann lánar jafnmikið og hinn bankinn út á fast- eignaveð, 100 krónur. Munurinn ligg- ur fyrst og fremst í því að þessi banki lánar miklu meira til atvinnulífsins, eða 250 krónur. Það fer allt í hæsta áhættuflokk. Heildarútlán þessa banka eru jafnmikil og hins bankans eða 400 krónur. Vegna útlánaflokk- unarinnar er BlS-eignagrunnurinn hins vegar 310 krónur. Sjá skýringar- dæmi. BlS-eiginfjárhlutfall er 7,7% eða 24 krónur af 310 krónum. Þessi banki nær því ekki lágmarkinu, 8%. Við gefum okkur að Banki 2 fái aðstoð ríkis líkt og Landsbankinn. Aðstoðin í okkar dæmi gengur út á að 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.