Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1994, Page 48

Frjáls verslun - 01.04.1994, Page 48
GROÐUR ILMBJÖRK EÐA BIRKI. (Betula pubescens) Birki er íslenskt tré sem er mjög breytilegt eftir landshlutum, oft kræklótt. Vinsælt garðtré og notað í limgerði. SEGIR JÓHANN PÁLSSON, GARÐYRKJUSTJÓRI í REYKJAVÍK aðstæður aðrar og austan Kringlu- mýrarbrautar, íFossvogsdalnum, við Elliðavog og í Grafarvogi, er allt önn- ur veðrátta. Það sést á því að trjá- gróður dafnar þar betur og tekist hef- ur að koma upp álitlegum gróðri. Úti við ströndina, t.d. á Seltjamamesi, gætir hafrænunnar mikið og þar á trjágróður erfitt uppdráttar. Jóhann bendir okkur á að jafnvel á vestan- verðu Jótlandi, Hollandi og Frakk- landi verði trjágróður að kjarri við ströndina svo ekki sé óeðlilegt að sama gerist hér. Þar sem veðráttan hér er með þessum hætti verðum við að hafa þétt limgerði til þess að brjóta upp hafáttina. BREKKUVÍÐIRINN REYNIST BESTUR Jóhann leggur áherslu á að brekku- víðir hafi reynst besta limgerðisplant- an héma og bætir við að loðvíðir, al- askavíðir og selja hafi einnig staðið sig vel. Við skjótum inn í hvort brekku- víðirinn sé ekki svo lússækinn og hann svarar því til að það gildi um allar víðitegundir, aðeins þurfi að þrífa þær. I eldri görðum í Reykjavík er mikið af glæsilegum tijám, íslenskum reyni, hlyn og álmtrjám. Mörg em þessi tré orðin 70 til 80 ára gömul og því komin á sinn glæsilegasta aldur. Nú eru að koma betri stofnar af ís- lenska reyninum en áður var og sama gildir um alaskaöspina. Hún kom hingað fyrst upp úr 1950 en fór mjög illa í páskahretinu 1963. Eftir það var farið að leita betri stofna og nú er hún aftur komin vel á veg í mörgum görð- um. Sitkagreni er líka nokkuð áber- andi í görðum en hentar ekki í minni garða vegna þess að það verður hátt og skyggir fljótt á annan gróður. Það eru fleiri trjátegundir sem njóta sín í görðum Reykvíkinga. Garðyrkjustjóri nefndi stafafuru, selju, viðju og einnig lerki sem getur orðið fallegt í veðursælum görðum. í gömlum görðum er víða mikið af stór- um og hávöxnum trjám en oft færi betur á að minna væri af trjám og Því hefur verið fleygt að Reykjavík sé að verða stærsti skógur landsins enda fjölgar þar stöðugt lóðum með fallegum tijám og gróðri auk þess sem almenningsgarðar og útivistar- svæði skarta bæði trjám og runnum. Við spurðum Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóra Reykjavíkur, hvort þetta væri rétt en hann vildi hvorki játa því né neita. Reyndar væri mikið af trjám í borginni. Þau væru ekki öll hávaxin en runnagróður væri ekki síður mikill. NÆÐINGURINN HEFUR SLÆM ÁHRIF Garðyrkjustjóri sagði að Reykjavík hefði lengi verið talin óhentug til trjá- ræktar. Gamli hluti borgarinnar umhverfis kvosina lá utar- lega á Seltjarnamesi. Borið saman við Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri í Reykjavík: Brekkuvíðir hefur reynst besta limgarðsplantan. Hallormsstað, Akureyri og aðra álíka staði hefði veðurfarið ekki verið hent- ugt til trjáræktar. Sumarið í Reykja- vík er nokkuð langt og meðalhiti góð- ur en hins vegar er þar næðingssamt og næðingurinn hefur ekki góð áhrif á trjágróður. Þegar komið er inn í hverfin em BETRA BIRKI 0G REYNIR í FRAMTÍÐINNI 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.