Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1994, Page 85

Frjáls verslun - 01.04.1994, Page 85
staurana ofan í jörðina og ég get hugs- að mér að þeir séu löngu fúnir og búnir en girðingin stendur þama af sjálfu sér. Hún er þannig hönnuð. Bæði fyrir utan hana og innan eru svo tré og gróður.“ RIMLAGIRÐINGAR VEIHU MIKID SKJÓL Fólk sem býr á berangri getur skapað sér skjól með góðum vegg eða veggjum. Ekki er þó nauðsynlegt að girða alveg út að lóðamörkum. Oft er gott að reisa vegg inni á lóðinni þar sem maður vill helst vera: „Eg hef hannað marga garða og haft skjólgarð við dvalarsvæðið,“ segir Jón. „Litlar lóðir „stækka“ þegar maður lokar fjarlægðirnar í burtu. Eigi að byrgja mönnum sýn verður skjólveggurinn að vera um 180 sentímetrar á hæð. Hins vegar er líka hægt að reisa skjólgarða sem eru í svipaðri hæð og gömlu rimlagirðingamar sem nátt- úrulega voru miklu meiri og betri skjólgirðingar en við gerum okkur oft grein fyrir. Þær brutu vindinn veru- lega þótt þær væru aðeins með fimm- tíu prósent lokun.“ Ymsir vilja halda því fram að girðing eða skjólveggur megi ekki vera al- gjörlega loftþétt. Bak við slíkan vegg geti aldrei verið skjól. Við spyrjum Jón um skoðun hans á þessu fyrir- bæri. Hann segist hafa velt þessu nokkuð fyrir sér og komist að þeirri niðurstöðu að mestu máli skipti að grindin sé sterk. Einnig sé gott að hafa eins konar toppstykki ofan á veggnum, næstum eins og þak. Klæðningin komi aðeins öðrum meg- in á grindina og sé ekki negld þéttar en svo að viðurinn hafi tækifæri til að þrútna. Gott sé að hafa skáa efst á veggnum því komið geti vindsveipir sem skáinn beini upp og út á við. Varðandi þéttleika veggjarins segir Jón: „Ég átti oft leið fram hjá girðingu, eða skjólvegg með viðamikilli, tvö- faldri klæðningu. Milli rifanna sást hvar fólkið sat í sólinni en það var reyndar búið að klæða vegginn innan með plasti og gera hann alveg þéttan til þess að fá meira skjól.“ GRASIVAXIN SÓLBYRGI Fyrir daga skjólveggjanna var mjög algengt að fólk hlæði svokölluð sól- byrgi. Byrgin voru ýmist hringlaga Hægt er að leggja gólfborðin á pallinum á fleiri vegu en „út og suður". Það sést best á teikningunum frá BYKO. Annars vegar er „taflborðið“ og hins vegar lögn sem kölluð er „horn í horn“. Antikgirðingin frá BYKO minnir nokkuð á gömlu rim- lagirðinguna. Hér eru það hins vegar tveir rimlar sem mynda spíssinn. Teikning að skjól- girðingu frá BYKO sem nefnist „lauf- ið“. Skjólveggur frá Húsasmiðjunni. Skálínur girðingarinnar brjóta upp föst form í umhverfinu. Fyrir ofan sjálfan vegginn eru eins konar „gluggar“ eða göt sem létta útlitið. Þetta er grind fyrir klifurjurtir sem jafnframt er vindbrjótur. Grindin er frá Húsasmiðjunni. Ekkert vafamál er að þegar klifurjurtirnar hafa vax- ið inn og út um götin á girðingunni verður hún frábær skjólveggur sem auk þess gleður auga allra sem unna fallegum gróðri. Létt rimlagirðing frá Húsasmiðj- unni. Þremur rimlum er raðað þétt saman. Síðan kemur bil og svo þrír rimlar á ný. . I
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.