Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1994, Síða 106

Frjáls verslun - 01.04.1994, Síða 106
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA HVAR ER VORIÐ? Sjálfsagt hafa margir veitt því athygli þegar forsætis- ráðherra lét þau orð falla í útvarpsumræðum frá Al- þingi á dögunum að það væri aftur farið að vora í íslensku efnahagslífi. Ef það vor lítur sömu lögmál- um og vor náttúrunnar mætti ætla að sól efnahags- lífsins tæki að rísa nokkuð hratt og síðan væri fram- undan sumar sem stæði allavega í nokkurn tíma. En það verður að segjast eins og er að því miður hafa fáir orðið varir við það efnahagslega vor sem forsætis- ráðherra boðaði að væri að koma og því miður ríkir enn fimbulvetur hjá fjölmörgum íslendingum og því miður virðist ekki sjást fyrir endann á þeim vetri. Ekki er heldur hægt að sjá hvaða forsendur eru fyrir því vori sem forsætisráðherrann var að boða, nema ef það væri sú staðreynd að framundan eru sveitar- stjórnarkosningar og að ári alþingiskosningar, tími sem stjórnmálamenn þurfa á háttvirtum kjósendum að halda til þess að endurnýja völd sín. Víst er að megin skýringin á þeim efnahagsþreng- ingum, sem við íslendingar höfum gengið í gegnum á síðustu árum og sýnilegir eru framundan, er sú að þorskafli hefur minnkað verulega. Sjálfsagt segja einhverjir að það sé langsótt að kenna stjórnmála- mönnunum um það að þorskafli sé minni en áður en þegar grannt er skoðað má færa fýrir því rök að það sé einmitt þeirra sök hvernig komið er. Það eru þeir sem hafa farið með megin stefnumótunina og það voru þeir sem tóku á sínum tíma ákvörðun um að tefla svo djarft í sókn í fiskistofna að nú liggur nánast við hruni. Kannski var það á sínum tíma gert til þess að skapa sér stundarvinsældir og telja fólki trú um það á viðkvæmum pólitískum tímum að vor eða jafn- vel sumar gæti verið framundan. En sú staðreynd blasir nú við að sennilega er enn vitlausara að skrifa upp á víxil sem náttúran á að greiða heldur en upp í víxil sem mönnunum er ætlað að greiða. Það eru heldur ekki merki um vorkomu að fjárfest- ing á íslandi er nú orðin svo lítil að sennilega er leitun á öðru eins í ríkjum sem telja sig þróuð. Ný- sköpun í atvinnulífi er nær engin og ef nýgræðingi skýtur einhvers staðar upp er hin kalda hönd ríkis- valdsins óðar komin til þess að kæfa þann gróður áður en hann nær upp úr mosanum. Þar er mér nær- tækast að nefna útgáfuiðnaðinn sem dæmi um þetta. Hann hefur löngum átt í harðri samkeppni við mik- inn innflutning á prentuðu máli og staðið sig býsna vel. En þegar harðna tók í ári í kjölfar efnahags- kreppunnar, sem kemur við flest heimili í landinu, tók ríkisvaldið sig til og lagði svo mikla skatta á þessa atvinnugrein að ólíklegt verður að teljast að hún geti undir þeim staðið nema nokkur misseri en síðan taki við meira eða minna hrun. En á einu sviði á íslandi er sannkallað vor og stefn- ir raunar í langvinna sumartíð. Það er í umsvifum hins opinbera. A síðustu fjórtán árum, eða frá 1980, hefur störfum þar fjölgað um hvorki meira né minna en 46% og má mikið vera ef íslendingar eiga ekki heimtingu á því að komast í Heimsmetabók Guinn- ess fyrir bragðið. Vitanlega er það eðli nútímasamfé- laga að þjónusta opinberra aðila aukist og taki til sín hluta vinnuaflsins og það getur meira að segja verið af hinu góða, sérstaklega þegar aðstæður bjóða upp á slíkt í þjóðfélaginu. En fyrr má nú rota en dauðrota. Það þarf ekki mikla hagspekinga til þess að sjá hvaða afleiðingar slík þróun hefur í för með sér. Færri og færri verða raunverulega að standa undir hinum op- inbera rekstri og birgðirnar verða smátt og smátt svo miklar að fólk kiknar undan þeim. Það er einmitt að gerast á íslandi um þessar mundir. Hjól atvinnu- og efnahagslífs hægja smátt og smátt á sér. Fyrirtæki gefast upp í rekstri þegar enginn á lengur fjármagn til þess að skipta við þau. Það er hreinlega ekkert eftir þegar fólk hefur greitt nauðþurftir sínar og skatta. Og afleiðingarnar láta ekki á sér standa. At- vinnuleysið kemur til sögunnar og eftir því sem það verður meira aukast erfiðleikarnir og ólíklegra verð- ur að unnt verði að útrýma því.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.