Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Side 45

Frjáls verslun - 01.02.1996, Side 45
léku fyrir dansi, voru ein- rnitt afmæli Margrétar, konu Kolbeins, og afmæli Hildu, eiginkonu Þor- steins, en þeir vinimir skiptust einnig á veislust- jóm hvor fyrir annan við þessi tækifæri. SVEINAR KÁTIR SYNGIÐ Kolbeinn var síðastliðið haust prófaður inn í Karla- kórinn Fóstbræður og var settur í 2. tenór en hann hefur ágæta söngrödd. Hann starfaði með kómum lengi vetrar en hefur ákveðið að gefa því tómst- undastarfi frí vegna nýs embættis í Verslunarráði. „Hann Kolbeinn sækir Kolbeinn ekki sjálfur í sviðsljósið en poppari í skorast ekki undan ábyrgð þegar félagar hans leita til hans,“ seg- ir Þorsteinn Guðnason, sem er einn nánasti vinur Kolbeins og fékk hann til liðs við Fóstbræður, en Þorsteinn er gamalreyndur Fóstbróðir og Kol- beinn fer jafnan með honum á hið ár- lega þorrablót Fóstbræðra sem er sérstæð karlasamkoma, aðeins fyrir útvalda, eitt af síðustu vígjum slíkra skemmtana. „Ég hef þekkt Kolbein í 30 ár og okkur hefur aldrei orðið sundurorða nema í hita leiksins í íþróttum en það nær aldrei út fyrir völlinn, “ sagði Þor- steinn en hann lék körfubolta í ÍR með Kolbeini árum saman. Kolbeinn á fáa en nána vini og utan fjölskyldunnar eru þeir helstir um- ræddur Þorsteinn, Sverrir Sveins- son, sem rekur Ráðgjöf og Efnahags- spá, Steinn Sveinsson í Flutnings- miðluninni og Knútur Signarsson, svili Kolbeins. Þar til á þessu ári var Kolbeinn félagi og fastagestur í spila- klúbbi en hefur tekið sér stutt frí. í klúbbnum eru auk hans Steinn Sveinsson, Agnar Friðriksson, fram- Kristinsson lærði að leika á fagott, var vinsæll Mods og hefur sungið í karlakór. kvæmdastjóri SH í Grimsby sem einnig er í fríi, Pétur Jóhannsson hjá Skandia, vinur Kolbeins, ogMarteinn Geirsson fótboltakappi. Fyrir nokkrum árum ákváðu gamlir félagar úr Álfheimunum að hittast einu sinni á ári og borða saman við ylinn frá saklausum æskuminningum. Þetta hefur tekist nokkrum sinnum en þetta eru, auk Kolbeins, Ágúst Þór Ámason fréttamaður og Guð- mundur Jónsson, verðlaunaarkitekt í Noregi. Enn er það ónefnt að í nokkur ár hefur Kolbeinn farið í eina veiðiferð á ári en þá fara nokkrir kunningjar sam- an í Stóru-Laxá í Hreppum í haust- veiðina. Þetta er svolítið breytilegur hópur en fastir þátttakendur eru Kol- beinn, Jón Albert, bróðir hans, Bjöm Jónsson, markaðsstjóriíMyllunni, og Halldór Þórðarson, starfsmaður Myllunnar sem hefur þriggja áratuga veiðireynslu í Laxá. KURTEIS 0G ÁKVEÐINN EN FJARLÆGUR Samstarfsmenn Kolbeins lýsa hon- um sem þægilegum sam- starfsmanni sem sé kur- teis og ákveðinn en fjar- lægur gagnvart undirmönnum, stefnufast- ur og sanngjam í samskipt- um. Hann kann vel að efla hópinn til átaka og finnst hann ekki þurfa að vera í sviðsljósi sjálfur. Hann virkar oft lokaður og jafn- vel feiminn en þegar á þarf að halda stígur hann fram og er ófeiminn og einbeitt- „Hann er ákaflega ljúfur og þægilegur í samstarfi en mjög kappsamur og ósérhlífinn og með því hvetur hann aðra til dáða,“ sagði Bjöm Jónsson mark- aðsstjóri. „Hann Kolbeinn er ljúf- menni á yfirborðinu og ákaflega raungóður en á stundum getur hann verið mjög harðneskjulegur og misk- unnarlaus. Hann er greindur og gam- ansamur en kímnigáfan er á stundum miskunnarlaus og á kostnað annarra. Hann er sanngjam en getur verið langrækinn og hefnigjam,“ segir maður sem þekkir Kolbein mjög vel. Kolbeinn er greindur og forvitinn og óhræddur við að leita uppi nýjung- ar og prófa þær. Hann hefur góða kímnigáfu en flaggar henni ekki við hvern sem er en gálgahúmor og kald- hæðni eru einkenni hennar. Hann verður trúlega ekki áberandi á opin- berum vettvangi í nýju starfi því í innsta eðli sínu er Kolbeinn viðkvæm- ur og kærir sig ekki um athygli fjöld- ans þótt metnaðargimi og keppnis- skap beri oft þá hlið ofurliði. Þannig sýnir nærmyndin af Kol- beini okkur þrjár hliðar á manni sem er í senn músíkalskur gleðipoppari, natinn fjölskyldumaður og harðsvír- aður viðskiptajöfur. EIRIR ENGU INNI Á ÍRÓTTAVELLI Kolbeinn er mikill keppnismaður og vill helst bera sigurorð af andstæðingi sínum. Hann er allajafna dagfarsprúður og kurteis og oftast grunnt á brosinu en inni á íþróttavelli skiptir hann um ham og eirir engu. 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.