Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 45
léku fyrir dansi, voru ein- rnitt afmæli Margrétar, konu Kolbeins, og afmæli Hildu, eiginkonu Þor- steins, en þeir vinimir skiptust einnig á veislust- jóm hvor fyrir annan við þessi tækifæri. SVEINAR KÁTIR SYNGIÐ Kolbeinn var síðastliðið haust prófaður inn í Karla- kórinn Fóstbræður og var settur í 2. tenór en hann hefur ágæta söngrödd. Hann starfaði með kómum lengi vetrar en hefur ákveðið að gefa því tómst- undastarfi frí vegna nýs embættis í Verslunarráði. „Hann Kolbeinn sækir Kolbeinn ekki sjálfur í sviðsljósið en poppari í skorast ekki undan ábyrgð þegar félagar hans leita til hans,“ seg- ir Þorsteinn Guðnason, sem er einn nánasti vinur Kolbeins og fékk hann til liðs við Fóstbræður, en Þorsteinn er gamalreyndur Fóstbróðir og Kol- beinn fer jafnan með honum á hið ár- lega þorrablót Fóstbræðra sem er sérstæð karlasamkoma, aðeins fyrir útvalda, eitt af síðustu vígjum slíkra skemmtana. „Ég hef þekkt Kolbein í 30 ár og okkur hefur aldrei orðið sundurorða nema í hita leiksins í íþróttum en það nær aldrei út fyrir völlinn, “ sagði Þor- steinn en hann lék körfubolta í ÍR með Kolbeini árum saman. Kolbeinn á fáa en nána vini og utan fjölskyldunnar eru þeir helstir um- ræddur Þorsteinn, Sverrir Sveins- son, sem rekur Ráðgjöf og Efnahags- spá, Steinn Sveinsson í Flutnings- miðluninni og Knútur Signarsson, svili Kolbeins. Þar til á þessu ári var Kolbeinn félagi og fastagestur í spila- klúbbi en hefur tekið sér stutt frí. í klúbbnum eru auk hans Steinn Sveinsson, Agnar Friðriksson, fram- Kristinsson lærði að leika á fagott, var vinsæll Mods og hefur sungið í karlakór. kvæmdastjóri SH í Grimsby sem einnig er í fríi, Pétur Jóhannsson hjá Skandia, vinur Kolbeins, ogMarteinn Geirsson fótboltakappi. Fyrir nokkrum árum ákváðu gamlir félagar úr Álfheimunum að hittast einu sinni á ári og borða saman við ylinn frá saklausum æskuminningum. Þetta hefur tekist nokkrum sinnum en þetta eru, auk Kolbeins, Ágúst Þór Ámason fréttamaður og Guð- mundur Jónsson, verðlaunaarkitekt í Noregi. Enn er það ónefnt að í nokkur ár hefur Kolbeinn farið í eina veiðiferð á ári en þá fara nokkrir kunningjar sam- an í Stóru-Laxá í Hreppum í haust- veiðina. Þetta er svolítið breytilegur hópur en fastir þátttakendur eru Kol- beinn, Jón Albert, bróðir hans, Bjöm Jónsson, markaðsstjóriíMyllunni, og Halldór Þórðarson, starfsmaður Myllunnar sem hefur þriggja áratuga veiðireynslu í Laxá. KURTEIS 0G ÁKVEÐINN EN FJARLÆGUR Samstarfsmenn Kolbeins lýsa hon- um sem þægilegum sam- starfsmanni sem sé kur- teis og ákveðinn en fjar- lægur gagnvart undirmönnum, stefnufast- ur og sanngjam í samskipt- um. Hann kann vel að efla hópinn til átaka og finnst hann ekki þurfa að vera í sviðsljósi sjálfur. Hann virkar oft lokaður og jafn- vel feiminn en þegar á þarf að halda stígur hann fram og er ófeiminn og einbeitt- „Hann er ákaflega ljúfur og þægilegur í samstarfi en mjög kappsamur og ósérhlífinn og með því hvetur hann aðra til dáða,“ sagði Bjöm Jónsson mark- aðsstjóri. „Hann Kolbeinn er ljúf- menni á yfirborðinu og ákaflega raungóður en á stundum getur hann verið mjög harðneskjulegur og misk- unnarlaus. Hann er greindur og gam- ansamur en kímnigáfan er á stundum miskunnarlaus og á kostnað annarra. Hann er sanngjam en getur verið langrækinn og hefnigjam,“ segir maður sem þekkir Kolbein mjög vel. Kolbeinn er greindur og forvitinn og óhræddur við að leita uppi nýjung- ar og prófa þær. Hann hefur góða kímnigáfu en flaggar henni ekki við hvern sem er en gálgahúmor og kald- hæðni eru einkenni hennar. Hann verður trúlega ekki áberandi á opin- berum vettvangi í nýju starfi því í innsta eðli sínu er Kolbeinn viðkvæm- ur og kærir sig ekki um athygli fjöld- ans þótt metnaðargimi og keppnis- skap beri oft þá hlið ofurliði. Þannig sýnir nærmyndin af Kol- beini okkur þrjár hliðar á manni sem er í senn músíkalskur gleðipoppari, natinn fjölskyldumaður og harðsvír- aður viðskiptajöfur. EIRIR ENGU INNI Á ÍRÓTTAVELLI Kolbeinn er mikill keppnismaður og vill helst bera sigurorð af andstæðingi sínum. Hann er allajafna dagfarsprúður og kurteis og oftast grunnt á brosinu en inni á íþróttavelli skiptir hann um ham og eirir engu. 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.