Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Síða 46

Frjáls verslun - 01.02.1996, Síða 46
MARKAÐSMÁL Auglýsingaherferð Sláturfélags Suðurlands kitlar hláturtaugarnar: ER EINHVER SMUGA AD FÁ PYLSU HÉR? Gunnar Karlsson myndlistarmaður teiknar. Enpað er garðyrkjubóndi úr Hveragerði, Hjörtur Benediktsson, sem leggur til röddina fyrir Þorstein Pálsson Öræðin, já og reynsla manna, segja okkur að mun auðveld- ara sé að markaðssetja og auglýsa nýja vöru en viðhalda ára- löngum og góðum árangri ákveðinnar vöru sem jafnvel hefur verið nánast einráð á markaðnum. Vínarpylsurnar frá Sláturfélagi Suðurlands teljast til þessa flokks. Skoðanakannanir sýna að mikill meiri- hluti landsmanna velur SS-vínarpyls- ur og slagorð vörunnar grundvallast einmitt á þeirri niðurstöðu: íslending- ar borða SS-pylsur. Undanfarin ár hefur auglýsinga- stofan Grafít séð um auglýsingamál fyrir SS, að sjónvarpsauglýsingunum undanskildum. En breyting varð á þegar Grafít hófst handa við gerð teiknimyndaauglýsinganna sem sann- arlega hafa vakið athygli sem vel gerðar, húmorískar auglýsingar sem undirstrika slagorðið „íslendingar borða SS-pylsur“. Finnur Malmquist hjá Grafít segir að hugmyndin um að gera teikni- myndir fyrir SS-pylsur sé nokkuð gömul. „En kostnaðurinn við gerð slíkra auglýsingamynda hefur til þessa verið afar mikill. Öflugar tölvur og góður hugbúnaður hefur hins veg- ar gert þessa hugmynd að veruleika. Upphaflega hugmyndin var að skapa eigið teiknimyndaland, fantas- íu, með skemmtilegum fígúrum. Fyrsta teiknimyndaauglýsingin var einmitt í þeim flokki þegar pylsu- strákurinn og pylsustelpan, þau MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON „Pulsi og Pylsa", léku sér á Lækjar- torgi og kynntu á eftirminnilegan hátt rauða litinn á SS-pylsunum.“ Raunin varð síðan önnur. Fallið var frá því að byggja upp fantasíuland en ákveðið þess í stað að nota þekktar íslenskar persónur í teiknimyndirnar og tengja hverja mynd einhverju þjóð- félagsmáli sem yrði ofarlega á baugi þegar myndirnar yrðu sýndar. „Við vildum sýna í þessum teiknimyndum að íslendingar borði SS-pylsur,“ seg- ir Anna Sigríður Guðmundsdóttir hjá Grafít. „Á þessum tíma var búið að gera húmorískar auglýsingar með þeim Radíusbræðrum, Davíð Þór og Steini Ármanni, auk auglýsinga þar sem ungur strákur reynir hvað hann getur að kaupa pylsu með „sinnepi" og handboltakappinn Valdimar Grímsson fékk sér eina með Vals tómatsósu. Teiknimyndaauglýsing- arnar okkar þróuðust yfir í að vera óbeint framhald þeirra auglýsinga. Við heimfærðum teiknimyndirnar upp á sama staðinn og notaður var í þessumauglýsingum, Bæjarins beztu pylsur, einhvem frægasta pylsusölu- stað landsins." Hugmyndirnar að auglýsingunum SAGANÁBAK VIÐ HERFERÐINA Þorsteinn G. Gunnarsson og handritið að þeim verða til hjá Grafít og þegar búið er að samþykkja auglýsingahandritið er kallað á Gunn- ar Karlsson teiknara, sem meðal ann- ars teiknaði auglýsinguna fyrir Svala, þar sem Svalabræður grípa til sinna ráða og ráðast gegn innbrotsþjófi í verslun, og Gunnar teiknaði einnig auglýsinguna um mjólkurdropann, svo eitthvað sé nefnt. Gunnars bíður gríðarlega mikil handavinna sem eftir 4-8 vikur er orðin að 15 til 18 sek- úndna langri auglýsingu. Grunnur auglýsinganna er ljós- mynd sem tekinn er inni í „Bæjarins bestu“. Gunnar vinnur þá ljósmynd yfir í grunn teiknimyndanna og teikn- ar hverja „fígúru“ fyrir sig í þrívíðu teiknimyndaforriti. Þótt teiknað sé í tölvu er aðferðin alls ekki ólík þeirri sem notuð er við hefð hefðbundinna teiknimynda. Þar teiknar hönnuður- inn „fígúrurnar" sínar og mótar hreyf- ingar þeirra. Aðrir teiknarar sjá síðan um handavinnuna og fylla upp í eyð- urnar á milli lykilteikninga hönnuðar- ins. Gunnar segir að sama vinnsluað- ferðin sé við tölvuteikninguna, „nema hvað forritið sér sjálft um að teikna og búa til hreyfingar á milli þeirrar stöðu sem ég bý til. Einfalt dæmi er „fígúra“ sem lyftir upp hendinni. Ég teikna þá höndina eins og hún á að vera, áður en henni er lyft, síðan eins og hún er þegar búið er að lyfta henni. Forritið fyllir síðan upp í ferlið með því að teikna rammana á milli þessara tveggja stöðupunkta handarinnar.“ 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.