Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 48

Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 48
BÆKUR Bók frá Þorvaldi Gylfasyni, prófessor í hagfræði: $ ÐUSTU FORVÖD Bókin er í senn þjóðfélagsgagnrým og hagfræðihugleiðingar. Hún varðar afkomu Islendinga í nútíð og framtíð. Höfundur er óvæginn í umfjöllun sinni Heiti bókar: Síðustu forvöð Höfundur: Þorvaldur Gylfason Utgefandi og ár: Háskólaútgáfan - 1995 Lengd bókar: 237 bls. Hvar fengin: Hjá útgefanda Einkunn: Hispurslaus og óvægin þjóðfélagsgagnrýni VIÐFANGSEFNIÐ Hér er á ferðinni þjóðfélagsádeila og ábendingar í senn gagnvart því sem varðar afkomu fólksins á íslandi í dag og í framtíðinni. Efnið er þó alls ekki bundið við ísland heldur er farið um fjölmörg önnur lönd. Þetta er gert í þeim tilgangi að veita lesandum inn- sýn í efnahagsmál í þessum löndum og um leið auka skilning hans á eigin umhverfi hér á landi í ljósi reynslunn- ar að utan. Velt er upp fjölmörgum spurningum (sjá kynningaramma á bókinni) og leitast er við að svara þeim. Fjallað er um viðfangsefnin í 4 aðal- hlutum. í þeim fyrsta er fjallað um hversu erlend viðskipti okkar hafi dregist aftur úr öðrum þjóðum. í öðr- um hluta er fjallað um ábyrgð stjórn- mála- og embættismanna á ástandinu hér og í Færeyjum. í þriðja hluta er farið yfir efnahagskreppu Norður- landa, sagt frá árangri „afburðaland- anna átta“ í Austur-Asíu og endað á fáfræði landans í fjármála- og hag- fræði. Loks fjallar fjórði og síðasti hlutinn um efnahagsumbætur í Rúss- landi og Austur-Evrópu og tengsl þessara ríkja við Evrópusambandið og í framhaldi er rætt um landbúnað- arstefiiuna í Evrópu og það leiðir okk- ur að endingu að vangaveltum um hugsanlega aðild íslands að þessari nýju Evrópu sem er að myndast. HÖFUNDURINN Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði við Háskóla íslands. Hann hefur auk þess starfað við rannsókn- ir, ráðgjöf og kennslu víða um heim, s.s. við Alþjóðahagfræðistofiiunina í Stokkhólmi, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Washington, EFTA og Princeton háskólann í Bandaríkjunum, þaðan sem Þorvaldur lauk doktorsprófi sínu árið 1976. Eftir hann eru ritgerða- söfnin Almannahagur (1990), Hag- fræði, stjómmál og menning (1991) og Hagkvæmni og réttlæti (1993). Þá hefur hann skrifað, ásamt tveim öðr- um norrænum prófessorum, bókina Markaðsbúskapur (1994) sem koma mun út á 17 tungumálum. Þorvaldur hefur einnig verið af- kastamikill höfundur greina í mörgum virtustu hagfræðitímaritum á alþjóða- vettvangi. Jón Snorri Snorrason hag- fræðingur skrifar reglulega um viðskipta- bækur í Frjálsa verslun. UPPBYGGING OG EFNISTÖK Bókin er samtals 21 ritgerð (kaflar) sem skiptist eins og áður segir í 4 hluta. Allar ritgerðimar í bókinni hafa birst á prenti áður, á tímabilinu 1993 til 1995. 13 þeirra hafa verið í Morg- unblaðinu, 4 í Fjármálatíðindum, 3 í Vísbendingu og 1 í Hagmálum. Þær eru allar ætlaðar almenningi nema ein sem höfðar meira til sérfræðinga og er því þyngri í efnistökum en hinar. Ritgerðirnar úr Fjármálatíðindum hafa einnig birst á prenti erlendis. Bókin er innlent greinasafn höfund- ar og er hver grein skemmtileg blanda viðfangsefna og fer „styrkleik- inn“ í blöndunni eftir því hvar greinin hefur birst og þar með til hvaða les- endahóps verið var að ná til hverju sinni. í léttari blöndunum, sem birst hafa í Morgunblaðinu, er t.d. meiri kímni heldur en í hinum þyngri sem birst hafa í hinum grafalvarlegu Fjár- málatíðindum, tímariti Seðlabankans. Stuttar, hnitmiðaðar athugasemdir líta síðan dagsins ljós í Vísbendingu. Þessi samsetning hentar Þorvaldi mjög vel þar sem vettvangur er þann- ig til fyrir hver efnistök. Hann virðist mjög jafnvígur á alla möguleikana, sem þessir prentmiðlar gefa honum, en persónulega þykir mér alltaf virð- ingarverðast þegar menn geta sett saman gagnrýnin texta sem er allt í senn byggður á góðri fræðilegri þekk- ingu, skýrum dæmum úr raunveru- leikanum og kímni. Þetta er einkenn- ið á vel skrifuðum greinum hjá Þor- MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.