Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Síða 48

Frjáls verslun - 01.02.1996, Síða 48
BÆKUR Bók frá Þorvaldi Gylfasyni, prófessor í hagfræði: $ ÐUSTU FORVÖD Bókin er í senn þjóðfélagsgagnrým og hagfræðihugleiðingar. Hún varðar afkomu Islendinga í nútíð og framtíð. Höfundur er óvæginn í umfjöllun sinni Heiti bókar: Síðustu forvöð Höfundur: Þorvaldur Gylfason Utgefandi og ár: Háskólaútgáfan - 1995 Lengd bókar: 237 bls. Hvar fengin: Hjá útgefanda Einkunn: Hispurslaus og óvægin þjóðfélagsgagnrýni VIÐFANGSEFNIÐ Hér er á ferðinni þjóðfélagsádeila og ábendingar í senn gagnvart því sem varðar afkomu fólksins á íslandi í dag og í framtíðinni. Efnið er þó alls ekki bundið við ísland heldur er farið um fjölmörg önnur lönd. Þetta er gert í þeim tilgangi að veita lesandum inn- sýn í efnahagsmál í þessum löndum og um leið auka skilning hans á eigin umhverfi hér á landi í ljósi reynslunn- ar að utan. Velt er upp fjölmörgum spurningum (sjá kynningaramma á bókinni) og leitast er við að svara þeim. Fjallað er um viðfangsefnin í 4 aðal- hlutum. í þeim fyrsta er fjallað um hversu erlend viðskipti okkar hafi dregist aftur úr öðrum þjóðum. í öðr- um hluta er fjallað um ábyrgð stjórn- mála- og embættismanna á ástandinu hér og í Færeyjum. í þriðja hluta er farið yfir efnahagskreppu Norður- landa, sagt frá árangri „afburðaland- anna átta“ í Austur-Asíu og endað á fáfræði landans í fjármála- og hag- fræði. Loks fjallar fjórði og síðasti hlutinn um efnahagsumbætur í Rúss- landi og Austur-Evrópu og tengsl þessara ríkja við Evrópusambandið og í framhaldi er rætt um landbúnað- arstefiiuna í Evrópu og það leiðir okk- ur að endingu að vangaveltum um hugsanlega aðild íslands að þessari nýju Evrópu sem er að myndast. HÖFUNDURINN Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði við Háskóla íslands. Hann hefur auk þess starfað við rannsókn- ir, ráðgjöf og kennslu víða um heim, s.s. við Alþjóðahagfræðistofiiunina í Stokkhólmi, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Washington, EFTA og Princeton háskólann í Bandaríkjunum, þaðan sem Þorvaldur lauk doktorsprófi sínu árið 1976. Eftir hann eru ritgerða- söfnin Almannahagur (1990), Hag- fræði, stjómmál og menning (1991) og Hagkvæmni og réttlæti (1993). Þá hefur hann skrifað, ásamt tveim öðr- um norrænum prófessorum, bókina Markaðsbúskapur (1994) sem koma mun út á 17 tungumálum. Þorvaldur hefur einnig verið af- kastamikill höfundur greina í mörgum virtustu hagfræðitímaritum á alþjóða- vettvangi. Jón Snorri Snorrason hag- fræðingur skrifar reglulega um viðskipta- bækur í Frjálsa verslun. UPPBYGGING OG EFNISTÖK Bókin er samtals 21 ritgerð (kaflar) sem skiptist eins og áður segir í 4 hluta. Allar ritgerðimar í bókinni hafa birst á prenti áður, á tímabilinu 1993 til 1995. 13 þeirra hafa verið í Morg- unblaðinu, 4 í Fjármálatíðindum, 3 í Vísbendingu og 1 í Hagmálum. Þær eru allar ætlaðar almenningi nema ein sem höfðar meira til sérfræðinga og er því þyngri í efnistökum en hinar. Ritgerðirnar úr Fjármálatíðindum hafa einnig birst á prenti erlendis. Bókin er innlent greinasafn höfund- ar og er hver grein skemmtileg blanda viðfangsefna og fer „styrkleik- inn“ í blöndunni eftir því hvar greinin hefur birst og þar með til hvaða les- endahóps verið var að ná til hverju sinni. í léttari blöndunum, sem birst hafa í Morgunblaðinu, er t.d. meiri kímni heldur en í hinum þyngri sem birst hafa í hinum grafalvarlegu Fjár- málatíðindum, tímariti Seðlabankans. Stuttar, hnitmiðaðar athugasemdir líta síðan dagsins ljós í Vísbendingu. Þessi samsetning hentar Þorvaldi mjög vel þar sem vettvangur er þann- ig til fyrir hver efnistök. Hann virðist mjög jafnvígur á alla möguleikana, sem þessir prentmiðlar gefa honum, en persónulega þykir mér alltaf virð- ingarverðast þegar menn geta sett saman gagnrýnin texta sem er allt í senn byggður á góðri fræðilegri þekk- ingu, skýrum dæmum úr raunveru- leikanum og kímni. Þetta er einkenn- ið á vel skrifuðum greinum hjá Þor- MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.