Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 28
Það var tekist á. Þórólfur: „Það er enginn að rœða um að taka eigur Landssímans - en fjöllin áttu ekki. “ Guðmundur: „Við erum með fjallið á leigu, Þórólfur - á því leikur enginn vafi. “ vel áfram við að byggja upp dreifikerfi Tals á þeim átta mánuðum sem við höíum starfað; við náum núna til yfir 70% þjóðarinnar. Það tekur sinn tima að koma upp fullkomu dreifikerfi. Nú er hægt að nota Tal GSM-síma um alla Evrópu - að undanskildum tveimur löndum sem koma inn fljótlega. Við höfum styrkt mjög suðvestur- hornið og erum með ýmis áform um frekari útbreiðslu út á land.“ JGH: - Tal kom seinni hluta ársins með kröftuga söluherferð sem gekk út á pakka; að selja símtæki á mjög lágu verði og fasta áskrift í tólf mánuði. Eruð þið ekki hræddir um að þið missið við- skiptavini eftir þessa tólf mánuði? Þórólfur: „Nei, það er vel þekkt söluaðferð erlendis að bjóða afslátt fyrir langtímasamning sem kemur til góða við kaup á sím- tækinu - en verð símtækjanna hefur reynst viss þröskuldur. Þenn- an þröskuld, sem og aðra á farsímamarkaðnum, erum við að lækka. Það er okkar markmið að stækka markaðinn og gefa sem flestum kost á að hafa farsíma. Inn hafa komið ánægðir viðskipta- vinir og þeir hafa kynnst öflugri þjónustu okkar. Eg veit að með því að við leggjum áfram hart að okkur í samkeppninni munu þeir halda tryggð við okkur.“ Guðmundur: „Megináherslan í þjónustu okkar er að við- skiptavininum sé ljóst fyrir hvað hann sé að greiða í farsímakerf- inu. Við greiðum ekki farsíma niður og töpum þannig á þeim. Það tíðkast víða erlendis að gefa nánast farsímann. Við bindum sömuleiðis ekki menn í viðskiptum við okkur með því að gera við þá áskriftarsamninga til langs tíma. Við verðleggjum hvern þátt fyrir sig, eins og hann kostar. Það, að greiða niður farsíma og binda viðskiptavini til langs tíma, þekkist víða í Evrópu en það hefur brenglað mjög verðskyn almennings gagnvart þessari þjónustu." Þórólfur: „Það virðist vera um stefhubreytingu að ræða hjá ykkur. Áður en Tal kom inn á markaðinn var alltaf sérstök gjald- taka fyrir hvern einasta þjónustulið hjá ykkur, til dæmis varðandi talhólf, númerabirtingu og aðgang að SMS-skilaboðum. En með komu okkar breyttist það skyndilega. Þá var allt í einu lag til að lækka.“ JGH: - Landssíminn var ríkisstofnun í mörg ár. Hvernig hef- ur stjórnunarsdllinn breyst eftir að fyrirtækið var gert að hlutafé- lagi og fjarskipti urðu frjáls? Guðmundur: „Landssíminn hefur breyst mikið. Hann var stofnaður árið 1906 og var fyrst og fremst tæknifyrirtæki ffarn eftir öldinni og mest lagt upp úr tæknilausnum en minni áhersla lögð á markaðsmál. Fyrir nokkrum árum varð sú stefnumörkun að breyta Landssímanum í markaðsdrifið þjónustufyrirtæki þar sem tæknin er í öndvegi, eðli málsins samkvæmt. Sífellt meiri þungi er á mark- aðsmál og þjónustu við viðskiptavini. Byggt er á hinni miklu þekk- ingu sem er innan fyrirtækisins - en einnig á nýju og hæfu fólki sem gengið hefur til liðs við okkur. Innan Landssímans er núna góð blanda af gömlum og nýjum starfsmönnum. Völd og ábyrgð verða færð neðar í fyrirtækið og er unnið að því þessa dagana; í framhaldi af því má búast við einhveijum skipulagsbreytingum. Það er mikil vinna fram undan. Engu að síður hefur verulegur árangur náðst í að bæta þjónustuna. Stefna okkar er að hafa þjónustuna á besta verði sem í boði er og gera áffarn vel við okkar viðskiptavini!" JGH: - Hvernig er stjórnunarstíllinn hjá Tali? Þórólfur: „Það er einkennandi fyrir starfsmenn Tals að um ungt fólk er að ræða, flestir eru á milli tvítugs og fertugs. Ég er 41 árs og næstelsti starfsmaðurinn. Tölvulæsi starfsmanna er mjög almennt og flestir lykilstarfsmenn eru með einhvers konar há- skólamenntun. Ég legg áherslu á opið upplýsingastreymi og þátt- tökustjórnun. Allir eru á föstum launum; það er enginn á tíma- kaupi - en við höfum umbunarkerfi. Upp úr því er lagt að klára verkefni í hvelli og því er oft unnið á kvöldin og um helgar. Það hefúr tekist að ná upp mikilli samheldni innan hópsins þar sem áhuginn og samkeppnin drífur okkur áfram. Eitt er víst; fólkið mitt, sem fékk markaðsverðlaunin um daginn, hefur ekki mælt tímann sinn í vinnunni.“ JGH: - Teljið þið að verð á símgjöldum, innan- sem utanlands, muni lækka áfram á næstu árum? Guðmundur: „Verðið mun áfram lækka, en það verða mismikl- ar breytingar. Flestir eru sammála um það að verð á innanlandssím- tölum í fastakerfinu sé það lágt að varla sé hægt að boða verulega verðlækkun þar. Símtöl til útlanda munu hins vegar lækka áfram í verði, sömuleiðis farsímaþjónustan sem og ýmis sérþjónusta. Inter- netið hefur valdið miklum straumhvörfúm í hinu hefðbundna fiar- skiptaumhverfi, það hefur bylt fjarskiptum heimila og í boði er internetsímþjónusta. Internetið - sem alhliða upplýsingaveita - mun halda áfram að breyta umhverfi heimila og fyrirtækja.“ JGH: - Af hvaða starfsemi hefur Landssíminn mestan hagnað? Guðmundur: „Landssíminn hefur mestar tekjur af fasta net- inu, hinu hefðbundna símkerfi, en mestur hagnaðurinn er af far- „Það hlýtur að vera erfitt fyrir ríkið sem eiganda Landssímans að gera mikla arðsemiskröfu til hans og ætla líka á sama tíma að vera hluthlaust ganvart honum í keppni við önnur fyrirtæki." - Þóróifur Árnason. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.