Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Side 10

Frjáls verslun - 01.03.1999, Side 10
Það var Bryngeir Kristinsson, vaktstjóri Flugfélags íslands á Akureyri, sem afhenti Hallgrími Gíslasyni afmœlisgjöfina, ferð fyrir tvo að eig- in vali, fyrir hönd Frjálsrar verslunar. FV-mynd: Gunnar Sverrisson. Heppinn áskrifandi fyrir norðan Hallgrímur Gíslason, 51 árs Akureyringur, hlaut feröagjöfina frá Frjálsri verslun í tilefni af 60 ára afmæli blaösins. allgrímur Gíslason, 51 árs Akur- eyringur, reyndist hinn heppni áskrifandi Frjálsrar verslunar þegar dregið var úr röðum áskrifenda um afmælisgjöf Frjálsrar verslunar í til- efni af 60 ára afmæli blaðsins — og hlaut hann ferð fyrir tvo með Flugleiðum að eigin vali til einhvers af áfangastöðum Flugleiða. Frjáls verslun óskar honum til hamingju. Þá hlutu 60 áskrifendur bíómiða fyrir tvo í eitthvert Sambíóanna og verða mið- arnir sendir áskrifendum á næstunni. Hallgrímur starfar sem skrifstofumað- ur hjá Utgerðarfélagi Akureyringa og hef- ur verið áskrifandi að Frjálsri verslun um átta ára skeið og segist hafa verið ánægð- ur með blaðið í gegnum tíðina. „Eg gerðist áskrifandi að blaðinu á sín- um tíma þegar ég rak eigið fyrirtæki, hug- búnaðarfyrirtæki hér á Akureyri. Mig langaði að fylgjast með því sem væri að gerast hveiju sinni í viðskiptiheiminum og fá sérhæft rit um viðskipti — og Frjáls verslun varð fyrir valinu. Blaðið tekur á mörgum áhugverðum málum og efnið er þar hressilega fram sett. Þótt ég reki ekki fyrirtæki lengur hef ég haldið tryggð við blaðið sem áskrifandi og hef að sjálfsögðu hugsað mér að gera það áfram,“ segir Hallgrímur - sem hefur enn ekki ákveðið til hvaða borgar hann ætlar að bregða sér í frí. 33 ; „Elegant“ hádegisverður Fundir, móttökur og veisluþjónusta. Sími: 551 0100 Fax: 551 0035 Jómfrúin smurbrauðsveitingahús • Lækjargata 4 Jakob Jakobsson smprrebrpdsjomfru fetrar°Pnu„: 11]0~>8.00 aUa<l°ga. ATH! Leigjuni út salinn fyrir fundi og einkasamkvæmi eftir kl. 18.00. 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.