Frjáls verslun - 01.03.1999, Qupperneq 18
slóttugur?
Róbert Guðfinnsson gerði byltinguna í SH í sam-
vinnu við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Granda,
eftir ítarlegar bollaleggingar með Magnúsi Gústafs-
syni, forstjóra Coldwater í Bandaríkjunum en
raunarlíka Agnari Friðrikssyni, forstjóra Icelandic
Freezing Flants í Bretlandi. Fremur stirt hefur ver-
ið á milti Friðriks Pálssonar, fráfarandi forstjóra
SH, og þeirra Magnúsar og Agnars. Til stendur að
forstjóri Sll verði framvegis stjórnarformaður
Coldwater og Icelandic Freezing Flants og gátu
þeir Magnús og Agnar ekki hugsað sér að hafa
Friðrik í þeirri stöðu. Þeir Jón Ingvarsson og Frið-
rik Fálsson voru hlynntir þessari breytingu en vildu
hins vegar fara mun hægar í uþpstokkun á fyrir-
tœkinu en þeir Róbert og félagar — sem ætla sér
að auka bein tengsl framleiðenda hér heima við
dótturfélög SH erlendis oggera þau bæði sjálfstæð-
ari og alþjóðlegri og draga jafnframt úr starfsemi
SH hér heima. Raunar má spyrja sig að því hvern-
ig hœgt sé að gera félögin úti sjáljstœðari um leið
og forstjóri SII hér heima fær aukið vald yfir þeim.
Bylting Róberts Guðfinnssonar átti sér allt að
þriggja ára aðdraganda þótt hún hafi engu að síð-
ur komið eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir ís-
lenslit viðskiþtalífi Mörgum finnst Róbert snjall að
hafa yfirtekið SH en andstœðingum hans finnst
hann hafa verið slóttugur í valdatafli sínu. Fitt er
víst; Róbert á mikið undir að SH gangi vel, hann
og Þormóður rammi - Sœberg eru með um 1,7
milljarða bundna í Sll - og það fé þarfað ávaxtast.
FRÉTTASKÝRING: Jón G. Hauksson MYNDIR: Geir Ólafsson
ánudagskvöldið 8. mars sl., kvöldið fyrir aðal-
fund SH, töldu liðsmenn Jóns Ingvarssonar að
hann fengi um 65% atkvæða á móti um 35% at-
kvæða Róberts Guðfinnssonar, í kosningunum daginn
eftir um stjórnarformennskuna í SH, Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna hf. En þetta mánudagskvöld var ungt og
nóttin átti sömuleiðis eftir að verða nótt hinna löngu
hnífa. Róbert hóf um kvöldið samningaviðræður við
Eyjólf Sveinsson, stjórnarformann Haraldar Böðvarsson-
ar hf. á Akranesi, og þá Harald og Sturlaug Sturlaugssyni,
sem stýra HB, um kaup á 7% hlut fyrirtækisins í Sölumið-
stöðinni - en hann hafði um nokkurra mánaða skeið ver-
ið til sölu. Þau kaup tryggði hann sér svo um morguninn,
9. mars, á ónafngreindri lögfræðistofu hér í bæ. Hann
keypti bréfin á genginu 4,5 sem var mun meira en hann
hafði áður verið til í að bjóða í bréfin. En Róbert haíði
fleiri tromp uppi í erminni. Þótt Síldarvinnslan í Neskaup-
stað, með þá Björgólf Jóhannsson framkvæmdastjóra og
Kristinn V. Jóhannsson stjórnarformann í broddi fylking-
ar, hefðu í samtali við Jón þetta umrædda kvöld lýst yfir
stuðningi við hann í formannskjörinu, fór það svo að Síld-
arvinnslan, sem á um 5,4% hlut í SH, sveiflaði sér mjög
óvænt yfir á Róbert í kjörinu. Ennfremur hafði Róbert síð-
ustu daga fyrir aðalfundinn tryggt sér stuðning nokkurra
smærri hluthafa, eins og lífeyrissjóða. Úrslit voru ráðin í
kjörinu; Róbert fékk 50,035% og Jón 49,965%. Þetta er að
vísu svo lítill munur, 0,07%, að það hlýtur að hafa runnið
kalt vatn á milli skinns og hörunds hjá Róbert sem, í fé-
lagi við ljóra vini sína, þar af tvo framkvæmdastjóra Þor-
móðs ramma - Sæbergs, keypti bréf HB í SH á um 472
milljónir um morguninn til að ná sér í þessi völd. Aðal-
fundurinn varð sögulegur og viðskiptafrétt ársins komin.
Einn valdamesti maður íslensks viðskiptalífs um árabil,
Jón Ingvarsson, var fallinn af stalli sem stjórnarformaður
Sölumiðstöðvarinnar! Fyrsta verk nýrrar stjórnar SH,
föstudaginn 19. mars, var síðan að segja upp forstjóra SH
til þrettán ára, Friðriki Pálssyni. Stjórnin sagði honum
upp; sex voru með og þrír á móti. Með brottvikningunni
voru þeir Róbert Guðfinnsson, Brynjólfur Bjarnason,
Granda, Ólafur Helgi Marteinsson, Björgólfur Jóhanns-
son, Guðmundur Kristjánsson og Kristján G. Jóhanns-
son. A móti voru Jón Ingvarsson, Rakel Olsen og Guð-
brandur Sigurðsson. Þetta er afgerandi meirihluti, allt for-
ráðamenn stórra frystihúsa, og sýnir að þótt Róbert hefði
tapað í kjörinu um stjórnarformanninn var hann engu að
síður búinn að ná völdum í fyrirtækinu, mikill meirihluti
stjórnarmanna er á hans bandi.
HÚfSt fyrir Itremur árum Þótt yfirtaka Róberts Guðfinns-
sonar, þessa 42 ára Siglfirðings og stjórnarformanns Þor-
móðs ramma - Sæbergs, á Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna hf. hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti átti
hún - eins og allar byltingar - sér nokkurn aðdraganda.
Haft er eftir Róbert að fyrir rúmum þremur árum, í árs-
byijun 1996, þegar Þormóður rammi var fremur lítill hlut-
hafi í SH, með um 5%, og Róbert í stjórn þar, hafi hann
sagt Jóni Ingvarssyni, stjórnarformanni SH, það umbúða-
laust að hann væri óánægður með Friðrik Pálsson sem
forstjóra og teldi hann ekki rétta manninn til að leiða fyr-