Frjáls verslun - 01.03.1999, Side 24
ÍS. Engu að síður má ekki horfa fram hjá því
að lauslegir útreikningar hafa sýnt að spar-
ast gæti allt að 1 milljarður á ári í rekstri
væru fyrirtækin sameinuð; ætla má að á
endanum fái slíkar tölur hluthafa í fyrirtækj-
unum til að ræða saman á ný - hvenær sem
það verður. Ljóst er þó að krafa hluthafa í
báðum fyrirtækjunum er einföld; að þau
skili hagnaði og arðsemi.
Rakel Olsen, eigandi Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi og stjórnarmaður í SH, er
stærsti einstaklingurinn sem á í Sölumiðstöðinni — með hlut upp á 8,09%. Hún er hér á að-
alfundi SH. Til vinstri við hana á myndinni er sonur hennar, Sigurður Ágústsson. Rakel var
eindregin liðsmaður Jóns og Friðriks.
tölur liggja fyrir - og hvað þá þegar bréfin höfðu verið til sölu i
nokkra mánuði. Ýmsir héldu að töluverðir eftirmálar yrðu innan
stjórnar HB eftir söluna og að Eyjólíi yrði skipt út úr sæti stjórnar-
formanns eftir aðalfund félagsins sem haldinn var skömmu síðar í
staðinn fyrir Ólaf B. Ólafsson. Svo varð ekki. Vilji var fyrir því hjá
einhveijum hluthöfum að fá einhvern óháðan aðila sem formann
og hefði það væntanlega orðið ef Ólafur B. Ólafsson hefði ekki sett
sig á móti því. Eftir fund hans og Haralds Sturiaugssonar á Hótel
Holti helgina fyrir aðalfund HB varð ljóst að Haraldur sótti það fast
að Eyjólfur Sveinsson yrði endurkjörinn — en þó aðeins til eins árs
og þá yrði skipt um formann.
Sameining SH og is Ýmsir hafa spurt sig að því hvort stjórnar-
byltingin í Sölumiðstöðinni leiði til þess að meiri líkur séu á að Sölu-
miðstöðin og Islenskar sjávarafurðir,
verði sameinaðar. Flestir eru vantrúaðir
á að svo verði. Að vísu benda menn á að
foringjaskipti hafi orðið hjá báðum fyrir- ;
tækjunum. Benedikt Sveinsson, fyrrum
forstjóri IS, og Hermann Hansson, fyrr-
um stjórnarformaður IS, voru báðir í eld-
línunni í samningaviðræðum við SH sl.
haust þegar upp úr slitnaði. Þeir eru báð-
ir horfnir af vettvangi. Núverandi forstjóri
ÍS er Finnbogi Jónsson, fyrrum forstjóri
Síldarvinnslunnar, en hann var til skamms
tíma stjórnarmaður í SH. Þess má geta að
þegar Finnbogi var SH-maður lagðist hann
mjög á móti sameiningunni við IS. Varð-
andi viðræður ÍS og SH er því haldið fram
að SH hafí teygt sig eins langt og félagið
gat í verði en ÍS ekki verið tilbúið til að
lækka sig. Sömuleiðis meta menn innan SH
að ástandið hjá ÍS sé með þeim hætti að
ekki sé eftirsóknarvert að sameinast fyrir-
tækinu að svo stöddu - enda séu það gömul
sannindi að fyrirtæki sem eigi í vandræðum
Úttlutningsverðmæti eitir
söluskrilslolum 1997
Þetta eru markaðssvœði SH. Umsvifin i
Bandaríkjunum eru um 21% - enJ>arJ*?
hins vegar 66% afeigin fé SH bundimO g
arðsemi af starjsemmm vestanhafs v
meðal annars bitbein Friðriks og Magnusar
Gústafssonar, forstjóra Coldwater.
finnist þau alltaf of lágt metin við sameiningar; að það sé verið að
gleypa þau. Samt telja þeir, sem til þekkja, að ekki hafi slitnað upp
úr viðræðunum sl. desember vegna verðmats á fyrirtækjunum
heldur hafi aðrir hagsmunir vegið þar þyngra, eins og flutningar IS
með Samskipum. Enda er bent á að það sé engin tilviljun að Ólafur
Ólafsson, forstjóri Samskipa, sé tekin við stjórnarformennskunni í
SH verður nýtt fyrirtæki Þegar afkoma SH
er skoðuð nokkur ár aftur í tímann sést að
fyrirtækið hefur verið rekið með umtals-
verðum hagnaði og sömuleiðis hefur fram-
leiðsla fiskafurða sem SH heíur fengið til
sölumeðferðar aukist jafnt og þétt. Flestir
eru þó sammála um að afkoma síðasta árs, 16 milljóna króna hagn-
aður, hafi verið óviðunandi hjá þessu stærsta íslenska fyrirtæki —
en þar má að mestu kenna um skakkaföllum í Rússlandi og Bret-
landi. Þær skoðanir hafa endurspeglast í lækkandi gengi á hluta-
bréfum í félaginu um nokkurt skeið. Róbert Guðfinnsson og hans
byltingarfélagar segja að félaginu þurfi að gjörbreyta til að hægt
verði að ná fram hámarkshagnaði. Hugmyndir Róberts ganga í
stuttu máli út á að hægt sé að skera verulega niður í starfsemi SH
hér heima og láta framleiðendur semja beint við dótturfyrirtækin
úti. Þá séu sjávarútvegsfyrirtæki á íslandi gjörbreytt frá því sem
áður var og innan þeirra séu nú komnar öflugar markaðsdeildir
sem séu í mikilli nálægð við erlenda markaði og sýni því aukinn
áhuga að skipta við kaupendur erlendis sem bjóða best hverju
sinni. Þannig muni framleiðendur hér heima skipta við dótturfélög
SH úti eftir því sem vindar blása best hveiju
sinni. Sömuleiðis vill hann stórauka viðskipti
dótturfélaganna við útlenda framleiðendur irá
því sem nú er — en þau eru nú þegar orðin um-
talsverð, eða um þriðjungur af sölunni - og gera
þau alþjóðlegri og miklu sjálfstæðari og ábyrg-
ari fyrir að sýna hagnað. Jafnframt hyggst hann
skera niður kostnað hjá dótturfélögunum úti.
Með öðrum orðum; hún er að hverfa gamla
hugmyndin um SH sem stórt fyrirtæki hér
heima sem komi fram gagnvart framleiðend-
unum, sé með sölustarf og gæðaeftirlit hér
heima, selji á markaði þótt þeir séu þá stund-
ina ekki ailra hagkvæmastir, einungis til að
svelta ekki markaði sem byggðir hafa verið
upp um árabil af ótta við að missa viðskipta-
sambönd. Á móti má spyija hvort hægt sé að
snúa dæminu við og draga verulega úr kostn-
aði dótturfélaganna ytra með þvi að færa stór-
an hluta af fjármála- og markaðsstarfi þeirra
í eina öfluga deild hér heima - fyrst frystihús-
in eru orðin svona markaðsdrifin - auk þess
sem spara mætti í vinnu við innkaup með því að framleiðendur
skiptu áfram eingöngu við SH hér heima í stað hvers dótturfélags
fyrir sig eins og gert er ráð fyrir.
Fleiri Óháðir framleiðendur En fleiri mál blasa við SH. Þegar sjáv-
arútvegsfyrirtæki á íslandi eru orðin markaðsvædd - og sífellt færri
framleiðendur eiga í SH - er þá ekki hættan sú að þeir óháðu hætti
24