Frjáls verslun - 01.03.1999, Qupperneq 29
Siðferðið fylgir tímanum „Erótík er á
vissan hátt tabú í samfélaginu, en þó allt
umlykjandi. Siðferðið í auglýsingum hefur
tilhneigingu til þess að fylgja timanum.
Ekki er mikið um að brotnir séu siðferðis-
múrar í myndbirtingum í auglýsingum.
Miklu algengara er að táknmálið sem not-
að er í auglýsingum iylgi því siðferði sem
ríkir í samfélaginu.
Auglýsendum er flestum illa við að
stuða markaðinn - eða hluta markaðarins -
og notkun erótíkur í auglýsingum getur
snúist upp í andhverfu sína ef hún verður
beinlínis klúr. Það er eflaust ástæðan íyrir
því að erótíkin er ekki notuð meira í aug-
lýsingum en raun ber vitni. Hætt er við að
auglýsendur, sem misnota erótík, falli í
áliti á markaðnum ef auglýsingin er
ósmekkleg eða klúr.
Erótík er aðallega notuð til að fanga at-
hygli ungs fólks. Ungt fólk er almennt
fijálslyndara og opnara fýrir nekt og eró-
tík. Unga fólkið er gangandi hormóna-
sprengjur og líkamleg fegurð og atgervi
eru ofarlega í hugum þess. Erótíkin hlýtur
því að teljast sterkt vopn til að fanga at-
hygli þess. Við á Hvíta húsinu gerðum út á
erótík í Atlas-auglýsingum okkar iyrir
Eurocard Atlas. Þeim er eingöngu beint
að ungu fólki og þar ræður aldur mark-
hópsins öllu um að við förum nokkuð
djarfa leið við auglýsingar kortsins. Við
myndum til dæmis aldrei beita erótíkinni
ef ætlunin væri að höfða til markhóps 65
ára og eldri, þá væri rómantíkin vænlegri
kostur.
Atlas auglýsingarnar eru tilvísun í
vöruheitið og táknið sjálft. Atlas kortið er
ferðakort og ferðalög eru líklega áhuga-
mál ungs fólks númer tvö. Auglýsingarnar
vísa jafht lil erótíkur og ferðalaga saman-
ber vígorð kortsins „Eurocard Atlas, farðu
alla leið!“ Markaðssetning Atlas kortsins
heppnaðist vel og og markaðshlutdeild
kortsins hefur vaxið stórlega. Hvort það
er erótíkinni að þakka eða þrátt fýrir eró-
tíkina, er hins vegar erfiðar að Ijölyrða
um,“ segir Sverrir. 35
Erótík í fjármálum
Atlas kortunum er eingöntju beint að ungu
fólki og þar ræður aldur markhópsins öllu
um að við förum nokkuð djarfa leið i aug-
lýsingunum. Við rnyndum til dæmis aldrei
beita erótikinni el ætlunin væri að höfða til
markhóps 65 ára og eldri, bá væri róman-
tikin vænlegri kostur.
rótíkin sem
notuð er í
auglýsing-
unni um Djæf-ísinn frá
Emmess vakti á sín-
um tíma verðskuldaða
athygli og þótti hafa
heppnast vel. Það var
auglýsingastofan
AUK sem hannaði
Djæf-auglýsinguna
kunnu, en Elísabet
Ann Cochran er hönn-
unarstjóri auglýsinga-
stofunnar.
„Ekki var stefnt að
miklum fjárútlátum í
Djæf-auglýsinguna og
var hún ódýr í vinnslu.
Elísabet Ann Cochran, hönnunarstjóri hjáAuk, segir að erótík
í auglýsingum beri keim af tíðarandanum í þjóðfélaginu. Það
sé meira leyfilegt, bæði í kvikmyndum sem auglýsingum, en
áður. FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
ueric) erólísÁur
ElísabetAnn Cochran, hönnunarstjóri hjáAUK, segirað erótísk auglýsinggeti
gert meiri skaða en gagn hitti hún ekki í mark.
í stað þess að sýna eingöngu vöruna var ákveðið að beita erótíkinni og höfða til ungs
fólks. Beitt var slagorðinu: I hita leiksins. Unga fókið er jú markaðshópurinn sem við vild-
um ná til,“ segir Elísabet Ann.
„ís getur verið mjög erótískur. í miklum hita, eða hita leiksins, getur ísinn verið eró-
tík. Ungt fólk er oft ansi frumlegt í sínum hugsunarhætti og tiltölulega auðvelt er að ná
til þess með þessum hætti. Djæf ísinn
hefur alltaf selst vel en erfitt er að segja til
um það hvort erótíska auglýsingin átti
þar meginhlut að máli. í heildina séð má
segja að auglýsingin hafi heppnast ágæt-
lega miðað við hve ódýr hún var í
vinnslu.
Því ber ekki að neita að auglýsingin
ber nokkurn keim af tíðarandanum.
Núna er meira leyfilegt í auglýsingum
var fyrir nokkrum áratugum síðan.
Unga fólkið er meðvitaðra, enda verð-
ur það fýrir stöðugu áreiti í erlendum
auglýsingum sem margar hveijar eru í
djarfari kantinum. Þrátt fyrir að meira
sé leyfilegt í auglýsingum er ekki þar
með sagt að allar gáttir séu opnar. Gefa
verður gaum að því við hveija er verið
að tala í auglýsingunni og gæta verður
að þvi að hún birtist ffammi fyrir al-
þjóð - þótt markaðshópurinn sé unga
fólkið. Auðvelt er að gera meiri skaða
heldur en gagn ef auglýsingin hittir
ekki í mark. Það er alltaf gaman ef
erótík tekst vel í auglýsingum eins og
raunin var í Djæf-auglýsingunni,“
segir Elísabet Ann. SD
Auglýsingin á Djcef-ísnum frá Emmess. Slag-
orðið var: í hita leiksins. Þar kom i Ijos a
getur verið erótískur. Verið var að na tú ungs
fólks.
29