Frjáls verslun - 01.03.1999, Page 41
STJÓRNMÁL
Það virðist augljóst - og skoðanahannanir benda til hins sama - að Samfylkingin
getur alls ekki gert sér vonir um að ná samanlögðu fylgi þeirra tjögurra flokka
sem að henni standa
erum við nú að tala um fjórðu kynslóð
stjórnmála- og embættísmanna. Nýr aðall
er löngu kominn upp - en verður í tílfelli
stjórnmálamannanna að fá sína uppáskrift
frá kjósendum á ijögurra ára frestí. Þessi
aðall stjórnar umræðunni í þjóðfélaginu
meira eða minna. Þar eru það svokölluð
hægri blöð, sem sjá um gagmýnina á
stjórnvöld. Þau eru útbreiddari en blöð
stjórnarllokksins, oft skelegg og hörð, og
nákvæm í úttektum á gerðum stjórnvalda
og stjórnmálamanna, en hafa samt lítil
áhrif á hegðun kjósenda. Þvert á heimsálit-
ið um hinn frjálsa norræna borgara kýs
hann að stærstum hluta stjórnarflokkinn
með mismunandi glöðu geði. Hann tekur
ekki áhættur. Hagur hans er kannski ekki
nógu góður að eigin áliti, en hefur farið
batnandi. Hlutlausir embættísmenn ríkis-
ins leiða sannfærandi líkur að því í fjölmiði-
um að áframhaldandi stöðugleiki í stjórn-
arfari og Qármálum tryggi enn frekar hag
kjósandans. Hann kærir sig þá ekki um
kerfisbreytíngu með óljósum fyrirheitum
um stóra bónusvinninga. Það er klárt að í
slíku kerfi snúast kosningar um völd. Ann-
að hvort er kjósandinn að ákveða hveijir
ominn?
bendir til annars en ad
/
fékk Olaf Hannibalsson
skemmtilega um stjórnmál.
fara með völdin, ellegar þá að minnsta
kosti hverjir skuli ekki fara með þau.
í hinu engilsaxneska kerfi með ein-
menningskjördæmum er kjósandinn þar
að auki að gera upp á milli manna. Hann er
að velja sér persónulegan fulltrúa, sem
hann treystir. Fræðilega séð að minnsta
kosti eru ekki tíl nein “örugg sæti” í því
kerfi. I nútímafjölmiölunarsamfélagi er
þetta kerfi hins vegar straumlínulagað á
þann veg að finna trúverðugan leiðtoga
með sannfærandi liðsheild, sem nær að
sannfæra kjósandann um að á kjörtímabil-
inu verði hag hans séð borgið. Tony Blair
er gott dæmi um þetta. Tök forystu breska
Verkamannaflokksins hafa verið hert á öll-
um þeim fulltrúum hans sem aðstöðu hafa
til að kynna stefnu flokksins út á við, frávik
eru ekki liðin, liðsheildin er fyrir öllu og
þar skiptir leiðtoginn mestu. Reyndar fylg-
ir Tony Blair þar reyndri formúlu sem bar
góðan árangur. Margaret Thatcher ger-
bylti enska þjóðfélagskerfinu á 12 ára
valdatíð, þar sem Ihaldsflokkurinn var æv-
inlega í minnihluta með um 4043% at-
kvæða. Hvernig réttiæta Bretar það að
minnihlutinn getí tekið völdin og notað
þau tíl að gera byltingu, ef því er að skipta?
Meginröksemdin er sú, að kjósendur verði
að hafa glöggt val um hvern þeir vilji hafa
við völdin. Festa í stjórnarfari er höfuð-
atriði. Ábyrgðin verður að vera ljós. Sam-
steypustjórnir eru hryllingur að matí for-
ystumanna Breta í báðum stóru flokkun-
um, því að þá veit kjósandinn ekki lengur
hveijum hann er að refsa og hveijum að
umbuna. Til þess að stjórnarskipti séu rétt-
lætanleg þarf það að fara saman að hann
vantreysti stjórninni en treystí stjórnarand-
stöðunni. Þetta skiptí miklu meira máli en
að öll atkvæði séu jafngild.
Siðan er þriðja kerfið sem lítur á kosn-
ingar nánast sem skoðanakönnun um lifs-
skoðanir kjósenda. Hugmyndafræðin skipt-
ir miklu meira máli en framkvæmdin. I því
kerfi er höfuðáhersla á að öll atkvæði séu
jafngild. Flokkar eru gjarnan margir,
kannski 4 -12. Samsteypustjórnir regla
ffemur en undantekning. I stað stjórnar-
stefhu koma málamiðlanir og hrossakaup.
Kjósandinn getur engan krafið ábyrgðar í
kosningum og hann hefur engin áhrif á
hveijir taka höndum saman um stjórn
landsins. Kosningakerfið er þá líka gjarnan
fullkomið hlutfallskosningakerfi með land-
ið allt eitt kjördæmi. Allir reyndustu stjórn-
málamennirnir eru í „öruggum sætum“.
Kjósendur ná ekki til þeirra. Urslitin eru að
mestu fyrirfram ákveðin, nema hvað ein-
hveijar sveiflur tíl eða frá geta ráðið styrk
flokka til að komast í ríkisstjórn. Dæmi eru
til þess að smáflokkar geti haldið slíkum
rikisstjórnum í gíslingu með ógnþvingun-
um um lengri eða skemmri tíma, eins og
stjórnmálaflokkar rétttrúnaðargyðinga af
ýmsu tagi í Israel síðustu árin. Hitt getur
líka komið fyrir að stjórnarþátttaka
splundri smáflokki þegar hann neyðist til
að taka afstöðu til praktískra mála. Græn-
ingjar í Þýskalandi eru um þessar mundir í
slíkri klemmu, þegar utanrikisráðherra
þeirra verður að taka afstöðu til praktískra
mála í stríði NATO gegn Júgóslavíu.
Hvorki kosið um stefnur né menn Segja
má að hér á landi búum við í höfúðdráttum
við síðastnefnda kerfið, kerfi samsteypu-
stjórna, sem eru myndaðar eftir kosningar,
stundum þvert á þau skilaboð kjósenda
sem komu ffam í kosningunum. Dæmi um
það er að eftir kosningarnar 1978, þegar A-
flokkarnir unnu sinn stærsta sigur í sög-
unni, var það Framsóknarflokkurinn, sem
myndaði rikisstjórn, en hann hafði einmitt
beðið afhroð í þeim kosningum. Annað
mál er það að sú ríkisstjórn entíst ekki
nema árið og þá var kosið að nýju og sveifl-
an gekk tíl baka. Annars höfum við bara
haft eina hreina flokksstjórn við völd allar
götur frá fúllveldinu 1918, flokksstjórn
Framsóknarflokksins 1927-'31 með skil-
yrðislausum stuðningi Alþýðuflokksins.
Aðrar stjórnir hafa verið samsteypustjórn-
ir, með þeim undantekningum þó að
nokkrum sinnum hafa eins flokks minni-
hlutastjórnir setíð skamma hríð sem
starfsstjórnir, einkum í sambandi við
breytingar á kosningalöggjöfinni. Allar
breytingar á kosningalöggjöfinni hafa líka
verið í þá átt að jafna atkvæðavægi milli
flokka með kjördæmabreytingum og þá
um leið hefúr kosningakerfið þróast frá
einmenningskjördæmum í upphafi til lista-
kosninga í stærri kjördæmum. Þannig má
segja að meðan ekki eru stórfelldar sveifl-
ur í fylgi flokkanna sitji þorri þingmanna í
„öruggum sætum", að loknum uppstílling-
um eða prófkjörum innan flokkanna og að
kosningarnar sjálfar snúist aðeins um val á
örfáum þingmönnum og að ákvarða styrk-
leikahlutföllin milli flokkanna.
Þáttaskíl - upplausn fjórflokksins Það sem
helst telst til tíðinda í þessum kosningum
er upplausn fjórflokksins, sem markar þá
upphaf þriggja flokka kerfis þar sem Fram-
sóknarflokkurinn gegnir lykilhlutverki um
myndun stjórnar. Þótt vinstri grænir séu
líklegir tíl að ná að komast á laggirnar með
6-8% fylgi og fjóra, fimm þingmenn er það
alger eigindarbreytíng í stjórnmálunum ef
upp rís flokkur á vinstri væng með fylgi
sem slagar hátt í fylgi Sjálfstæðisflokksins,
en Framsókn verði í þriðja sætí.
Það virðist augljóst - og skoðanakann-
anir benda tíl hins sama - að Samfylkingin
getur alls ekki gert sér vonir um að ná
samanlögðu fylgi þeirra Ijögurra flokka
sem að henni standa. Auk vinstri-grænna
41