Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Side 47

Frjáls verslun - 01.03.1999, Side 47
ENDURSKOÐUN menn sé færður til þegar til hans er stofn- að. Að vísu kemur einnig önnur regla við sögu en hún gerir kröfu um að kostnaði sé jafnað á móti tekjum; það má t.d. vera ljóst að starfsmaður sem er hættur á engan þátt í tekjumyndun fyrirtækis jafnvel þótt enn sé verið að greiða honum laun. Kjarni málsins er sá, að heildarlaun til starfs- manna samanstanda af tvennu, þ.e. laun- um sem greidd eru þegar til þeirra er unn- ið á yfirstandandi ári og frestuðum launa- greiðslum eða eftirlaunum sem fyrirtæki eða stofnun þarf að greiða síðar. Hvort tveggja verður að færa til gjalda og skuld- ar í bókhaldi, þegar launarétturinn ávinnst, en greiðslan sem íyrirtækið innir af hendi eftir að starfsmaður lætur af störf- um gengur til lækkunar á áður færðri skuld. Ef greiðslan, þ.e. eftirlaunin, væri færð til gjalda við greiðslu væri verið að færa bókhald eftir greiðslugrunnsreglu en hún er ekki viðurkennd sem góð reikn- ingsskilavenja, enda tekst þá ekki með réttum hætti að jafna saman gjöldum á móti tekjum. Bankastjórar Það er með vísan til þess- ara reglna að færa verður beinar eftirlauna- skuldbindingar sem fyrirtæki og stofnanir kunna að hafa samþykkt að greiða. Líkleg- ast var það fyrst hjá bankastjórum rikis- bankanna að samið var um sérstakar eftir- launagreiðslur sem livíldu á bönkunum sjálfum, þ.e. enginn sérstakur lífeyrissjóð- ur var myndaður. Síðar hafa ýmis fyrirtæki gert samninga um eftirlaun til handa for- ráðamönnum sínum. Það eru bankaráð og stjórnir félaga sem hafa gert þessa samn- inga. Hjá ríkisbönkum, eins og opinber- lega hefur verið upplýst, fengu bankastjór- ar rétt til eftirlauna sem ávannst á 12 árum og komst í 90% af bankastjórakaupi, þ.e. 7,5% réttur ávannst fyrir hvert ár saman- borið við 2% hjá venjulegum bankamönn- um. Til skamms tíma voru reglurnar þannig að bankastjóri sem var 58 ára þeg- ar hann hóf störf hjá bankanum, fékk full eftirlaun þegar 70 ára aldri var náð. Ef út- borguð laun voru 700 þús. á mánuði á með- an hann gegndi starfinu, þá voru launin í raun og veru nærfellt helmingi hærri ef hann náði 82 ára aldri og var þá ekki tekið tillit til annarra eftirlaunaréttinda. A síð- ustu árum hafa verið gerðar breytingar sem dregið hafa úr þessum eflirlaunarétt- indum bankastjóra. Samningar sem stjórnir fyrirtækja hafa gert við forstjóra eru af svipaðri gerð. Þó er sá munur á að iðulega er forstjórinn sem stjórnarmaður eða stjórnarformaður og aðaleigandi að gera samning um laun við sjálfan sig. Dómstólar neituðu Það er álitamál hvort skuldbindingar af þessu tagi eigi að færa í bókhald, þrátt fyrir regluna um að færa skuli kostnað þegar til hans er stofnað. HVAÐ VARÐ UM 2 MILLJARÐA? Hér skýtur óneitanlega skökku við. Fyrst skuldin var greidd upp var hún skráð á 8 milljarða króna, en ef hún hefði ekki verið greidd upp, þá hefði Landssim- inn hf. sýnt 25% hærri skuld, 10 milljarða, í bókum sinum. Þetta misræmi stenst ekki skoðun reglna reikningshalds. LÍFEYRISSAMNINGAR VIÐ STARFSMENN Það er meginregla við gerð reikningsskila að kostnaður sé tærður þegar til hans er stofnað, hvort sem greiðsla hefur farið fram eða ekki. Það er í raun þessi regla sem krefst þess að kostnaður af lífeyrissamningum við starfsmenn sé færður þegar til hans er slofnað. EFTIRLAUN BANKASTJÓRA Liklegast var það fyrst hjá bankastjórum ríkisbankanna að samið var um sérstakar eftir- launagreiðslur sem hvildu á bönkunum sjálfum, þ.e. enginn sérstakur lífeyrissjóður var myndaður. AÐGÁT SKAL HÖFÐ Af þessu má Ijóst vera að eftir- launakostnaður stofnana eða fyr- irtækja sem tekist hafa á hendur þessa ábyrgð á lífeyrisgreiðslum er miklu hærri en þeirra fyrir- tækja sem eingöngu þurfa að greiða mótframlag i lifeyrissjóð starfsmanna. Það sem þessu veldur er óvissan um, hvort til greiðslunnar komi, því falli þessir aðilar ffá, fyrr en forsendur tryggingastærðffæð- ingsins gera ráð fyrir, er bókfærða skuldin augljóslega oftalin. Það var líklegast með hliðsjón af þessari óvissu sem dómstólar landsins neituðu fyrirtækjum um frádrátt vegna eftirlaunakjara forráðamanna fyrr en við greiðslu eftirlaunanna, þó að sú nið- urstaða dómstólana stríði að vísu gegn reglunni um að færa skuli kostnað þegar til hans er stofnað. Þetta var annað tilvikið þar sem fyrir- tæki og stofnanir geta haft eftirlaunaskuld- bindingar. Hitt tilvikið laut að því, að þess- ar aðilar kynnu að haía samþykkt að ábyrgjast greiðslur úr réttindatengdum líf- eyrissjóði. Nokkrir aðilar hafa gengist í slíka ábyrgð, t.d. ríkissjóður vegna Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins, bankar gagn- vart lífeyrissjóði bankamanna og sveita- sjóðir gagnvart lífeyrissjóðum starfs- manna. Þá hafa einnig nokkur fyrirtæki gert ámóta samninga, enda er þá yfirleitt um sérlífeyrissjóði að ræða fyrir starfs- menn viðkomandi fyrirtækis. Með sömu rökum og áður verður að færa þennan líf- eyriskostnað þegar hann fellur til hvort sem greiðsla hefur farið fram eða ekki. Tryggíngastærðfræðingar Til þess að reikna út skuldbindingar fyrirtækja og stolhana gagnvart lífeyrissjóðum, eða öllu heldur sjóðfélögum, þarf tryggingastærð- fræðingur að reikna út mismun á hreinni eign lífeyrissjóðs til greiðslu lífeyris og þeim greiðslum sem á eftir að inna af hendi lil að greiða lífeyri til sjóðfélaga. í þessu skyni þarf tryggingastærðfræðing- urinn að gefa sér alls kyns forsendur, sum- ar tryggingafræðilegar, eins og áætlaðan lífaldur sjóðfélaga, en aðrar íjármálalegar, eins og þá reiknivexti sem nota skal við svokallaða núvirðisfærslu framtíðar- greiðslna úr lífeyrissjóðnum. Sé því þannig farið að núvirði útgreiðslna úr líf- eyrissjóði sé hærra en hrein eign lífeyris- sjóðsins, þ.e. þær eignir sem hann hefur til ráðstöfunar, þá verður sá sem er ábyrgur fyrir mismuninum að færa hann til skuldar í bókhaldi sínu. í þessum tilvikum sam- anstendur lífeyriskostnaður stofnunar eða fyrirtækis af tvennu, þ.e. annars vegar af mótíramlagi á móti iðgöldum starfsmanna og hins vegar kostnaði vegna framtíðar- greiðslna inn í lífeyrissjóðinn til þess að hann geti staðið við greiðsluskuldbinding- ar sínar. Þennan kostnað verður að færa til gjalda í reikningsskil þegar hann fellur 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.