Frjáls verslun - 01.03.1999, Qupperneq 62
Einu sinni í viku funda eigendur Rúmfatalagersins meö öllum lykilmönnunum í rekstrinum. Talið frá vinstri: Agnes Geirsdóttir skrifstofustjóri,
Jóhannes Haukur Jóhannesson, verslunarstjóri í Hafnarfirði, Kristinn Þórir Ingibjörnsson, verslunarstjóri í Holtagörðum, Þór Jónsson, verslun-
arstjóri í Smáratorgi, Nils Brynjolvstorá rekstrarstjóri, Jákup Purkhus framkvæmdastjóri, Jákuþ Jacobsen eigandi, Guðrún Hafdís Arnljótsdótt-
ir, sem annast tollskjöl og fleira, og Egill Erlendsson, verslunarstjóri í Skeifunni.
í einu vildu allir vera hérna í hverfinu og
allir vildu leigja hérna. Þetta gengur vel og
betur en nokkur leið var að reikna út. En
þetta var auðvitað heilmikil áhætta en á
meðan maður er ungur er gaman að taka
áhættu.“
Velta tæpum tveimur milljörðum jakob á
sjálfur 4/5 í Rúmfatalagernum en félagi
hans, Jakob Purkhus, á 1/5. Samtals eru
starfsmenn fyrirtækisins yfir 150 á hverj-
um tíma og heildarvelta síðasta árs var
tæpir tveir milljarðar að Færeyjum og
Kanada meðtöldum.
Hver verslun er rekin sem sjálfstæð ein-
ing sem verslunarstjóri sér alfarið um. Yfir
öllu saman er rekstrarstjóri sem er einnig
Færeyingur, Nils Stora. Aðrir yfirmenn
eru íslendingar og íslenskur verslunar-
stjóri stýrirversluninni í Vancouver. Sjálfur
er Jakob yfir þessu öllu saman en segist lít-
ið hafa sótt stjórnunarnámskeið.
„Við höldum fund með verslunarstjór-
unum einu sinni í viku. Við fylgjumst
grannt með hverri fyrir sig og berum þær
saman hvað kostnað varðar.
Eg finn strax á mér hvort ég treysti
fólki eða ekki og ræð fólk í vinnu eftir því.
Þetta bregst mér aldrei. Eg treysti mínum
mönnum alveg og vil ekki skipta mér of
mikið af daglegum smáatriðum. Maður má
ekki vera að stressa sig of mikið. Það sem
ég kann að stjórna fólki lærði ég á sjónum
í gamla daga. Skipstjórinn fer ekki sjálfur
niður í lest en hann verður að geta treyst
því að þar sé allt gert sem þarf að gera og
á réttan hátt. Ef ég vil virkilega slappa af þá
fer ég niður í búð að vinna, þar fæ ég góð-
ar hugmyndir og tala beint við viðskipta-
vinina.“
Innan skamms mun risa 5.000 fermetra
viðbygging við Smáratorgið þar sem Bón-
us mun opna nýja matvöruverslun og fleiri
nýjar verslanir munu verða til húsa.
„Það á áreiðanlega eftir að ganga fínt.
Það hefur allt gerst miklu hraðar hér en
nokkur þorði að vona. Fyrst þorði enginn
að vera með en svo verða þáttaskil og eng-
inn þorir að vera ekki með.“
Flutti til islands fyrir fjórum árum Fyrstu
árin sem Jakob stóð í verslunarrekstrinum
bjó hann í Færeyjum og ferðaðist mjög
mikið á milli landanna eftir þörfum. Hann
gerði breytingu á sínum högum tyrir íjór-
um árum þegar hann fluttist ásamt Eriku
konu sinni og fimm börnum þeirra á aldr-
inumlO til 2 ára til íslands.
„Það er gott að búa hérna og ég var far-
inn að vera svo mikið hérna að okkur
fannst betra að flytja bara með alla fjöl-
skylduna. Fyrsta árið var svolítið erfitt en
nú kunna allir mjög vel við sig.
Islenskt samfélag hefur tekið gríðarleg-
um breytingum á þeim árum sem ég hef
starfað hér og mestar hafa breytingarnar
verið síðustu fimm árin. Það er ekki hægt
að bera saman nú og þá. Stærsta vandamál
Islendinga er, eins og Færeyinga; við miss-
um of mikið af unga fólkinu úr landi. Ef
I/mdon býður meiri lífsgæði þá flytur það
þangað.“
En hver verður framtíð Rúmfatalagers-
ins. Mun Jakob láta við það sitja að reka
Rúmfatalagerinn eða færa sig í aðrar
starfsgreinar?
„Rúmfatalagerinn er sérstakt konsept
sem ég vil fara varlega með. Það eru oft að
koma menn til okkar með ýmsar vörur
sem þeir vilja að við seljum en fyrst spyij-
um við alltaf hvort þær passi inn í Rúm-
fatalagerinn. Ef verslunarstjórinn segir nei
þá segjum við líka nei og við erum fljótir að
ákveða okkur.
Eg sé ekki tyrir mér að við fjölgum
verslunum hérna á íslandi. Við höldum
áfram að byggja upp verslanir annars stað-
ar í heiminum í samstarfi við aðra.
Það er erfitt að tjölga í tvær verslanir
þegar þú átt eina. Það er sennilega eins
erfitt eins og að fjölga verslunum úr fimm
í tíu.“
Jakob virkar ekki eins og heíðbundinn
forstjóri íyrirtækis sem er á íslenskan
mælikvarða orðið verulega stórt. Hann er
ekki með bindi og virðist vera afskaplega
rólegur.
„Minn vinnudagur er frekar opinn. Eg
hef tíma til þess að skipuleggja hluti fram í
tímann, fara á vörusýningar erlendis og
fleira skemmtilegt. Eg hef lært að skipu-
leggja mig og slaka á. Þegar maður eignast
tvær verslanir áttar maður sig á því að mað-
ur getur ekki verið á tveimur stöðum. Mað-
ur verður að geta treyst öðrum.
Þetta er þægilegt starf og mjög
skemmtilegt, sérstaklega þegar gengur
vel.“ BD
62