Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Side 64

Frjáls verslun - 01.03.1999, Side 64
Innflutningur frá Bandaríkjunum 1997 0 42% Bílar, vélar, tækl B 7% Efnavörur □ 12% Matvæli □ 2% Málmar, olíur, gas □ 10% hnvarningur H17% fmsar neytendav. ■ 7% Efnavörur SU 3% Anna> Þórður Magnússon, formaður Amerísk-íslenska verslunarráðsins, segir Norður-Ameríku vera einn mikilvœgasta markað Islendinga og mikilvægt sé að viðhalda rótgrónum viðskiptum þjóð- anna. „Samskipti þjóðanna hafa alltafverið góð. Þau byggja á djúþum og rótgrónum tengslum. “ FV-mynd: Geir Ólafsson. Einn mikilvægasti markaður íslendinga Þóröur Magnússon, framkvœmdastjóri hjá Eimskiþ og formaöur Amerísk-íslenska verslunar- ráösins, segir brýnt aö jafna samkepþnisstööu amerískra vara kérlendis! nslensk-ameríski viðskiptaklúbburinn, eins og hann hét í fyrstu, var stofnaður árið 1984. Fyrsti formaður hans var Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka. Síð- an tók Sigurður Helgason, núverandi forstjóri Flugleiða, við stjórn. Árið 1988 var klúbbnum breytt í Amerísk-íslenska verslunarráðið. Núverandi formaður Amerísk-ís- lenska verslunarráðsins er Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Eimskip, en hann hefur starfað með ráðinu ffá upphafi. Auk Amerísk-íslenska verslunarráðsins er Íslensk-ameríska verslunarráðið starf- andi en það var stofnað í New York árið 1986. Fyrsti formaður þess var Magnús Gústafs- son, forstjóri Coldwater, en núverandi for- maður er Jón Yard Arnarson, lögmaður í New York, sem er af íslenskum ættum. Bæði verslunarráðin hafa starfað af krafti á undan- förnum árum. Sameiginlega hafa þau staðið að stórum ráðstefnum til skiptis á Islandi og í Bandaríkjunum, síðast í Washington í október í fyrra. íslenskur fjármálamarkaður kynntur „Þessar ráðstefnur hafa bæði verið um al- menn viðskipfi landanna en einnig sér- hæíðari viðfangsefni, eins og fjárfestingar eða ferðamál. Þá hefur verið skipulagður vettvangur fyrir fyrirtækjahópa til að koma sér á framfæri. Þannig var skipulögð ferð fyrir íslenskar ijármálastoíhanir til Banda- ríkjanna í mars á síðasta ári, þar sem þær, ásamt Seðlabanka, fjármálaráðuneyti og Verðbréfaþingi, kynntu íslenska íjármála- markaðinn fyrir bandarískum verðbréfa- fyrirtækjum og bönkum. Einnig hafa verið skipulagðar heimsóknir fyrirtækja í Bandaríkjunum til Islands. Þá hafa gjarn- an verið haldnir nokkrir hádegisverðar- fundir árlega um áhugaverð efni. Fyrir- lestrarnir hafa bæði verið um almenn við- fangsefni í efnahagsstjórn og eins sértæk viðfangsefni einstakra starfsgreina og þannig höfðað til breytilegs hóps hverju sinni,“ segir Þórður. Jákvæður vettvangur Félagið er öflugt og það hefur haldið stórar ráðstefnur í gegn- um tíðina. Með tilkomu þeirra nýju milli- landaverslunarráða sem hafa verið stofh- uð á undanförnum árum hafa menn farið að fást meira við það sem snýr beint að viðskiptum á milli einstakra landa. „Eg lít svo á að gagnkvæm verslunarráð geti verið jákvæður vettvangur fyrir mál sem upp koma í viðskiptum eða samskiptum einstakra landa og heppilegur vettvang- ur til að skipuleggja fyrirlestra eða taka á einstökum viðfangsefnum í samskipt- um landanna. Verslunarráðin hafa ver- ið rekin undir verndarvæng og i nánu 64

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.