Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Qupperneq 64

Frjáls verslun - 01.03.1999, Qupperneq 64
Innflutningur frá Bandaríkjunum 1997 0 42% Bílar, vélar, tækl B 7% Efnavörur □ 12% Matvæli □ 2% Málmar, olíur, gas □ 10% hnvarningur H17% fmsar neytendav. ■ 7% Efnavörur SU 3% Anna> Þórður Magnússon, formaður Amerísk-íslenska verslunarráðsins, segir Norður-Ameríku vera einn mikilvœgasta markað Islendinga og mikilvægt sé að viðhalda rótgrónum viðskiptum þjóð- anna. „Samskipti þjóðanna hafa alltafverið góð. Þau byggja á djúþum og rótgrónum tengslum. “ FV-mynd: Geir Ólafsson. Einn mikilvægasti markaður íslendinga Þóröur Magnússon, framkvœmdastjóri hjá Eimskiþ og formaöur Amerísk-íslenska verslunar- ráösins, segir brýnt aö jafna samkepþnisstööu amerískra vara kérlendis! nslensk-ameríski viðskiptaklúbburinn, eins og hann hét í fyrstu, var stofnaður árið 1984. Fyrsti formaður hans var Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka. Síð- an tók Sigurður Helgason, núverandi forstjóri Flugleiða, við stjórn. Árið 1988 var klúbbnum breytt í Amerísk-íslenska verslunarráðið. Núverandi formaður Amerísk-ís- lenska verslunarráðsins er Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Eimskip, en hann hefur starfað með ráðinu ffá upphafi. Auk Amerísk-íslenska verslunarráðsins er Íslensk-ameríska verslunarráðið starf- andi en það var stofnað í New York árið 1986. Fyrsti formaður þess var Magnús Gústafs- son, forstjóri Coldwater, en núverandi for- maður er Jón Yard Arnarson, lögmaður í New York, sem er af íslenskum ættum. Bæði verslunarráðin hafa starfað af krafti á undan- förnum árum. Sameiginlega hafa þau staðið að stórum ráðstefnum til skiptis á Islandi og í Bandaríkjunum, síðast í Washington í október í fyrra. íslenskur fjármálamarkaður kynntur „Þessar ráðstefnur hafa bæði verið um al- menn viðskipfi landanna en einnig sér- hæíðari viðfangsefni, eins og fjárfestingar eða ferðamál. Þá hefur verið skipulagður vettvangur fyrir fyrirtækjahópa til að koma sér á framfæri. Þannig var skipulögð ferð fyrir íslenskar ijármálastoíhanir til Banda- ríkjanna í mars á síðasta ári, þar sem þær, ásamt Seðlabanka, fjármálaráðuneyti og Verðbréfaþingi, kynntu íslenska íjármála- markaðinn fyrir bandarískum verðbréfa- fyrirtækjum og bönkum. Einnig hafa verið skipulagðar heimsóknir fyrirtækja í Bandaríkjunum til Islands. Þá hafa gjarn- an verið haldnir nokkrir hádegisverðar- fundir árlega um áhugaverð efni. Fyrir- lestrarnir hafa bæði verið um almenn við- fangsefni í efnahagsstjórn og eins sértæk viðfangsefni einstakra starfsgreina og þannig höfðað til breytilegs hóps hverju sinni,“ segir Þórður. Jákvæður vettvangur Félagið er öflugt og það hefur haldið stórar ráðstefnur í gegn- um tíðina. Með tilkomu þeirra nýju milli- landaverslunarráða sem hafa verið stofh- uð á undanförnum árum hafa menn farið að fást meira við það sem snýr beint að viðskiptum á milli einstakra landa. „Eg lít svo á að gagnkvæm verslunarráð geti verið jákvæður vettvangur fyrir mál sem upp koma í viðskiptum eða samskiptum einstakra landa og heppilegur vettvang- ur til að skipuleggja fyrirlestra eða taka á einstökum viðfangsefnum í samskipt- um landanna. Verslunarráðin hafa ver- ið rekin undir verndarvæng og i nánu 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.