Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 23
FORSÍÐUGREIN
V Tilboð innan seilingar? Sá mótleikur ríkisins, sem
Davíð Oddsson forsætísráðherra hefur orðað í fjöl-
i' miðlum, að selja afganginn í FBA, 51% hlut ríkisins, í
einu lagi hefur vakið upp þá spurningu hver verði lík-
legur kaupandi. Þegar hafa menn leitt að því getum í
k ijölmiðlum að lífeyrissjóðirnir verði þar áberandi
þátttakandi — en bent hefur verið á að þeir séu sterk-
ustu Ijárfestarnir á markaðnum og þar sé eignaraðild
dreiið. Eitt er víst; Davíð er búinn að bjóða upp í dans
og segja mönnum að hann sé tilbúinn að dansa komi
tilboð. Flestir veðja á að hann selji hlutinn í einkasölu
, en ekki í útboði; velji þann hóp sem hann vill að
kaupi bankann. Líklegt er að á bak við tjöldin sé núna
verið að mynda hóp sterkra fjárfesta um að kaupa af-
ganginn í einu lagi. Ýmsir hafa spurt sig að því hvort
Sigurður Gísli Pálmason eða Burðarás, ijárfestingar-
► félag Eimskips, verði í þeim hópi og telja flestir það
ólíklegt. Burðarás hafi t.d. aldrei haft áhuga á FBA
og auk þess væri það ekki pólitískt snjallt af Davíð að
, selja þessum aðilum hlutinn miðað við bramboltið
sem á undan er gengið. Bent hefur verið á í blaða-
greinum að þar sem FBA er skráður á Verðbréfa-
þingi yrði kaupandi að meirihlutanum, hlut ríkisins,
samhliða að gera minnihlutaeigendum tilboð í þeirra
i hlut líka. Með því að afskrá FBA á Verðbréfaþingi
tímabundið mun þó vera hægt að komast hjá því að
gera minnihlutaeigendum tilboð. Slík afskráning
1 yrði vægast sagt sérstök æfing af hálfu ríkisins. En
hvað er rétt gengi bréfa í FBA og hvaða gengi er lík-
legt að boðið verði í meirihlutaeign ríkisins og þar
> með yfirráð í bankanum. Margir telja nefnilega að
gengið 2,81, sem var verðið til Orcunnar SA, sé of
hátt nema að bankinn komi með nýjungar í rekstri
, eða þá að honum verði skellt saman við aðra ijár-
málastofnun og hagræðingu þannig náð fram í
rekstrinum.
Sameiníng banka Ýmsir hafa velt því fyrir sér
hvort gauragangurinn, hávaðinn og lætin sem orðið
hafa út af sölu sparisjóðanna til Orcunnar SA, sé
angi af stærra máli sem áður hefur verið í brenni-
depli; nefnilega sameiningu bankanna. Hver á að
sameinast Búnaðarbankanum og hver Landsbankan-
um? Lengi hefur verið vitað um áhuga Islandsbanka-
manna á Búnaðarbankanum. FBA-málið hefur hins
vegar orðið til þess að sífellt fleiri hallast að þeirri
skoðun að hugsjónir um dreiíða eignaraðild að bönk-
unum fái ekki staðist til lengdar því það sé markaðar-
ins að annast þá dreifingu sé jarðvegur íyrir henni. A
endanum hljóti eignarhlutar í bönkunum að leita til
þeirra sem hafa áhuga á að kaupa þá. Og fyrst fáir
hafa orðið trú á að hægt sé að negla niður dreitða
eignaraðild í lög má auðvitað spyrja sig að því hvort
ekki sé þá eina vitið að selja hluti ríkisins í viðskipta-
bönkunum tveimur, Búnaðarbanka og Landsbanka, í
einu lagi, eins og allt útlit er fyrir að gert verði með
51% hlut ríkisins í FBA. Vangaveltur varðandi sölu
þessara hluta eru miklar. Rætt er um að pólitískur
vilji sé fyrir því að Islandsbanki sameinist Lands-
banka en talið er að íslandsbankamegin sé það ekki talinn álitlegur kostur,
a.m.k. ekki á meðan að Landsbankinn eigi helminginn í tryggingafélaginu VÍS
— og hvað þá þegar vitað er um meiri áhuga Islandsbanka á Búnaðarbankan-
um. Sumir velta því fyrir sér hvort Landsbankinn verði látinn kaupa 51% hlut
ríkisins í Fjárfestingarbankanum — annað eins hafi gerst á þeim bænum.
Sömuleiðis útilokar enginn erlenda banka þegar rætt er um einkavæðingu
bankanna. FBA-málið hefur því á margan hátt galopnað stöðuna og leitt inn ný
sjónarhorn um framhaldið. Mikilvægt er hins vegar að stjórnvöld hviki ekki ffá
því markmiði sínu að selja viðskiptabankana tvo svo keppni á þessum markaði
sé á jafnréttisgrundvelli og án ríkisafskipta.
Kaup á tyriltækjum FBA-málið hefur vakið upp ýmsar fleiri spurningar. Ein
þeirra, sem almenningur spyr sig hvað mest að núna, er hvernig menn, sem
hugsanlega eru skuldsettir fýrir vegna fyrri kaupa á fýrirtækjum, geti að því er
virst keypt hluti í nýjum fyrirtækjum aftur og aftur án nokkurra vandræða —
og að því er sýnist án þess að koma með umtalsvert nýtt eigið fé eða selja aðr-
ar eignir sem þeir eiga. Vissulega er hægt að skuldsetja sig stöðugt og taka lán
fyrir hlutabréfakaupum með því að setja hlutabréfin sjálf að veði. En hættan er
sú að einn daginn sé boginn spenntur of hátt í hita Matador-leiksins og þá geta
spilaborgir hrunið. Agengast er líka að stofnuð séu Qárfestingarfclög utan um
nánast hveija íjárfestingu til að koma í veg fýrir að ein misheppnuð fjárfesting
dragi aðrar niður hjá viðkomandi. En almenna reglan er sú að eftir því sem fjár-
festar hætta minna af eigin fé því líklegri séu þeir til að spenna bogann hátt.
Davíð ræður ferðinni Ýmsir spyija sig núna að því hvernig framhaldið verði
í FBA-málinu. Eitt er víst; Davíð Oddsson forsætisráðherra ræður ferðinni um
einkavæðingu bankans úr þessu þótt sala bankans falli undir Finn Ingólfsson
viðskiptaráðherra sem er fagráðherra á sviði bankamála. Framhaldið í málinu
virðist blasa við; það er að hópur fjárfesta, líklegast með lífeyrissjóðina innan-
borðs og í forystu, undirbúi núna að tjaldabaki tilboð í 51% hlut ríkisins í bank-
anum og að hann verði seldur í einkasölu. Það er bomban sem flestir telja að
falli í þessum ótrúlega FBA-farsa á næstunni! ffij
23