Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Síða 55

Frjáls verslun - 01.07.1999, Síða 55
Kristinn Þórarinsson við rafsuðu. Jeþpakerra smíðuð hjá Víkurvögnum. þannig að ekki næði vindur undir hann. Vagninn sjálfurer 2,10 m á lengd og 1,45 m á breidd ótjaldaður en tjaldið 15 fm uppsett og vegur um 300 kg. Með þenn- an vagn er hægt að fara um allt landið." Húsgögn og fylgihlutir Fleiri tegundir vagna eru seldir hjá Víkurvögnum og má nefna Holtkamper Flyer, og Holtkamper Astro sem margir kannast við en þeir eru mjög sterkir og vandaðir og þola fslenskar aðstæður. „Það má heldur ekki gleyma húsgögnum og viðlegubúnaði, einnig fylgihlutum sem við eigum til í miklu úrvali. Við eigum líka nær alla varahluti sem þarf í tjaldvagna þá og kerrur sem fást hér á landi. Okkar helsti samkeppnisaðili er innflutningurinn, en við erum bara með miklu betri vöru og vandaðri og erum fyllilega samkeppnishæfir í verði," segir Þórarinn. Reglum ehhi framfylgt Þórarinn er ósáttur við þróunina í öryggiseftirliti varðandi aftanívagna og tengibúnað bifreiða „Þetta var miklu strangara og meira lagt upp úr því að fylgja reglugerðum þegar Bifreiðaskoðun íslands var og hét," segir hann. „Nú, þegar eftirlit með bifreiðum og vögnum hefur færst í hendur margra aðila og enginn einn hefur yfirlit yfir málið, þá er það undir hælinn lagt hvernig til tekst. Það eru ekki lengur teknar stikkprufur og þær gegnumlýstar eins og var áður og afleið- ingarnar af þessum breytingum eru vægast sagt slæmar. Sem dæmi get ég sagt frá því að ég kom að stórslysi fyrir nokkru þar sem fellihýsið var af svipaðri þyngd og bíllinn og var ekki með bremsur. Beislið var ekki nógu sterkt fyrir felli- hýsið og það brotnaði, afleiðingarnar voru þær að fellihýsið þeyttist á tvo aðra bila sem voru á veginum. Beislið hafði verið heimasmíðað af mikilli vankunáttu og þoldi engan veginn álagið. Þarna þarf að koma til ábyrgðar skoðunarstöðva sem eiga að stöðva svona lagað, enda mannslíf í veði." Ég tel að tryggingarfélög eigi að skipta sér meira af örrygismálum varðandi útbúnað á dráttarbeislum, kerrum og vögnum. Það skapaði kannski meira aðhald fyrir skoðunarstofurnar. Ég er alls ekki að setja út á skoðunarstöðvarnar sem slík- ar heldur er málið það að þar vinna skoðunarmenn sem hvorki hafa þekkingu né menntun til að meta hvort dráttarbeisli séu rétt smíðuð. Eins á við um kerrur. Þetta er mjög alvarlegt mál sem þarf að komast í fyrra horf sem allra fyrst." B3 Dvergshöfða 27 • 112 Reykjavík • S: 577 1030 • Fax: 577 1099 nk. VÍKURVAGNAR EHF. Knstinn Þórarinsson er dráttarbeislahönnuður Víkur- vagna og beislasmiður. Kristinn Gestsson og Sigurgeir Þórðarson sölumenn ásamt Þórarni Kristinssyni, forstjóra Víkurvagna.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.