Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 27

Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 27
NÆRMYNO Stjórnar af festu og öryggi Finnur hefur þótt reka fyrirtækið af festu og öryggi og beitt við það hljóðlátum og stilltum stjórnunarstíl sem einkennist af varkárni og stefnufestu. Með því að taka að sér formennsku í nýjum og afar öflugum samtökum atvinnulífsins er hann óneitanlega að skipta um starfsvettvang að vissu leyti. fót til London þar sem hann lærði þjóðhag- fræði við London School of Economics um tveggja ára skeið. Sú fræðigrein féll hon- um vel í geð og flaug hann vestur um haf og hélt áffam námi við Florida State Uni- versity. Hann lauk Ph. D. prófi í þjóðhag- fræði þaðan áriðl984 og var stundakennari í þjóðhagfræði við sama skóla tvo vetur með námi. Starfsferillinn: Finnur fékkst við ýmis störf eftir að hann kom heim frá námi. Hann var hagfræðingur Verslunarráðs ís- lands 1983 til 1987, ritstjóri Vísbendingar hjá Kaupþingi 1987 til 1990 og stundakenn- ari við viðskipta- og hagfræðideild HI1987 til 1989. Auk þess að ritstýra Vísbendingu ritaði hann fastan dálk um efnahagsmál í News ffom Iceland 1984 til 1989. Það má segja að þáttaskil hafi orðið á starfsferli hans 1990 þegar hann tók við starfi forstjóra Nóa-Síríus sælgætisgerðar- innar af ífænda sínum Kristni Björnssyni, sem nú stýrir Skeljungi. Kristinn og Finn- ur eru bræðrasynir. Nói-Síríus er tæplega 80 ára gamalt fjöl- skyldufyrirtæki sem er 85% í eigu afkom- enda Hallgríms Benediktssonar stórkaup- manns, afa Finns. Ásamt því að gegna starfi forstjóra þar hefur Finnur sinnt ýms- um störfum í viðskiptalífinu, s.s. setið í stjórn H. Benediktsson hf. frá 1990, í stjórn Ræsis frá 1992, Áburðarverksmiðju ríksins 1994 til 1997, Útflutningsráðs íslands 1995 til 1998 og Verslunarráðs íslands frá 1995. Hann hefur verið formaður Háskólaráðs Viðskiptaháskólans í Reykjavík frá stofnun hans í fyrra. Hann mun áfram gegna starfi forstjóra Nóa-Síríus þótt hann taki að sér formennsku hinna nýju samtaka. Fjölskyldan: Sambýliskona Finns er Steinunn Kristín Þorvaldsdóttir mennta- skólakennari, f. 1953. Steinunn er dóttir Þorvalds Agústssonar, féhirðis við emb- ætti ríkisféhirðis, og konu hans, Elínar Dungal. Hann hefur ekki verid árum. Finnur og Steinunn búa við Strýtusel í Breiðholti ásamt þremur börnum sínum, þeim Elísabetu, Kára og Geir. I tómstundum sínum er Finnur heima- kær, sumir segja allt að því værukær. Þau hjónin stunda bæði líkamsrækt og Finnur er í ágætu formi. Hann stundaði mikið körfubolta á sínum yngri árum og keppti með meistaraflokki IR. Hann lagði körfu- boltann á hilluna upp úr tvítugu, spilaði talsvert tennis á námsárum sínum í Amer- íku en í dag lætur hann duga að mæta í World Class. Vinirnir: Finnur er hluti af stórri fjöl- skyldu sem er samheldin og margir vina Finns eru jafnframt frændur hans. Hall- grímur, bróðir hans, er lítið eldri og einnig mætti nefna Kristinn Björnsson í Skelj- ungi, Benedikt Jóhannesson í Talnakönn- un ogfleiri. Finnur er félagi í 7 manna klúbbi sem á það sameiginlegt að hafa numið við LSE, London School og Economics, og er kall- aður LSE Luncheon Society og hiltist vikulega á Oðinsvé yfir veturinn. Þarna eru auk Finns, Ólafur Harðarson, dósent við HI, Ólafur Isleifsson, ffamkvæmda- stjóri alþjóðasviðs Seðlabanka, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri peninga- sviðs Seðlabanka, Sigurður Snævarr, hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, Albert Jónsson, deildarstjóri í forsætisráðuneyt- inu, og Gunnar Helgi Kiistinsson, prófess- or við HÍ. Ætla má að í þessum hópi séu þjóðfé- lagsmál og efnahagsmál oft krufin til mergjar og í þessu félagi hefúr Finnur þá sérstöðu að vera sá eini sem er ekki opin- ber starfsmaður. Hvert ætlar Finnur? Finnur hefur þótt reka fyrirtækið af festu og öryggi og beitt við það hljóðlátum og stilltum stjórnunar- stíl sem einkennist af varkárni og stefnu- festu. Með því að taka að sér formennsku í nýjum og afar öflugum samtökum atvinnu- lífsins er hann óneitanlega að skipta um starfsvettvang að vissu leyti. Stjórnun samtaka reynir á allt aðra þætti stjórnunar en stjórnun fyrirtækis. Formaður samtaka sem mikið eru í sviðs- ljósi ljölmiðla og vitund almennings þarf að beita aðferðum sem þekktar eru úr heimi stjórnmála til þess að sætta ólík sjónarmið og halda samtökunum saman sem einni sterkri heild. Þannig má segja að þetta sé hápólitískt starf. Þótt Vinnuveitendasambandið sé stærstí aðili hinna nýju samtaka og sam- staða þess við LÍÚ sé trygg hefur löngum verið lítið samstarf milli VSÍ og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna. Þar er að að finna andstæð öfl sem nýr formaður þarf að sætta. Það fer því ekki hjá þvi að menn velti vöngum yfir því hvort þessi vistaskipti séu vísbending um aukinn áhuga Finns á þátt- töku í stjórnmálum. Benda má á að hann er hluti stórrar ættar sem hefúr umtals- verð ítök innan Sjálfstæðisflokksins. Faðir hans, Geir Hallgrímsson, var foringi flokksins og svipmikill stjórnmálamaður á sínum tíma og Finnur hefur menntun og reynslu sem mörgum hefúr reynst hald- gott veganesti í stjórnmálum. Dagleg framkoma Finnur er fáskiptinn og ekld orðmargur í daglegri framgöngu og það kom mörgum sem þekkja hann á óvart þegar hann sóttist eftir starfi for- stjóra Nóa-Sírusar. Fram að því var hann talinn hafa meiri áhuga á fræðimennsku á sviði hagfræði. Hann kom síðan mönnum aftur á óvart þegar hann tók að sér það starf sem hann nú gegnir. Þannig er það ef til vill smátt og smátt að koma í Ijós að sá sem var álitinn feiminn fræðimaður er í rauninni stefhufastur og ákveðinn stjórnandi sem lumar á talsverð- um pólitískum metnaði. Aðrar raddir segja að Finnur hafi engan pólitískan metnað og líti ekki á feril föður síns sem fordæmi heldur líti hann fyrst og fremst á formennsku samtakanna á fagleg- um grunni og muni nálgast verkefnið með þeim hætti. I hans augum sé þetta fyrst og fremst áhugavert verkefni og ákveðin upp- hefð sem feli í sér mikla traustsyfirlýsingu en alls ekki pólitískur stökkpallur. S3 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.