Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN
Orðstír deyr aldrei
Það er trúlega algert einsdæmi að forsætis-
ráðherra fari slíkum hamförum gegn einu fyrir-
tæki vegna hlutabréfaviðskipta á frjálsum
markaði eins og Davíð Oddsson hefur gert
gagnvart Kaupþingi að undanförnu — og hefur
fýrirtækið tæplega lent í öðrum eins hremm-
ingum í farsælli sögu sinni. Engum dylst að
Davíð er ævareiður út í fyrirtækið og eigendur
þess, sparisjóðina, fyrir að hafa selt Jóni Olafs-
syni í Skífunni og fleirum athafnamönnum hlut
Scandinavian Holding í Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins, FBA, og samið við þá í leiðinni um
að mynda nýjan meirihluta í FBA nái sparisjóð-
irnir að kaupa stóran hluta til viðbótar af afgangnum, 51% hlut
ríkisins, og sameina FBA og Kaupþing í kjölfarið undir forystu
Kaupþings. Ýmislegt í aðdraganda málsins, sem ítarlega er Ijall-
að um á öðrum stað hér í blaðinu, hefur einnig farið fýrir brjóst-
ið á forsætisráðherra. Hann segir að kaup Jóns Olafssonar og
félaga á FBA-bréfum sparisjóðanna séu búin að eyðileggja fyrir
ríkinu að stærstum hluta þau hlutabréf sem eru í eigu þess —
nema ríkið bregðist við af hörku. Þar á hann við það að ríkið
selji meirihlutann til eins aðila þannig að Jón Olafsson og félag-
ar komist ekki í ráðandi stöðu í bankanum og nái ekki að sölsa
hann undir sig. Reynslan sýnir að Davíð Oddsson tapar aldrei
slag eins og þeim sem hann er núna kominn í.
Jón Ólafsson Þessi deila er athyglisverð vegna þess að hún
gengur út á orðstír manna og orðspor, traust. Davíð metur stöð-
una svo að orðstír Jóns Olafssonar í Skífunni, Jóns Asgeirs Jó-
hannessonar, forstjóra Baugs, Þorsteins Más Baldvinssonar,
forstjóra Samherja, og Eyjólfs Sveinssonar, hjá Frjálsri íjölmiðl-
un, sé með þeim hætti að almenningur og menn í viðskiptalífinu
hafi ekki tiltrú á bankanum með þá félaga í ráðandi stöðu innan
hans og vilji því ekki íjárfesta í honum! Spyrja má sig að því
hvort þekkt harka þessara manna í viðskiptum sé byrjuð að
vinna gegn þeim. Sá fjórmenninganna sem ör-
ugglega er hvað umdeildastur er Jón Olafsson í
Skífunni. Fram hjá því verður ekki litið að ótrú-
lega margir í athafnalífinu sem átt hafa við hann
viðskipti hafa illan bifur á honum — og á pólitík
þar ekki hlut að máli. Þótt hann hafi sölsað und-
ir sig Stöð 2 með því að kaupa flesta aðra hlut-
hafa út má ekki horfa fram hjá því að þeir hinir
sömu vildu selja honum hlutabréfin á verði sem
þeir sættu sig við og hafa fengið greiðslur fýrir
að fullu! Þótt almannarómur sé sterkur verða
menn að gæta þess að stunda ekki nornaveiðar
í íslensku samfélagi; menn mega ekki fá nafnið
Jón Olafsson og slæma ímynd þess á heilann — og fara á taug-
um! Traust er hins vegar það sem skiptir fjármálastofnanir
mestu máli og stjórnvöld ráða auðvitað hverjum þau selja bank-
ann — svo fremi sem þau gæta þess að hámarksverð fáist.
ímyntf hinna En það er ekki bara að margir lfti það hornauga
að jafhumdeildur maður og Jón Ólafsson sé í ráðandi stöðu inn-
an FBA heldur virðist sem ímynd þeirra Þorsteins Más Bald-
vinssonar, Jóns Asgeirs Jóhannessonar og Eyjólfs Sveinssonar
sé heldur ekki upp á það besta á meðal manna í viðskiptalífinu.
Þannig hefúr verið nefnt að FBA hafi fýrsta veðrétt í öllum sjáv-
arútvegsfýrirtækjum landsins og að innan sjávarútvegsins líði
mönnum ekki of vel að hafa Þorstein Má innanborðs í bankan-
um og að honum berist vitneskja um veikleika fýrirtækja á und-
an öðrum — eða hvað þau kunni að hafa á pijónunum í rekstri
sínum. Þá hefur verið bent á að Eyjólfur Sveinsson sé stjórnar-
formaður HB á Akranesi og að sömu rök gildi um veru hans
þarna og Þorsteins Más.
Imynd Jóns Ólafssonar hefúr um árabil verið afar veik innan
atvinnulífsins. Versnandi ímynd hinna er hins vegar íhugunar-
efni fyrir þá og þau fyrirtæki sem þeir leiða. Orðstír deyr aldrei!
Jón G. Hauksson
Stoftiuð 1939
1 fj L.f/j
Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 61. ár
Sjöfn I’áll Ásgeir
Sigurgeirsdóttir Ásgeirsson
auglýsingastjóri blaðamaður
Geir Ólafsson Kristín Ágústa Ragnars-
Ijósmyndari Bogadóttir dóttir grafískur
Ijósmyndari hönnuður
RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir
BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson
IJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir
UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir
ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf.
ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greilt er með
kreditkorti
IAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,-
DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 561 7575
FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafíkhf.
LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir
RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSIA:
Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is ISSN 1017-3544
6