Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 58
Ogamalli dæmisögu eftir Hans Christian Andersen er sagt frá einni Qöður sem varð að fimm hænum. Þar segir frá því hvernig stað- reyndir geta afbakast í umfjöllun. Mörg fyrirtæki verða fyrir því á sínum ferli að slæm tíðindi berast úr herbúðum þeirra eða þau verða fyrir skakkaföllum sem geta leitt til þess að kaupendur vöru eða þjón- ustu missa alla trú á vörum og þjónustu þess. Þá getur skipt höfuðmáli að fyrirtæk- ið hafi aðgang að fagmannlegri ráðgjöf um það hvernig halda eigi á málum. Sérfræð- ingar á sviði almannatengsla skipuleggja aðgerðir/viðbrögð fyrirtækja sem verða fyrir áföllum og ráðleggja þeim um mál- flutning, upplýsingagjöf og framkomu. I sem fæstum orðum: Fyrirtækjum er ráð- lagt hvað eigi segja og hvenær eigi að þegja. Fjaðralok á Ásmundarstöðum Það varð gífurlegt fjaðrafok austur á Asmundarstöð- um á Rangárvöllum í júlí í sumar þegar birtir voru í Qölmiðlum safaríkir bitar úr skýrslu heilbrigðiseftirlitsmanna sem töldu margt í starfsemi búsins bijóta í bága við heilbrigðisreglur, ef ekki beinlín- is stofna lífi neytenda í hættu. Þetta var þegar í stað sett í samband við aðvaranir Landlæknisembættisins um gífurlega auk- inn fjölda sýkinga af völdum campýlóbakt- ersýkla sem finnast í kjúklingum. Landlæknir lýsti því síðan yfir að aðvar- anir embættisins tengdust ekki þessu til- tekna máli heldur væri tilviljun að þær hefðu komið fram á sama tíma og As- mundarstaðaskýrslan varð opinber. Fjöldi sýkinga af völdum þessa campýlóbakter, sem fáir eða engir höfðu til þessa heyrt nefiidan, var 255 tilfelli fyrstu sex mánuði ársins 1999 en hafði verið um 50 tilvik ár- lega fyrri hluta áratugarins. Mörgum brá þegar auglýsingar frá Landlækni birtust þar sem fólk var minnt á að allt ið- aði af lífi í eldhúsum landsins. Athygli kemur lil sögunnar Fréttir um svarta skýrslu Heil- brigðiseftirlits Suðurlands um umhverfismál á Asmund- arstöðum birtust í fréttatímum beggja sjónvarps- stöðva 22. júlí sl. og undir miðnætti þetta kvöld bárust Atla Rúnari Halldórssyni, starfsmanni almannatengslafýrirtækisins Athygli, skila- boð um að hringja í Bjarna Asgeir Jóns- son, framkvæmdastjóra Reykjagarðs, sem rekur kjúklingabúið á Asmundar- stöðum. Erindi Bjarna Asgeirs var að fá aðstoð við að bregðast við ótíðind- unum til að draga sem kostur væri úr skaðanum sem við blasti þá þegar að umfjöllun þessi myndi valda fyrirtæki hans. „Við vorum bara tveir sem héldum lýrirtækinu gangandi á þessum tíma, hinir starfsmenn- irnir voru allir í sumarleyfi. Erfitt var því um vik að bæta á sig áhlaupsverkefiii, sem augljóslega var ekki smátt í sniðum, en mér þótti málið afar áhugavert og ég stóðst ekki freistinguna," segir Atli Rúnar. Hann byrjaði á því daginn eftir að hitta framkvæmdastjórann og síðar aðra stjórnendur búsins til að kynna sér starf- semi Ásmundarstaða og Reykjagarðs og las allt sem hann komst yfir um campýló- bakter. Hér þurfti að hafa hraðar hendur því, eins og Atli Rúnar bendir á, skipta fyrstu viðbrögð yfirleitt mestu máli þegar áföll dynja yfir fyrirtæki. „Eg reyndi eins fljótt og auðið var að greina í grófum dráttum styrkleika og veikleika í máli heilbrigðisfulltrúanna annars vegar og stöðu fyrirtækisins hins vegar til að skipuleggja vörnina og til að finna einhver sóknarfæri. Miklu máli skiptir líka að ákveða hver talar fyrir hönd fyrirtækisins og hvað sá segir. Það er afar Kjúkl- inganeysla hefur dregist saman í kjölfar mikill- ar umræöu um campýlóbakt- ersýkingar. Svo virðist sem neytend- urgeri ekki greinarmun á einstökum vöru- merkjum heldur sniðgangi vöruna í heild. TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson MYNDIR: Geir Ólafsson 58 Krísustjórnun er fag innan stjórnunar I kjúklingamálinu réð búið á Asmundarstöðum, almannatengslajyrirtœkið Athygli til að aðstoða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.