Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 66

Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 66
Gróa Ásgeirsdóttir hafði umsjón með fegurðarsamkeppnum árum saman en starfar nú hjá markaðsdeild Flugfélags íslands og veiðir lax í tómstundum sínum. FV-mynd: Geir Olafsson. Flugfélagi Islands kkar meginverkefni um þess- ar mundir er að kynna fyrir markaðnum nýja þjónustu þar sem Flugfélag Islands vill einkum höfða til fyrirtækja og þeirra farþega sem ferðast mikið í viðskiptaerindum innanlands og vilja t.d. fara fram og til baka sama daginn. Góð ferðatíðni ger- ir það mjög auðvelt.“ TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Gróa Ásgeirsdóttir er verkefna- stjóri í markaðsdeild Flugfélags Is- lands og þannig lýsir hún kjarnanum í helsta verkefni deildarinnar um þess- ar mundir. Það er ekki þannig að verið sé að búa til fýrsta farrými eða Saga Class um borð í Fokkernum því til þess er varla aðstaða og flugleiðir innanlands yfirleitt styttri en svo að ráðrúm gefist til að veita mikla þjónustu um borð. Þess vegna er reynt að koma tíl móts við þarfir viðskiptafarþega eftir öðr- um leiðum. „Þeir sem nýta sér þessa þjónustu þurfa ekki að bíða í röð eftír miðanum heldur fara beint í innritun 15 mínútum fyrir brottför enda fýrirtæki yfirleitt búin að ganga frá miðanum áður. Farþegar hafa for- gang á biðlistum og geta breytt bókunum eftir þörfum án þess að greiða aukalega fyrir það. Flest- ir afsláttarmiðar eru háðir ýmsum skilyrðum en þessi þjónusta er án skilyrða. Flugfélag íslands hefur í tengslum við þessa nýj- ung boðið einstaklingum og fýrirtækjum að gerast handhafar sérstakra greiðslukorta, svokallaðra Flugkorta, sem það gefur út í samvinnu við Europay. Handhafar Flugkorts fá send viðskiptayfirlit reglulega þar sem sjá má útlagðan ferðakostnað og önnur viðskipti við samstarfsaðila Flugkortsins á tímabilinu. Hagræðið af þessum kortum er mikið því með þessu er fýrirtækjum í reikningsviðskipt- um við Flugfélag íslands gert mun auðveldara að fýlgjast með hinum ýmsu kostnaðarþáttum sem fýlgja ferðalögum starfsmanna. Flugkortið má nota að vild hjá öllum þeim sem að kortínu koma. Um hver mánaðamót er greiddur afsláttur inn á reikninginn sem nemur 10 til 35%. „Stórum fýrirtækjum þar sem margir starfs- menn ferðast víða finnst þessi þjónusta afar þægi- leg því þarna sést í sjónhending hver ferðast hvert og til hvers.“ Með haustinu verður síðan fyrirtækjum boðið upp á sérstaka nýjung sem felst i því að fara út á land með vinnufundi og blanda svolítilli afþreyingu saman við. Saman í pakkanum verða fargjöld á sér- stöku verði og fúndaraðstaða. Gróa hefur komið að mörgum þáttum sem lúta að ferðaþjónustu með einum eða öðrum hættí. Hún starfaði lengi á hótelum, bæði í gestamóttöku og síðan um árabil á Hótel íslandi, og var einnig fram- kvæmdastjóri fegurðarsamkeppna sem Olafur Laufdal sá um. „Ég á ungan son sem er sex ára og var heima- vinnandi um hríð eftír að hann fæddist en fór síðan í Ferðamálaskóla Flugleiða og í framhaldinu fór ég að vinna hérna í markaðsdeildinni. Þetta var mjög góður skóli sem veitir mér ákveðin réttíndi á því starfssviði sem ég vil helst starfa á.“ Gróa er í sambúð með Hermanni Gunnarssyni þáttagerðarmanni og hún segir að tómstundir gef- ist misjafnlega miklar. „Mitt stóra áhugamál eru laxveiðar og uppá- haldsáin mín er Norðurá í Borgarfirði. Því miður hef ég ekkert komist í veiði í sumar vegna anna. Mér finnst líka gaman að fara á skíði og ég stunda leikfimi og líkamsrækt í Ræktinni útí á Seltjarnar- nesi.“ 35 66

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.