Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 19
Jón Ólafsson í Skífunni. Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fjölmiðlunar. Baugs. ráðandi eigendur. Allir þessir aðilar koma við sögu í FBA-málinu, , sölu Scandinavian Holding, dótturfélags sparisjóðanna í Lúxem- borg, á hlut sínum i FBA. Viss þáttaskil urðu í aðdraganda málsins er þeir Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spron og stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Kaupþings, fund- Davíös. Leikfléttan útskýrö og hnotskurn. uðu snemma á sl. vori með forráðamönnum viðskiptabankanna þriggja þar sem rætt var um að sparisjóðirnir og viðskiptabank- arnir eignuðust FBA sameiginlega — myndu kaupa 51% hlut rík- isins saman. Fullyrt er að viðskiptabankarnir hafi verið hrifnir af hugmyndinni og hún hafi verið komin í gerjun. En þegar til kast- anna kom reyndist ekki bakland fyrir henni innan sparisjóðanna, sérstaklega innan Kaupþings — enda gekk hún ekki út á meiri- hlutaeign sparisjóðanna í FBA, nokkuð sem þeir hafa verið að fal- ast eftir, bæði leynt og ljóst. Fullyrt er að þarna hafi sparisjóðirnir orðið úrkula vonar um að þeir næðu að eignast meirihlutann í FBA með viðræðum við ríkið; markmið sem þeir hafa stefnt að í um tvö ár — eða frá því FBA var settur á laggirnar. Áhugi þeirra hefur gengið út á að ná yfirhöndinni í FBA og sameina hann Kaui> þingi. Við það næðist fram mikil hagræðing. Benda má á að þeir Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, og Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, voru um árabil afar sterkt þríeyki þegar þeir unnur allir hjá Kaup- þingi og voru þar í framlínunni undir stjórn Guðmundar. Nú eru hins vegar sagðir miklir stirðleikar á milli Bjarna og þeirra Sigurð- ar og Guðmundar. „Það andar köldu á milli hæða við Ármúlann," eins og það er orðað! Fundurinn í Lúxemborg í ljósi niðurstöðunnar úr viðræðunum við viðskiptabankana sl. vor hélt dótturfélag Kaupþings og spaii- sjóðanna, Scandinavian Holding í Lúxemborg, fund útí í Lúxem- borg í endaðan júní þar sem rætt var um hvað gera skyldi. Mætt- ir voru til leiks helstu forráðamenn Kaupþings og sparisjóðanna. Á þessum fundi var ákveðið að kanna hugsanlega sölu á hlutnum í FBA þar sem menn töldu orðið fullreynt að ríkið gæfi sparisjóð- unum færi á að ná meirihlutanum í FBA í viðræðum þar um. Og fyrir sparisjóðina var þetta orðið talsvert dæmi. Þeir voru búnir að leggja mikið fé í FBA og kaupa 26,5% hlutinn á meðalgenginu um 1,9, eða á rúma 3,5 milljarða — en nafnverð alls hlutafjár í FBA er um 6,8 milljarðar króna. I júnílok var gengi FBA-bréfa komið upp í 2,73 og forráðamenn sparisjóðanna spurðu sig að því hvort bréf- in væru ekki orðin svo dýr að þeir væru varla í stakk búnir til að kaupa alla viðbótina í FBA, 51%, hvort sem hún byðist eða ekki — enda þyrftu þeir þá að leggja minnst 9 til 10 milljarða á borðið. Og það fé yrði ekki gripið upp af götunni. Kaupþingi var falið að kanna hugsanlega sölu á hlutnum í Scandinavian Holding. Fjármálaeflirlitið En fleira var í gangi. í janúar sl. hóf Fjármála- eftírlitið að gera athugasemdir við túlkun endurskoðenda spari- sjóðanna á áhættuflokkun lána sparisjóðanna tíl dótturfyrirtækis þeirra í Lúxemborg, Scandinavian Holding, vegna hlutarins í FBA. Til útskýringar þá eru lán til almennra fyrirtækja flokkuð sem 1,0 — eða 100% áhætta — lán tíl ríkisins eru flokkuð sem 0,1, til sveit- arfélaga 0,2 og til ljármálastofnanna 0,5. Túlkun endurskoðenda sparisjóðanna var að Scandinavian Holding væri ijármálafyrirtæki — enda dótturfélag þeirra, og aðaleign þess bréf í fjármálafyrir- tækinu FBA. I júní hafði Fjármálaeftírlitið hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þessi lán ættí að setja í áhættuflokkinn 1,0 — eða 100% áhættu — en ekki 0,5 flokkinn. Því hefur verið haldið fram að þessi niðurstaða Fjármálaeftírlitsins hafi skert svo CAD- Marglyttan Ýmsir nefna Orcuna S.A. núna Marglyttuna. Marglytta er að vísu gegnsæ, nokkuð sem Orcan var ekki þegar hún kom fram á sjónarsviðið — en marglytta brennir sé komið við hana. Eftir óvægnar yfirlýsingar forsætisráðherra í garð Kaupþings spyrja menn sig núna að því hvort sparisjóðirnir hafi brennt sig á viðskiptunum við Orcuna. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.