Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 19

Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 19
Jón Ólafsson í Skífunni. Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fjölmiðlunar. Baugs. ráðandi eigendur. Allir þessir aðilar koma við sögu í FBA-málinu, , sölu Scandinavian Holding, dótturfélags sparisjóðanna í Lúxem- borg, á hlut sínum i FBA. Viss þáttaskil urðu í aðdraganda málsins er þeir Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spron og stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Kaupþings, fund- Davíös. Leikfléttan útskýrö og hnotskurn. uðu snemma á sl. vori með forráðamönnum viðskiptabankanna þriggja þar sem rætt var um að sparisjóðirnir og viðskiptabank- arnir eignuðust FBA sameiginlega — myndu kaupa 51% hlut rík- isins saman. Fullyrt er að viðskiptabankarnir hafi verið hrifnir af hugmyndinni og hún hafi verið komin í gerjun. En þegar til kast- anna kom reyndist ekki bakland fyrir henni innan sparisjóðanna, sérstaklega innan Kaupþings — enda gekk hún ekki út á meiri- hlutaeign sparisjóðanna í FBA, nokkuð sem þeir hafa verið að fal- ast eftir, bæði leynt og ljóst. Fullyrt er að þarna hafi sparisjóðirnir orðið úrkula vonar um að þeir næðu að eignast meirihlutann í FBA með viðræðum við ríkið; markmið sem þeir hafa stefnt að í um tvö ár — eða frá því FBA var settur á laggirnar. Áhugi þeirra hefur gengið út á að ná yfirhöndinni í FBA og sameina hann Kaui> þingi. Við það næðist fram mikil hagræðing. Benda má á að þeir Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, og Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, voru um árabil afar sterkt þríeyki þegar þeir unnur allir hjá Kaup- þingi og voru þar í framlínunni undir stjórn Guðmundar. Nú eru hins vegar sagðir miklir stirðleikar á milli Bjarna og þeirra Sigurð- ar og Guðmundar. „Það andar köldu á milli hæða við Ármúlann," eins og það er orðað! Fundurinn í Lúxemborg í ljósi niðurstöðunnar úr viðræðunum við viðskiptabankana sl. vor hélt dótturfélag Kaupþings og spaii- sjóðanna, Scandinavian Holding í Lúxemborg, fund útí í Lúxem- borg í endaðan júní þar sem rætt var um hvað gera skyldi. Mætt- ir voru til leiks helstu forráðamenn Kaupþings og sparisjóðanna. Á þessum fundi var ákveðið að kanna hugsanlega sölu á hlutnum í FBA þar sem menn töldu orðið fullreynt að ríkið gæfi sparisjóð- unum færi á að ná meirihlutanum í FBA í viðræðum þar um. Og fyrir sparisjóðina var þetta orðið talsvert dæmi. Þeir voru búnir að leggja mikið fé í FBA og kaupa 26,5% hlutinn á meðalgenginu um 1,9, eða á rúma 3,5 milljarða — en nafnverð alls hlutafjár í FBA er um 6,8 milljarðar króna. I júnílok var gengi FBA-bréfa komið upp í 2,73 og forráðamenn sparisjóðanna spurðu sig að því hvort bréf- in væru ekki orðin svo dýr að þeir væru varla í stakk búnir til að kaupa alla viðbótina í FBA, 51%, hvort sem hún byðist eða ekki — enda þyrftu þeir þá að leggja minnst 9 til 10 milljarða á borðið. Og það fé yrði ekki gripið upp af götunni. Kaupþingi var falið að kanna hugsanlega sölu á hlutnum í Scandinavian Holding. Fjármálaeflirlitið En fleira var í gangi. í janúar sl. hóf Fjármála- eftírlitið að gera athugasemdir við túlkun endurskoðenda spari- sjóðanna á áhættuflokkun lána sparisjóðanna tíl dótturfyrirtækis þeirra í Lúxemborg, Scandinavian Holding, vegna hlutarins í FBA. Til útskýringar þá eru lán til almennra fyrirtækja flokkuð sem 1,0 — eða 100% áhætta — lán tíl ríkisins eru flokkuð sem 0,1, til sveit- arfélaga 0,2 og til ljármálastofnanna 0,5. Túlkun endurskoðenda sparisjóðanna var að Scandinavian Holding væri ijármálafyrirtæki — enda dótturfélag þeirra, og aðaleign þess bréf í fjármálafyrir- tækinu FBA. I júní hafði Fjármálaeftírlitið hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þessi lán ættí að setja í áhættuflokkinn 1,0 — eða 100% áhættu — en ekki 0,5 flokkinn. Því hefur verið haldið fram að þessi niðurstaða Fjármálaeftírlitsins hafi skert svo CAD- Marglyttan Ýmsir nefna Orcuna S.A. núna Marglyttuna. Marglytta er að vísu gegnsæ, nokkuð sem Orcan var ekki þegar hún kom fram á sjónarsviðið — en marglytta brennir sé komið við hana. Eftir óvægnar yfirlýsingar forsætisráðherra í garð Kaupþings spyrja menn sig núna að því hvort sparisjóðirnir hafi brennt sig á viðskiptunum við Orcuna. 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.