Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 45
að vera skráðir í hluthafaskrá. Hluthafar geta hins vegar geta verið eigendur hluta- bréfa, hafi þeir keypt þau, en geta ekki sótt hluthafafund eða greitt atkvæði á hluthafa- fundi nema vera skráðir á hluthafaskrá. Allir hluthafar eiga hins vegar rétt á að vera skráðir í hluthafaskrá.“ Ógilding hlutabréfa „Með breytingum sem gerðar voru á hlutafélagalögunum, sbr. lög nr. 2/1995, er gefinn kostur á ein- faldari meðferð og kostnaðarminni en áður gilti til að koma réttarstöðu þess á hreint sem glatað hefur hlutabréfi. Reglan er sú að glatist hlutabréf (sama regla gild- ir um bráðabirgðaskírteini), sem gefið hefur verið út, getur stjórn félagsins stefnt handhafa þess til sín með þriggja mánaða fyrirvara frá síðustu birtingu áskorunar sem birta skal tvisvar í lögbirtingarblaði. Gefi eng- inn sig fram áður en fresturinn er liðinn falla niður öll réttindi á hend- ur félaginu samkvæmt hlutabréfinu. Skal þá stjórn félagsins að ósk upp- haflegs eiganda bréfsins gefa út nýtt bréf honum til handa eða þeim sem sannar að hann leiði rétt sinn löglega frá aðila, sbr. nánar 8. mgr. 27. gr. laga nr. 2/1995. Þar með hefúr upphaflegur eigandi að jafn- aði náð fyrri réttarstöðu. Ekki er þó útilokað að réttarágreiningur kunni að vera fyrir hendi um það hver sé raunverulegur eigandi bréfsins. Þann réttarágreining geta aðeins dómstól- ar dæmt um.“ Og Sigurður heldur áfram: „Hér áður fyrr, fyrir ofangreinda lagabreytingu, var eina leiðin fyrir hluthafa sem hafði glatað hlutabréfi sínu að steiha málinu til héraðs- dóms og fá ógildingardóm fyrir því að bréf- ið væri týnt. Flest af þessum málum voru með þeim hætti að engin mætti í þeim aí hálfu varnaraðila til að halda uppi vörnum og því engin réttarágreiningur fyrir hendi. Með ógildingardóm í höndum gat dómhafi ráðstafað þeim rétti sem bréfinu fylgdi. Þessu möguleiki er vissulega ennþá fyrir hendi en tekur bæði lengri tíma og meiri fyrirhöfn og er jafnframt kostnaðarsamari en sú aðferð sem nefnd er hér að ofan. Varasamt getur þó verið að ógilda hluta- bréf þar sem óvíst getur verið um hver hafi rétt tíl bréfsins. Þetta gildir t.d. um hluta- bréf sem eru í eigu dánarbús, en þá verður óskin um ógildingu að koma frá þeim sem hefur heimild tíl slíks en ekki frá hveijum og einum erfingja.“ Bankahólf eru ágætur kosturfyrir þá sem vilja geyma verðmœtin sín á vísum stað. Þó er lík- lega betra að geyma bréfin í verðbréfavörslunni. bréfi. Hvað er til ráða? Getur hver og einn sagst eiga skuldabréf og rukk- að inn skuld sem kannski er í annars eigu? „Sá sem á rétt sam- kvæmt skuldabréfi getur ekki krafist greiðslu nema hann hafi bréfið sjálft undir höndum og skuldara er heldur ekki óhætt að borga honum nema svo sé því annars á hann það á hættu að þurfa að greiða aftur,“ segir Sig- urður. GlÖtUð skuldabréf Til verndar þeim sem lenda í því að skuldabréf þeirra glatast eða ónýtíst eru reglur þeim til bjargar í XVIII kafla laga um meðferð einkamála. Ógild- ingin fer þannig fram að gefin er út stefna til hvers þess sem kann að hafa bréfið und- ir höndum, um að mæta á dómþing. Stefn- an er birt í lögbirtingarblaðinu. Ef engin mætir á dómþingið með bréfið er kveðinn upp ógildingardómur um það sbr. XVIII kalla ofangreindra laga. „Meginreglan er sú að dómhafi ógild- ingardóms er næstum því eins settur og hann hefði skjalið sjálfur undir höndum, en munurinn felst í því að nú er um almenna kröfu að ræða en ekki viðskiptabréfakröfú. Þrátt fyrir að bréfið komi síðar í ljós og það sannist að annar maður er kröfuhafi, þarf skuldari ekki að greiða aftur ef hann greið- ir dómhafa í grandleysi (þ.e. ef ekki sann- ast á hann að hann hafi vitað að sá sem hann greiddi til hafi ekki átt réttinn)," seg- ir Sigurður að lokum. 55 Staðurinn fyrir hlutabréfin er ekki undir koddanum. Skuldabréfin líka Svo mörg voru þau orð. En hvað um skuldabréf? Þau eiga það til að týnast líka og stundum heyrist af fólki sem er að borga af einhverju hulduskulda- Áskorun í Lögbirtingablaðinu Reglan er sú að glatist hlutabréf (sama regla gildir um bráðabirgðaskír- teini), sem gefið hefur verið út, getur stjórn félagsins stefnt handhafa þess til sín með þriggja mánaða fyrirvara frá síðustu birtingu áskorunar sem birta skal tvisvar í Lögbirtingablaðinu. 4 þúsund bankahólf auð hjá Landsbanka Hjá Landsbanka íslands um allt land eru 11.930 bankahólf. Af þeim eru alls 3.834 auð. Á Reykjavíkursvæðinu einu eru 10.049 bankahólf. Það er því ekki fyrirsjáanlegur skortur á bankahólfum á næstuni. 45 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.