Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 21
FORSÍDUGREIN milli Bjarna og Sigurðar Einarssonar, enda valdabarátta á milli þeirra félaga. Kaupsamningurinn hefur ekki verið gerður opinber og hefur Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spron og stjórnarformað- ur Scandinavian Holding, sagt í Ijölrniðlum að samningurinn sé trúnaðarmál sem sé algengt í viðskiptum sem þessum. Fullyrt er að ekki sé um málamyndarsamning að ræða, þ.e. leppun, heldur sé búið að selja bréfin og að engin klásúla finnist um endurkaupa- rétt Scandinavian Holding. Hins vegar sé samkomulag um að vinna með Orcunni SA að myndun nýs meirihluta í FBA nái sparisjóðirnir að kaupa stóran hluta til viðbótar af afgangnum, 51% hlut rikisins, og sameina FBA og Kaupþing undir forystu Kaup- þings, Sigurðar Einarssonar. Lærdómsríkl Málið í heild er nokkuð lærdómsríkt fyrir íslensk- an verðbréfamarkað. Sérstaklega er athyglisvert að Verðbréfa- þingið hafi komið fram á sjónarsviðið og sagt að flöggunin 3. agúst væri ófullnægjandi og gert kröfu um að eigendur Orcunnar SA kæmu fram á sjónarsviðið. Til að undirstrika alvöruna í kröfu sinni um að eigendurnir sýndu sig lokaði Verðbréfaþingið fýrir viðskipti í FBA í heilan dag. En samt gerðist ekki neitt. Krafan var hundsuð. Spyrja má sig að því hvort það sýni ekki mikla vanvirðingu í garð Verðbréfa- þingsins að hundsa kröfu þingsins um að eig- endur Orcunnar SA kæmu fram — en Verð- bréfaþingið reynir að reka skipulagaðan verðbréfamarkað hér á landi. Menn spyija ennfremur sem svo: Gæti þetta gerst á öðr- um hlutabréfamörkuðum í nágrannaríkjum okkar sem menn bera sig jafnan við? Og skipta þessar upplýsingar máli? Hvers vegna er þingið að biðja um þær? Því er til að svara að það er grundvallaratriði í verðbréfavið- skiptum að þess sé jafnan gætt að jafnræði sé á þinginu á milli allra sem þar eiga viðskipti — en í þessu tilviki vissi einn aðili þingsins, seljandi bréfanna, hverjir væru hinir raun- verulegu kaupendur á meðan aðrir þingaðil- ar höfðu ekki þá vitneskju. Ennfremur hefur verið bent á að viðskiptin hafi átt sér stað tveimur dögum áður en sex mánaða milli- uppgjör FBA var birt fimmtudaginn 5. ágúst og að það sé spurning um prinsipp að selja svona rétt fýrir milliuppgjör. Markaðurinn vissi um þriggja mánaða uppgjörið og ætla verði að fulltrúar Kaupþings í stjórn FBA Sigurður Einarsson og Guðmundur Hauks- son, hafi hinn 3. ágúst vitað meira um gang mála hjá fyrirtækinu en markaðurinn — hvort sem þeir vissu um sex mánaða upp- gjörið eða ekki. Fleiri spurningar vakna. Var það skynsamlegt af forstjóra Kaupþings og sparisjóðsstjóra Spron, tveggja fyrirtækja í harðri samkeppni við FBA, að setjast í stjórn FBA á sínum tíma? Hefði ekki verið trúverð- ugra — þótt ekki væri nema til málamynda — að þeir settu fulltrúa sína í stjórn fyrirtæk- isins og fengju nauðsynlegar upplýsingar úr FBA ffá þeim? Svona spurningar hafa vakn- að. Og sitt sýnist hveijum! Því má svo bæta við að á hluthafafund- inum á Grand Hótel Reykjavíkur sl. þriðjudag, 31. ágúst, gengu þeir Sigurður Einarsson og Guðmundur Hauksson út úr stjórn- inni. Og öllum að óvörum voru fulltrúar Orcunnar, þeir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og Jón Ingvarsson, stjórnar- maður í SH, kjörnir. Eyjólfur seint í hópinn Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvernig hóp- ur eins og Orcan SA hafi orðið til — enda á ferðinni menn sem allir eru þekktir fyrir að vilja stjórna og ráða og eru aukin heldur að fara inn í viðskiptageira sem þeir þekkja ekki. Það er samdóma álit allra að Kaupþing hafi búið þennan hóp til sem og að FBA hafi formað hópinn utan um Sigurð Gísla. Þetta séu einfaldlega vinnu- brögðin á þessum markaði. Hins vegar er vitað til þess að þeim Jóni Asgeiri og Jóni Ólafssyni hafi verið orðið vel til vina fýrir nokkru. Meðal annars er fullyrt að Jón Ásgeir sé kominn inn í Arnarneslandið með Jóni Ólafssyni. Þá má geta þess að Kaupþing mun annast hlutfjárútboð Norðurljósa, lýrirtækis Jóns Ólafssonar og Sigurjóns Sighvatssonar. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur til þessa hvorki tengst Jónunum tveimur né Eyjólfi Sveinssyni, Frjálsri fjölmiðlun. Þorsteinn Már hefur frekar tengst fýrrum Sambandsfyrirtækjum og sit- ur í stjórn Samskipa og Olís. Rætt er um að Kaupþing hafi haft samband við Þorstein Má snemma í ferlinu og hann hafi verið einn þeirra sem var á óskalistanum í upphafi þeg- ar leitað var að hugsanlegum kaupendum að hlut Scandinavian Holding í FBA Sagt er að ýmsir hafi reynt að telja Þorstein Má ofan af þvi að vera með í Orcunni en það ekki tekist. Fullyrt er hins vegar að Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, sem rekur DV og Dag, hafi komið inn í þennan hóp á allra síðustu metrunum — jaínvel ekki fyrr en 12. ágúst, eða sólarhringi áður en fjórmenningarnir, sem standa að Orcunni SA, héldu blaðamannafund og upplýstu um það hverjir stæðu að félaginu. Raunar er það athyglisvert að bæði Jón Ás- geir og Þorsteinn Már neituðu því í fýrstu í fjölmiðlum að þeir væru í hópnum eftir að fréttir um það spurðust út. Á vissan hátt hef- ur það vakið athygli að þeir DV-fegðar, Eyjólfur og faðir hans, Sveinn R. Eyjólfsson, komi þarna inn og hefji samstarf við Jón Ólafsson því vitað er að þeir lögðu mikið á sig til að losna við Jón út úr Fijálsri ijölmiðl- un. En íslenska útvarpsfélagið, Jón, keypti sig þar inn í kjölfar þess að DV-feðgarnir höfðu keypt Hörð Einarsson, sem stoíhaði DV í lok ársins 1981 ásamt Sveini R. Eyjólfs- syni, út úr DV. Þá má skjóta þvi hér inn að Eyjólfur var áður aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Ef þessar fullyrðingar eru réttar var Orcu-hópurinn ekki fullmótaður þriðju- daginn 3. ágúst þegar Orcan S.A. keypti hlut- inn í FBA—enn var verið að leita að hluthöf- um. Rök Orcu-hópsins hafa á hinn bóginn verið þau að stjórn Scandinavian Holding Kári Stefánsson, Islenskri erfðagrein- ingu. Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarfor- maður Hojs. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.