Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 47
á hræðslu þeirra sem halda að það sér flókið. Einnig er hægt að fá í versluninni gott úrval af bókum og kennsluefni sem hentar fólki á öllum aldri og með kunnáttu á hvaða stigi sem er. Má nefna bækur eins „Internetið á eigin spýtur", bráðskemmtilega bók og létta aflestrar, nýjan margmiðlunardisk frá Mynd- bandaskólanum og ýmsar erlendar bækur sem Guðmann Bragi Birgisson, forstöðumað- ur Símans Internet, segir mjög góðar. Netið, vettvangur samskipta „Við leggjum okkur alla fram um að þjóna viðskiptavinum okkar og segjum það megin- markmið okkar að bæta samskipti manna á milli," segir Guðmann. „Við lítum svo á að Netið sé fyrst og fremst vettvangur bættra samskipta og opni upp á gátt möguleika á því að margir hafi samskipti samtímis (many to many). Við reynum eftir fremsta megni að fylgjast með nýjungum á þessu sviði og okk- ur er kappsmál að vera fyrstir með nýjungar sem nýtast viðskiptavinum okkar." 5 MB heimasiðusvæði og hrjú netföng Þeir sem gerast áskrifendur að netinu hjá Símanum Internet geta látið setja upp hug- búnaðinn á staðnum sér að kostnaðarlausu. Um það sjá tæknimenn fyrirtækisins og eftir því að dæma hve margar tölvur biðu eftir eftir afgreiðslu er enginn skortur á fólki sem vill tengjast Netinu. Þeir sem hinsvegar vilja setja upp netað- gang sjálfir hafa til þess góða mögu- leika, því með samningnum fylgir geisladiskur með öllu því sem fólk þarf til að hafa samskipti á Netinu. Og vilji fólk búa til eigin heimasíðu, sem er mjög vinsælt, fær það aðstoð til þess hjá tæknimönnum Símans Internet. Heimasíðusvæði það sem viðskiptamenn Símans Internet fá við áskrift er ríflegt, eða 5 MB að stærð og hver og einn fær að auki til umráða þrjú netföng sem er mjög hentugt fyrir fjölskyldur þar sem fleiri en einn vilja komast að og hafa persónulegt netfang. Aðgangur að hugbúnaðarbanka „Internetið snýst um samskipti milli manna. Það að gera okkur kleift til að vinna saman, leika okkur saman, gera hvað sem er þar sem tveir eða fleiri hafa gagnvirk sam- skipti sín á milli. Ein af augljósustu leiðunum sem nú bjóðast til þess er (netleikjum," seg- I þjónustuverinu er mikið álag. Þar hafa viðskiþtavinir Símans Internet aðgang að þjónustu- fulltrúum fram á kvöld. ir Guðmann. „í gegnum þá getur fólk keppt við aðra í leikjum í gegnum netið og við fylgj- umst stöðugt með nýjungum á þeim markaði og breytum leikjaþjónunum eftir þörfum. Áskrifendur okkar fá líka aðgang að einum stærsta hugbúnaðarbanka heimsins, Tucows. Ef einhvern vantar forrit er auð- Síminn Internet er til húsa að Grensásvegi 3. velt að hafa samband þangað og skoða það sem í boði er. Mestar líkur eru á því að forrit- ið finnist hjá Tucows og þá hafa bæði tími og peningar sparast með því að leita bara á einn stað." Stutl og gagnleg námsheið „Það má kannski segja að við viljum að Internetnotkun sé hverjum og einum sem hagnýtust og m.a. þess vegna höfum við far- ið út (að bjóða viðskiptavinum okkar fræðslu- efni sem við kaupum í magni af framleiðend- um þess og látum svo viðskiptavinina njóta afsláttarins," segir Guðmann. „Við höfum líka msEMmm boðið upp á námskeið fyrir þá sem vilja læra á Internetið, en þau eru stutt, aðeins eitt kvöld. Þá er farið í gegnum það hvernig á að nota netforritin, tölvupósturinn kynntur, bæði hvernig hægt er að nota hann til einstaklings- bréfaskrifa og þátttöku í póstlistum. Síðast en ekki síst er farið í spjallrásirnar og frétta- hópa, hvernig á að komast inn á þá og hvernig þeir virka. Þessi námskeið hafa verið vinsæl hjá okkur og þeim verður haldið áfram f vetur." Meðalaldurinn ekki hár Hjá Símanum Internet starfa um 20 manns og meðalaldur er ekki hár. Starfsmenn hafa menntun á ýmsum sviðum, en sumir eru bara „fæddir með tölvu í höndunum", eins og einn starfs- maður skaut inn í samtalið. Þannig að fjölbreytni er mikil og samstarf milli starfs- manna gott og Guðmann segir þá alla keppa að sama marki; gera viðskiptavinum kleift að nota netið betur. 30 SIMINNintern er -tengir þig við lifandi fólk Sími: 800 7575 • Grensásvegi 3 • 108 Reykjavík 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.