Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 24
ORÐID HEFUR: Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastolunnar Eignarhald útlendinga Takmörkun á eignarhaldi útlend- inga í sjávarútvegsfyrirtækjum verdur aö linna. Þaö er verðugt verkefni stjórnvalda að leggja fram lagafrumvarp um þetta efni við fyrsta tækifæri. / Jafet Olajsson, framkvœmdastjóri Verðbréfastofunn- ar, er að þessu sinni gestapenni Frjálsrar verslunar um verðbréfamarkaðinn. Hann ræðirm.a. um FBA-málið! Hlutabréfavilnun Ég spái því að við eigum eftir að sjá það færast í vöxt að íslensk fyrirtæki fjárfesti í eigin hlutabréf- um á markaðnum til að gefa starfsfólki sínu kost á því að kaupa þessi bréf. Á móti takmörkunum Fulltrúar verðbréfafyrirtækja eru hins vegar undantekningarlaust á móti takmörkunum á eignarhaldi. Það var í sjálfu sér ekkert tilefni til að gera veður út af sölu FBA hluta- bréfanna, fram hefur komið að allt að átta aðilar séu kaupendur að þeim 26% hlut sem seldur var. Það er dreifð eignaraðild. □ að vekur að sjálfsögðu mikla at- hygli þegar forsætisráðherra tjáir sig um einstök mál er varða hluta- bréfamarkaðinn á Islandi. Það gerði hann nýlega og tilefniö var sala á hlutabréfum í FBA. Mér fannst forsætisráðherra gera of mikið mál úr þessari sölu hlutabréfa í FBA. Ummæli hans geta haft mikil áhrif á þróun verðbréfamarkaðar bæði til hækkunar og lækkunar. Hann verður því að tjá sig af gætni og fagmennsku. Ríkisstjórnin lýsti því yfir í útboðslýs- ingu á FBA að stefnt væri að því að selja hlut ríkissjóðs í FBA „fyrir mitt ár 1999 ef aðstæður leyfa. Við þá sölu verður áfram steíht að dreifðri eignaraðild og sjálfstæði FBA“, eins og segir orðrétt í útboðslýsing- unni. Forsætisráðherra er því ekki að segja nýja hluti um æskilega dreifða eignaraðild og verðbréfamarkaðurinn hefur fullan skilning á sjónarmiðum hans. Hættan á samþjöppun eignaraðildar er ætíð fyrir hendi þar sem fijáls lögmál hlutabréfa- markaðarins ráða. Þetta átti ríkisstjórnin að vita og gera viðeigandi ráðstafnir áður en farið var út í sölu hlutabréfa í FBA Fulltrúar verðbréfafyrirtækja eru hins vegar undantekningarlaust á móti tak- mörkunum á eignarhaldi. Það var í sjálfu sér ekkert tílefni til að gera veður út af sölu FBA hlutabréfanna, fram hefur komið að allt að átta aðilar séu kaupendur að þeim 26% hlut sem seldur var. Það er dreifð eign- araðild. Gengi á FBA bréfunum Milliuppgjör FBA sýndi mjög góða afkomu. Bjarni Ar- mannsson, forstjóri FBA, og hans lið hafa skilað góðu starfi. Áhugi fjárfesta á FBA hlutabréfum hefúr verið mikill og gengi bréfanna hækkað um rösklega 100% frá út- boði ríkissjóðs. Eg taldi það styrkleika- merki fyrir fjárfesta að Sparisjóðirnir og Kaupþing sæktust eftír hlutabréfum í FBA. Fyrir þá er bankinn verðmeiri en fyrir ein- hvern Jón út í bæ vegna hagræðingarinnar sem hlýst af samruna FBA og Kaupþings, eins og var yfirlýst markmið þeirra. Kaup annarra aðila en þeirra, sem eru í banka og/eða verðbréfastarfsemi, hefði átt að leiða til lækkunar á gengi hlutabréfa í FBA, vegna þess að það yfirverð sem fýlg- ir möguleika á samruna er alla vega horf- ið. Ef til vill eigum við eftír að sjá þennan möguleika um samruna FBA og Kaup- þings koma upp að nýju — jafnvel fyrr en margan grunar. Takmörkun á eignarhaldi Forsætisráð- herra hefur lýst þeirri skoðun sinni að hugsanlega ætti að takmarka eignarhald einstakra aðila að fjármálafyrirtækjum. Af hverju fjármálafyrirtækjum? Hvað með samgöngufyrirtæki, orkufyrirtæki og 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.