Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Side 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Side 22
<81 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þetta var í fyrsta skipti, sem ég reit þér. Mér fannst hræðilegt að •krifa það, sem var uppgerð og ekki alls kostar satt — en loks taldi ég mig ekki geta dregið úr því.“ „Er mikill munur á því að skrifa orð og tala það?“ „Þú hafðir aldrei spurt, hvort ég elskaði þig, heldur um það eitt, hvort ég vildi verða konan þín... „Nú, var því þannig farið“. „En í þeim svifum, einmitt í þeim svifum, sem ég fór að skrifa orðið, þá var höndin þar. Hún leið upp borðbrúnina, og ég held ég hafi setið og starað á hana í nokkr- ar sekúndur, áður en ég skildi, hvað var á seyði. Ég rak ekki strax upp óp. Það var eins og ég gæti ekki skilið, að þetta væri ekki ein- leikið. En svo lagðist hún yfir papp -írinn og benti með beinaberum fingrum á orðið, sem ég hafði skrifað. Ég held hún hafi verið glöð, blátt áfram skolfið af gleði. Það var eins og hún vildi krafsa til sín stafina. Ef leikið var tveim skjöldum, vildi hún taka þátt í því. Hún kom skríðandi á gulum fingrunum eins og stór köngulló. Það var eins og henni lægi á. Það var svo langt síðan hún hafði haft tilefni að koma í ljós. Nú ætlaði hún ekki að láta standa á sér. Hún blátt áfram hrifsaði pennastöngina með þvölum beinaberum fingr- unum. Ef svik voru höfð í frammi, vildi hún vera með í spilinu. Ég rak upp óp eins og ormur hefði snert mig, og þá hvarf hún, en ég er ekki viss um nema hún kunni að leynast einhvers staðar hérna. Mér finnst jafnvel á mér, að hún ætli að fjandast enn hér í stofunni. Komi hún aftur í Ijós, verður það minn bani. Ég var nær dauða en lífi áðan“. „Nei, nú skal hún snauta burt“, *agði hann í huggunarrómi. „Ég veit, að það er eitt mál, sem ég verð að útkljá“, sagði hún. „Ég má ekki láta það ógert, því að þá kemur hún aftur. En það er svo skelfilega erfitt". Hún dró einbauginn af fingrin- um, stakk kaldri, skjálfandi hendi sinni í hönd læknisins og skildi hann þar eftir. Því næst grét hún af beiskju sjálfsafneitunarinnar. Læknirinn mælti ekki orð, hann lét fingur sína mætast og hringur- inn rann milli þeirra. Það Var satt að segja auðveldara að botna í hendi vofunnar en hinu, fannst honum. Höndin hafði eins og hallazt á sveif með honum, hefnt hans að nokkru leyti. Hann hafði samúð með henni. Það er nú svo með suma, hugs- aði hann, að samvizkan nagar þá á einn eða annan hátt, hvernig svo sem þeir reyna að svæfa hana. Hljóðlát fer hún sínar götur. Allt var nú með ráðum gert af hálfu heitkonunnar hans ungu til þess að eignast gott heimili. Hún þurfti ekki annað á sig að leggja en dá- litla uppgerð, og þá var hún sólar- megin í lífinu. En samvizkan er að; hún grefur tundur sitt í djúpi sálarinnar, og á andartaki sundrar hún gersamlega að lokum kænsku og klókindum. O, jæja, o, jæja, hún hafði víst ætlað, að hún gæti haldið áfram að ljúga ævina út. Hún hafði sjálf- sagt séð, að sumir aðrir komust upp með það. En síðan kemur í Ijós, að hún er gerð úr fíngerðara efni en svo, að slíkt stoði hana. Það hindraði hana að heyra til fág- uðum hópi samvizkusams fólks. Áður en varði var sjálfsblekkingu samvizkunnar lokið. Auðvitað bregður samvizkan sér þá í það líki, sem liggur beinast við. Einsætt var, að hún yrði að vofunendi í stofunni þeirri arna. Hann sat sífellt kyrr og renndi einbaugnum milli fingra sér, en var eins og á tveim áttum. Hann var ekki aðeins reiður yfir því að hafa ekki getað unnið hana. Hann var því nær hryggur. Hún var nú víst tekin að rumska við út af hon- um, hugsa út í, að hann hefði verið beittur rangindum, því að hún laut niður og kyssti á hönd hans. „Fyrirgefðu mér“, sagði hún. Sér var nú það, hve hún var mjúk á manninn. Þegar hún hafði komizt að raun um, að hún hafði talað hann af sér, vildi hún fyrir hvern mun bæta fyrir það. — Úr því að svo var komið var vissulega ástæðulaust að kvelja hana lengur Hann þurfti þá aðeins að ljúka máli sínu, segja, að hann hefði ekki verið miklu betri en hún. Það voru rökleiðslur á báðar hliðar Hún hafði sótzt eftir heimili, en hann eftir ráðskonu. Það ætti að róa hana að heyra þetta. Hann ætlaði að segja henni, að þessi misgáningur yrði ekki heldur svo tiltakanlega sár fyrir hann Hann hafði ekki verið svo voða- lega ástfanginn — fremur en hún Þá var þarfleysa að tefja lengur, að þessari kvöl linnti. Það var bezt að láta öllu vera lokið, bezt að lægja öldurnar hjá öllum, sem hlut áttu að máli og vakna að morgni óheitbundinn. Þegar hann stóð upp og tygjaði sig, vöknaði honum um augu. Eigi að síður þótti honum fyrir að missa hana fyrir fullt og allt. Og það var þetta, sem hann fór að tjá'henni Hann tók að segja henni sund- urlaus atriði um það, að hún væri hlutvönd sál, samvizkusöm sál, að hún heyrði til fíngerðari hópnum af viðkvæmu taugnæmu fólki sem einmitt nú væri að bóla á hér og þar. Og þess vegna væri hún hon um ástfólgin og hugstæð. Einmitt vegna þess, sem fyrir hana hafði borið í nótt, ætti hann erfitt með að láta sér lynda, að hún sigldi sinn sjó. Hún væri auðvitað sjálfráð að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.