Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Qupperneq 1
* 6*3 aust á Egyptalandi. — Ekki bleikt haust með fö'ln- uðu laufi og visnum stráum heldur heit árstíð, þegar gróður jarðar sýn- ir engin dauðamörk. Skuggsælir aldingarðar halda hinni safamiklu grósku sumarsins, og grannvaxin pálmatré svigna undir þungum lauf- krónum. Papýrus-sefið með tjarnar- bökkum er grænt og stinnt, en lót- usblóm þekja vatnsflötinn með breiðum blöðum sínum og mynda græna hól-ma, sem fljóta á vatninu. Þau standa enn í blóma og breiða djúpblá bikarblöð móti sólargeisl- unurn. í pálmalundi, þar sem engir fuglar kvaka, er svöl forsæla, meðan síðdegis- eólin brennir á ekrum og söndum. Bkógarsvörðúrinn er að mestu gróinn, en liér og þar liggja stórir steinar, og upp úr jörðinni gægjast fornleg múr- brot. Sé betur að gætt, eru sumir stein- arnir höggnir og lagaðir til af manna- höndum. Þar má sjá súlnabrot og stein- kistur, en milli trjástofnanna sér í livíta líkneskju. Það er ljónslíkan úr elabastri með karlmannshöfuð. Á and- litinu er rólegur og tignarlegur svipur eins og á öllum fornum mannamynd- um egypzkum. Það hefur síðan höku- topp eins og þá var tízka með guðum eg mönnum. L jónsgerfi þetta fannst hér árið 1912, og hefur því verið komið fyrir á lágum fótstalli. Skammt þaðan er nokkurt svæði, sem grafið hefur verið upp, og er það verk þó skammt komið. Þar er ekki mikið að sjá, aðeins lágir múrar, en það er þó nóg til þess að eýna, að hér hefur staðið borg endur íyrir löngu. Undir skógarsverðinum eru faldar síðustu leifar elztu höfuðborgar Egyptalands, Men Nófer, Borgarinnar lögru, sem Grikkir nefndu Memfis. Borgin stóð á lágum bala við vestur- Jaðar Nílardalsins, en þó voru áveitu- Jönd á alla vegu. Nú sjást litlar leifar «if Memfis, því að byggingagrjót hefur verið flutt þaðan til hinnar nýju höfuð- borgar. Sennilega hafa íbúðarhúsin verið hlaðin úr sólþurrkuðum leir, ébrenndum, en það efni stenzt ekki tím- ans tönn c O kammt frá ljónsgerfinu er dálít- ið skýli, en þegar gengið er þar inn, birtist geysistór líkneskja af Ramses öðrum, en hann er sá fornkonungur, sem flestar myndir eru af á Egypta- landi. Líkan þetta liggur á bakið, því nokkuð vantar neðan á fæturna. En ein- mitt vegna þess, að það liggur þannig, skynjar maður betur hina geysimiklu stærð þess. Og þegar ég geng meðfram styttunni og strýk henni ofan frá höfði og niður á fætur, komast fingurnir 1 snertingu við hið stórbrotna, en ein- falda, form egypzkrar höggmyndalistar. Styttan er úr kalksteini, gulbleik að lit. Hún var grafin upp á þessum stað og gefin British Museum í London, en vegna þess, hve þung hún var og erfið viðfangs, var hún aldrei flutt þangað. önnur líkneskja af sama konungi, höggvin úr graníti, hefur verið reist á torginu framan við járnbrautarstöðina í Kaíró. Hún fannst einnig hér og er lík að stærð og lögun. Þriðja risalíkn- eskjan af Ramses II. fannst hér nýlega og hefur ekki verið flutt burtu af fund- arstaðnum. c rú enmlega hafa höggmyndir þess- ar staðið framan við musteri, þótt nú sjáist þess engar menjar. í fornum hof- um á Egyptalandi má víða sjá tvær* myndastyttur algerlega eins að útlití standa sitt hvoru megin við innganginn, og stundum jafnvel fleiri. Það er eitt höfuðeinkenni egypzkrar listar, að sama formið er endurtekið óbreytt, oft mörgum sinnum. Þótt bústaðir þeirra, sem hér bjuggu, séu nú eyddir, einnig musteri þeirra og liallir, þá er borg hinna dauðu, graf- reitur Memfisborgar, lennþá eitt af íurðuverkum veraldar . -essvegna yfir- gefum við þennan stað, sem nú er að- eins hljóður pálmalundur, stígum inn í stóran hópferðabíl og ökum af stað vestxir í eyðimörkina. Framundan rísa lágar brekkur, en uppi á brúninni gnæfa nokkrir pýra- mídar, sumir hálffallnir. En lang- mestur er Hjallapýramídinn frægi, sem reistur var sem grafhýsi yfir Djóser, * íaraó af 3. konungsætt, 2600 árum fyrir Krists fæðingu. Þessi pýramídi er hinn elzti á Egyptalandi. Þótt hann að hæð jafnist hvergi nærri á við hin miklu steintröll hjá Gísa, er hann hár og tign- arlegur, hlaðinn upp í fimm höllum þrepum. Umhverfis hann eru miklar rústir og forn múrveggur, sem myndar ferhyrning kring um hann. Pýramíd- inn er í jaðri eyðiimerkurinnar, frammi á dalsbrúninni, og gnæfir hátt yfir frjósama sléttuna. Ofan af brúninni er víð útsýn niður yfir Nílardalinn, sem er um 15 kílómetra breiður. Lágar hæðir eru báðum megin og nokkru meiri aStt austan. Nílarfljótið rennur með austur- * brúninni og sést ekki héðan, enda eru bakkar þess alsettir döðlupálmum. í norðri mótar fyrir turnum Karíóborgar í 20 kílómetra fjarlægð. í vestri breið- ist eyðimörkin svo langt, sem augað eygir. Þar er hvergi fast berg, aðeins bleikir sandhólar, sem teygja sig undir lága kvöldsólina. Hér hafa aldiei búið lifandi menn. «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.