Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Side 4
* 1^11 örg ríki eru hér á jörð, kon- ungsríki, lýðríki, einræðisriki. En þrjú eru hér önnur ríki, mikiu merkari. steinaríkið, jurtaríkið og dýraríkið. Um stekiaríkið vitum vér nú, að það er í rauninni bimd- inn kraftur, þótt oss sýnist allt annað. En í hinum tveimur ríkjun- um er það lífið sem ræður, hið ó- tölulega fjölbreytta og margslimgna Mf, allt aðeins orka, ekki bundin eins og í efnisheiminxun, heldur sá- kvik og í sambandi við lífið í al- heimi. V Hér á jörð er lífið gestur. Um fraim- tíð þess er þrennt til: að standa í stað, að þróast, að hnigna. Fyrsta atriðið er aðeins fræðilegur möguleiki, því að aldrei hefir orðið vart við kyrrstöðu hjá lífinu. En ef því fer ekki fram, þá hnignar því. Ef mannin- om fer ekki fram, þá úrkynjast hann. En sá er munurinn á þessu tvennu, að maðurinn þarf ekki að gera neitt til þess að honum fari aftur, en framför heimtar sífellt starf. Ef maðurinn van- rækir sitt andlega hlutskipti og hirðir ekki um lögmál lífsins, þá fer honum éhjákvæmilega aftur. Köllun mannsins er látlaust starf í samræmi við lögmál lífsins. Náttúran leyfir hvorki van- rækslu né misnotkun. E ins og lífið er fjölbreytt í eðli sínu, eða hið líkamlega líf, svo er og svigrúm hverrar lífveru ólíkt því sem er um aðrar lífverur. Mosi og skófir, sem á steinum vaxa, hafa harla lítið svigrúm og ekkert tækifæri til þess að kynnast umhverfinu, og hafa mjög lít- * ió eða ekkert samband við lífið um- Vincenzo Catena: Kristur og samverska konan. (Honolulu-listasafnið á Hawaii). Jarðríki og guðsríki EFTIR ÁRNA ÖLA hverfis sig. Lítum svo á orminn í mold- inni, hann getur þó hreyft sig og farið úr einum stað á annan. í>annig víkkar svigrúm lífvemnna stöðugt, eftir því sem þær verða fullkomnari, og nær há- marki sinu hjá manninum. En svigrúm mannanna er líka mjög misjafnt og fer eftir 'hæfileikum þeirra, ekki líkamlegum hæfileikum, heldur andlegum hæfilei'kum. Það eitt sýnir Ijósast, að maðurinn er ekki aðeins hkami. heldur miklu fremur sál, andi eða hugur, eða hvað sem menn vilja ikalla „hinn innra mann“. Listamenn og skáld sjá sýnir, sem eru utan sjón- deildarhrings annarra. Vitranamenn og spámenn sjá fram í timann. Og fjöldi manna fær samband við æðri heim, þann er vér kölluim guðsríki. f»annig eru engin takmörk fyrir því hvað svig- rúm mannsins getur orðið vítt. Mesta böl mannkynsins hér á jörð er sjúkdómar og veikindi. En það böl stafar að langmestu leyti af því, að menn hafa eigi lært að lifa og misskilja >»stöðu sína í lífheimi. f>erm er það ekki Jjóst, að náin samvinna er milli lí'kama og sálar, og ef sú samvinna er rof- in, þá er voðinn vís. Með hugsun sinni Og líferni trufla menn þessa samvinnu, og þagar læknar segja oss að um 8 afhverjum 10 líkamsmeinsemdum eigi lót sína að rekja til vanlíðanar sálar- innar, þá ætti menn að gruna hvílíkt öfugstreymi er í mannlífinu; H in kristna kirkja er boðberi guðsrikis um alla jörð. Nær það eigi að- eins til kaþólsku kirkjunnar, sem er fjöimennust, heldur einnig til mótmæl- endakirkjunnar og allra annarra krist- inna kirkjudeilda. Allar þessar kirkju- deildir hafa fagnaðarboðskap Krists að leiðarljósi. Og þrátt fyrir það að mönn- um hefir allt 'fram á þennan dag geng- ið illa að rækja boðorð bans, þá hefir sá huliðskraftur fylgt trúnni, að kristn- ar þjóðir skara langsamlega fram úr öllum öðrum þjóðum að menningu. Tvennt er það um Krist, sem oss fá- vísum leikmönnjum þykir mest til koma. l>að eru lækningar hans, og í öðru lagi að hann skyldi birtast lærisveinunum eftir líkamsdauða sinn og gefa þeim þessa fullvissu: ,JÉg lifi og þér munuð Iifa.“ Sjálfur lagði Kristur mikla áherzlu á þau máttarverk er hann gerði í lækn- ingum. ÍÞegar Jóhannes skírari sendi lærisveina sína til bans að spyrja hvort hann væri sá Messías er koma skyldi, eða ættu menn að vænta annars, þá stóð svo á, er þeir hittu Jesú „að hann var að lækna marga er þjáðir voru af sjúkdómum og meinsemdum" (Lúk. 7,21), en skömmu áður hafði hann vakið frá dauðum son ekkjunnar i Nain. Jesús svaraði svo erindi sendi- manna: „Farið og kunngerið Jóhanr.esi það, sem þið hafið heyrt og séð: Blind- ir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreins- ast og daufir heyra, dauðir upprísa og fátækum er boðað fagnaðarerindi". Hann kenndi og lærisveinum sínrnn að lækna með bæn og handaálagningu. Þegar hann sendi fyrstu lærisveina sína út um landið með boðskap sinn, þá bauð hann þeim: „Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Ókeypis hafið þér meðtekið, ó- keypis skuluð þér af höndum láta“. Seinna sendi hann 70 af lærisveinum sínum 2 og 2 út um byggðir landsins og sagði við þá: „Hvar sem þér komið í borg og menn veita yður viðtöku, þá neytið þess, sem fyrir yður verður sett. Og læknið þá, sem sjúkir eru þar og segið þeim: Guðs rfki er í nánd“. Getur nokkrum þeim, er þetta les eða heyrir, blandast hugur um, að Kristur leggur aðal áherzluna á lækn- ingarnar. Boðskapur hans um að guðs ríki sé í nánd, á við það, að samband sé fengið við æðri heim og þaðan komi lækningarnar, og þegar sjúkdómum sé útrýmt hér á jörð, þá muni guðs ríki taka sér bústað í hjörtum mannanna. Eftir fráfall Jesú héldu postularnir áfram að lækna, og á fyrstu öldum kristninnar fóru lækningar fram í kirkjunum. En svo lagðist það niður. Kirkjumar fóru að sinna öðru, og hug- lækningarnar, sem Kristur lagði svo mikla áherzlu á, gleymdust nær alveg. Hið eina sem eftir er af þessu hjá oss, er að prestar biðja fyxir sjúkum af prédikunarstóli. Efalaust læknast sumir fyrir þetta, og þá er það vegna þess, að fyrir sameiginlega bæn komast prestur og söfnuður í samband við -guðsríki og sjúklingunum berst læknin-gakraftur þaðan. Einlæg bæn er kraftur, sem nær til æðra heims og getur haft blessun- ai'ríkari áhrif en orð fá lýst. Ein er sú ’kirkjudeild, sem áratugum saman hefir lagt alla alúð við huglækn- ingar. Það er Christian Science, og þús- undir m-anna hafa þeir læknað á yfir- náttúrulegan hátt, eftir því sem kallað er. En ekkert yfirnáttúnulegt er til. Allt lýtur sérstökum lögmálum, og þar er engin imdantekning. Væri ekki þessi lögmál, væri heimurinn óskapnaður. En nú lýtur hann þessum lög-málum, og ekkert verður fyrir tilviljun. Á þvi byggjast efnisvísindi mannanna. ekkingunni hefir -miðað drjúg- um áfram siðan á dögum Krists. Vér vitum nú, að efnisheimurinn er skap- aður úr atómum, eða bundnum krafti. Efnið greinist í tegundir eftir því, hver atóm -þess eru. Ef tvö ólík atóm renna sam-an, myndast nýtt efni. Líkami mannsins með öllum sínum óteljandi frumum er skapaður úr atóm- um. Þegar frumur veiklast, er það vegna þess, að þær hafa orðið fyrir annarleg-um krafti, eða þá vegna þess að þær fara á mis við n-auðsynlega nær- ingu, eða þá í þriðja lagi að ellihrörnun er orsökin. Líkamleg lækning er undir því komin, að efnisbreytin-gar fari fram. Með lyfjum freista læknar þess að knýja fram slíkar efnabreytingar til bóta, og með geisluim reyna þeir að leysa upp sýktar frumur. Læknavísind- unum hefir fleygt svo fram á seimustu áratugum, að furðulegt er. En efnislögmálin ná ekki til lífsins. Hjá því ráða önnur lögmál, og þá sjúk- dóma, sem stafa frá sálinni eða truflun á samstarfi sálar og líkama, verður að lækna samkvæmt þekn lögmálum. Þetta var það sem Kristur gerði, hann hafði * 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desemher 1908

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.