Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 6
fyrsta kristna ríki heims „BLINDAÐUR af reyk, með tárvot notuð, áður en þau komust í þessa ðr- augu sit ég, aldraður skrifari undir leku þaki og skrifa upp handrit við eldinn, sem kynntur er viði, keypt- um fyrir þrjá silfurpeninga......... Efni er senn á þrotum, blekið slæmt .... og til matar ei annað en þurrt brauð....“ Ætla mætti að þessi orð væri að finna á spássíu íslenzks handrits, umikvörtun- arorð einhvers munksins, er hann sat við skriftir í afdöium íslenzkum, matar- lítill og illa haldinn að öðrum lífsins gæðum. Svo er þó ekki — en sannarlega sýna þessi orð, að varðveizla ritaðs orðs hef- ur fyrr á öldum verið háð mikilli þraut- seigju, hvort heldur var uppi á íslandi í Atlantshafi miðju eða Armeniu austur, þar sem þau voru skrifuð endur fyrir löngu. Armenar eru eins og íslendingar ákaf lega stoltir af sínum forna bókmennta- arfi. Þeir mega líka vel vera það, því að ekki geta allar þjóðir státað af slík- um listaverkum og menningarauðæfum, sem getur að líta í Matenadaran, hand- ritastofnun Armena í höfuðborginni Erevan. Þar eru saman komin á einum stað um það bil tíu þúsimd handrit og fjögur þúsund handritabrot, sem mörg ihöfðu víða ferðazt og til margs verið uggu höfn, þar sem nú er farið um þau kunnáttuhöridum og kærleika sér- menntaðra manna. Handritin armensku fjalla um ýmis efni. Þeirra merkust eru ritin um sögu og landafræði, en einnig eru þar dýr- mæt rit um heimspeki, náttúruvísindi, lög, stærðfræði, stjörnufræði, efna- og lyfjafræði og loks bókmenntarit, — en fram eftir öldum virðast Armenar hafa lagt svo mikið kapp á að skrifa upp gamlan fróðleik, innlendan sem erlend- an og þýða erlend fræðirit, að sjálf- síæð bókmenntasköpun hefur að nokkru leyti orðið útundan. Skreytingar armenskra handrita eru margar fádæma fallegar og gefa glögga vísbendingu um ýmsa þætti armensks þjóðlífs á ýmsum tímum. Þ egar við þrír íslenzkir blaða- menn vorum á ferð um So- vétríkin sl. vor, var okkur boðið að velja, hvort heldur við vildum heim- sækja Armeniu eða Georgiu. Við fund- um þá sem oftar, að sá á kvölina sem á völina. Við höfðum heyrt margt skemmtilegt af Georgiu og íbúum þess sérstæða ríkis og hefðum helzt ekki vilj ' ■ r . ;'/'•¥£$ :•••. Matenadaran, handritastofnun Armeniu, kennd við St. Mesrop Mashtotz, er gerði armenska staízófið. *. i . . MH ' p|| | iiwm ÍH : fmfí I Dómkirkjan í Etchmiadzin. að verða af því að kynnast þeim af eig- in raun. En á hinni vogarskálinni var Armenia, sem við einnig höfðum heyrt svo vel af látið — Þar við bættist hin óvenjulega staða landsins í mannkyns- sögunni, og hin fornu og fögru handrit, sem við vildum svo gjarna kynnast ögn betur. Við fórum fljúgandi til Erevan frá Baku við Kaspíahafið, um það bil klukkustundar ferð. Veður var bjart og fagurt og ekki flogið í meiri hæð en svo, að við sáum vel yfir og gátum gert okkur allgóða grein fyrir larids- laginu. Sovét-Armenia, eða Hayastan, eins og Armenar sjálfir nefna landið, er lítið land, um 30.000 ferkílómetrar að flatar- máli, fjalllendi sunnan í Kákasusfjöll- um og íbúar eitthvað á þriðju milljón. Landið er að mörgu leyti harðbýlt, land eldfjalla og jarðskjálfta og á hæstu tind- um fannhvítar snjóhettur árið um kring. Um helmingur landsins liggur í og fyrir ofan 2000 metra hæð og aðeins 3% af flatarmálinu liggur neðan við 700 m hæð. Sums staðar er þó veruleg gróðursæld í djúpum dölum og skógi vöxnum hlíð- um og ásum, sólheit sumrin eru þar gjöful, en vetur harðir og langir. f? U # áttúra landsins og saga hafa " átt mikinn þátt í að móta íbúa Armeniu. Afdalir og fjalls- hlíðar hafa löngum alið harðgera bændur og bardagamenn, sem bitu frá sér af hörku, þegar á hlut þeirra var gert og sjálfstæði þeirra skert. Menn, sem fremur hafa kosið að hugsa og ráða sér sjálfir en láta öðrum það eftir — enda þótt þeir hafi oft orðið að þola yfirráð annarra ríkja. Armenar eru sem sagt einstaklingshyggjumenn hinir mestu, hertir öldum saman í orr- ustueldum og átökum við nágranna- þjóðirnar en hafa einnig lært að haga seglum eftir vindi, þegar þeir telja sig hafa af því hag. Það landsvæði er nú heyrir Armeniu til er aðeins smáskiki af þeim lendum, er Armenar réðu á blómaskeiði ríkisins, — áður en það varð heiminum ljóst, að land þeirra var eitt af hinum mikilvægu hliðum milli austurs og vesturs — og þar af leiðandi dæmt átakasvæði í sam- keppni ríkjanna um viðskiptamögu- leika og völd. Mestur hluti hinnar gömlu Armeniu er í Tyrklandi, þótt þar sé nú orðið fátt um armenska íbúa. Meðal annars er í Tyrklandi hið sögufræga fjall Ararat — en Armenar eigna sér það engu að síður enda eru glampandi snjóhetturnar á Ararat — og litla Ararat við hliðina —■ eitt hið fyrsta, sem vekur athygli manns við komuna til Erevan. Nú á Armenia hvergi land að sjó og er því að verulegu leyti háð nágranna- ríkjunum Georgiu og Azerbajan um út- og innflutning. Það veldur þó engum vandkvæðum, því að skipan þessara mála er að flestu leyti ákveðin í Moskvu en hvorki í Erevan, Tblisi eða Baku. Saman mynda þessi þrjú ríki það, sem kallast Transkákasía, og er samræmd skipan samgöngumála, framleiðslu og atvinnumála þeirra allra. ■ / ið komum til Erevan undir há- t_/ degi og tóku þar á móti okkur gestgjafarnir, formaður Blaða- mannafélags Armeniu og blaðamaður einn, sem síðan var leiðsögumaður okk- ai þá daga, er við dvöldumst í borginni, Þeir létu afgreiða skilrílki okk- ar í skyndi og vísuðu okkur út í bifreið formannsins, myndarlega bif- reið á sovéz.ka vísu með gardínum fyrir gluggum. Hann var greinilega mað- ur glettinn og skemmtilegur, kunni örlítið í ensku, ögn meira í frönsku en bætti málakunnáttu sína upp með lát- bragðsleik, svo að okkur gekk bærilega að ræðast við án túlksins. Hann sagði okkur frá helztu byggingum og minnis- merkjum, sem við ókum framhjá — og þegar við beygðum inn á eina aðalgötu borgarinnar, nokkurra kílómetra breið- götu, benti hann á stöpul er stóð uppi 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desemher 4966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.