Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 8
sinn leppkónginn yfir hvort áhrifa- svæðL Friður hélzt þó ekki lengi og »irðu þessi landsvæði stöðugt þrætu- •pli hinna voldugu nágranna. Persar reyndu æ ofan í æ með vald- beitingu að neyða Armena til að ganga af hinni kristnu trú, en þótt Armenar töpuðu hverri orrustunni á fætur ann- arrL styrktust þeir æ meira í trúnni og samheldni þeirra og þjóðaivitund varð sterkari við hverja raun. r f ^ kki eru allir á eitt sáttir um það, með hverjum hætti kristnitakan varð í Armeniu. Sumar frá- sagnir eru á þá lund, að kristnin hafi farið skjóta og tiltölulega friðsamlega sigurför í Armeniu en þar sem and- staða hafi verið fyrir hendi, hafi kon- ungur og lærifaðir hans, Georg upp- lýsari, nafntogaður trúboði, beitt vopna valdi, brennt varnarlaus hof heiðinna manna og fjársjóði þeirra, og jafnóðum reist kristnar kirkjur á rústunum. Aðrar frásagnir eru á þá ]und, að gamlir siðir og venjur hafi verið látnir viðgangast undir nýju nafni. Sagan segir, að þá hofprestar heyrðu, að kirkja sú, er Georg boðaði, krefðist ekki altarisfórna hafi þeir haldið til fundar við hann og spurt hann á hverju þeir ættu að lifa, ef þeir tækju kristna trú — því að hofprestar og fjölskyldur þeirra höfðu sér til viðurværis ákveð- Lan hluta dýra og annarra hluta sem guðunum var fórnað. Georg á að hafa svarað þeim, að tækju þeir kristna trú, skyldu þeir ekki aðeins halda fórn- arhlutum sínum, heldur yrðu þeir stækkaðir. Með þetta loforð í huga sner wst hofprestar og fjölskyldur þeirra umyrðalaust til kristinnar trúar. Ekki er vitað hversu lengi hinir gömlu trú- arsiðir héldust, en til eru frásagnir, sem segja frá ástarhátíðum að fornum sið, •r haldnar voru í kirkjum, og öðrum fómarhátíðum, þar sem svo var kveðið á að þá prestar ætu sinn hluta fórnar- dýranna, væru þeir að éta syndir safn- aðarins. <7 y ljotlega upp úr kristnitökunni fékk armenska þjóðin vopn, aem átti eftir að verða henni dýrmætt tíl varnar þjóðerni sínu, menningu og andlegu sjálfstæði, hversu sem valt um sjálfstæðið að öðru leyti. Vopn þetta var stafróf, sérstakt armenskt stafróf, sem maður að nafni Mesrop Meshtotz gerði og lagði þannig grundvöll að hinu armienska bófamáii Grabar. Tók nú anmensikan fljótt við af grisku og sýr- lenzku, sem áður höfðu verið ríkjandi í ritmálL í kirkjum og skól-uim var farið að nota Grabar, biblían var þýdd og síðan fjöldi ritverka úr grísku og sýrlenzku, armenskir rithöfundar og sagnfræðing- ar tóku að skrifa á því og í klaustrum voru settar á laggirnar stofnanir, þar sem Mesrop Meshtotz og nemendur hans unnu að þýðingum og uppskrift- um handrita. Klerkar og fræðimenn voru sendir víða um lönd til þess að ná í bækur til að þýða og skrifa upp — og nú er svo komið, að fjöldi þessara fornu rita, er eingöngu til í armenskri þýðingu í handritasafninu í Matenada- aran. Á frummálinu eru þau glötuð. Þannig eignuðust Armenar smám saman dýrmæt handritasöfn, sem blómg- uðust í skjóli kirkjunnar. Á hinn bóg- inn gerði armenska kirkjan sig seka um þá óhæíu að eyðileggja smám saman öll hin eldri heiðnu rit, sem til voru i landinu. Sama ráði reyndu svo and- stæðingar hennar að beita. Hver árásar- aðilinn af öðrum reyndi að eyðileggja handritasöfnin, þegar það fór að koma í Ijós, hver styrkur þau voru menning- arlegu og trúarlegu sjálfstæði þjóðar- innar. Skrifarar urðu íjölmenn stétt í Ar- menlu, skxpuS konum jafnt sem körlum. Eru til ótal frásagnir um það, hvernig skrifararnir fluittu með sér handritin stað úr stað á flótta undan árásarherjum; settu sig niður, hvar sem því varð við komið og héldu áfram að skrifa. Meðal þjóðarinnar voru skrifararnir mikils metnir og alþýða manna hjálpaði þeim til að fela eða flytja handrit. Þegar dýrmæt handrit lentu í höndum árásar- aðila var gjarna efnt til samskota til þess að ná í þau aftur. fornar og fallegar kirkjur, gamlar klausturbyggingar og prestaskólL Þegar við heimsóttum Etchmiadzin skoðuðum við m. a. hina heilögu dóm- kirkju frá 4. öld, sem Georg upplýsari lét reisa á rústum heiðins hofs. Kirkja þessi er yzt sem innst hinn mesti dýr- gripur. Hún hefur að sönnu verið end- urbætt og byggt við hana nokkrum sinn- um, en kjarninn er gamla kirkjan. í kjallaranum má sjá eldstæði hofsins, sem þar stóð fyrrum og í afhýsi er safn Armeniu byggir svipmikið og amyndarlegt fólk. Hér sjáum við föður og son kæla sig ofurlítið í steikjandi sólaihit-anum. Þannig var til dæmis, að sagan segir, endurheimt stærsta pergamenthandritið í Matenadaran. Það hafði komizt í hend- ur Seijuk Tyrkja — sem eyðilögðu þús- undir armenskra handrita — með þeim hætti, að eigandi þess lét það af hendi tii þess að kaupa bróður sinn, konu hans og dóttur úr ánauð. Er það varð uppvíst, var hafin almenn fjársöfnun og bandritið keypt frá Tyrkjum. Þegar það loks komst í hendur Armena, höfðu Tyrkir drepið eiganda þess og tekið all- ar hans eigur og taldist handritið því þjóðareign. En þar með var ekki lokið hrakn- ingi þess. Handritið var býsna stórt og þungt — vóg um 32 kg og því var tekið til bragðs, einhverju sinni á flótta, að skipta því í tvennt til þess að auðveldara væri að bera það. Hlut- arnir tveir fóru hvor í sína áttina og lengi vel var ekkert vitað um annan þeirra. Þá fréttist af tilviljun, að flótta- menn hefðu gefizt upp á að bera hann og grafið hann í kirkjugarði. Þar fannst þessi langþráði hluti handritsins. Mörg blöð úr því týndust, en af þeim 607 blöðum, er varðveittust, eru öll nema sautján í Matenadaran. Hin blöðin eru í armensku safni á ftalíu. En það voru ekki aðeins þjóðir ann- arra trúarbragða er litu illum augum armensku handritin og þá stoð er þau voru armensku kirkjunni. Innan krist- innar kirkju nutu þau lítilla vinsælda. Armenar voru gjarnir á að fara sínar eigin götur og armensku kirkjufeðurnir tóku frá upphafi stefnu sjálfstæðis í kirkjumálunum. Lauk svo, að armienska kirkjan sagði sig úr Jögum við aðrar kirkjudeildir árið 451. Þar með var armenska kirkjan í raun inni slitin algerlega úr tengslum bæði við Austur- og Vesturlönd oig hefur síð- an oft staðið í ströngu. En allt fram á þennan dag hefur hún staðið af sér alla storma og staða hennar í hinu komm- úniska trúarríki er furðu sterk, sé mið- að við stöðu annarra trúarbragða í So- vétrikjunum. __S\J ðalstöðvar armensku kirkj- unnar eru, sem fyirr segir, í Etchmiadzin, í útjaðri Erevan. Þar eru dýrgripa og helgimuna allt frá fyrstu tíð kirkjunnar. Sjálf er kirkjan fagur- lega skreytt utan sem innan alls konar fleiri dýrmætum helgimynd- um, gjjll- og silfurofnum teppum og al- tarisklæðum og úthöggnum marmara- þrepum og súlum. Þó er ekki eins mikið um helgimyndir í armenskum kirkjum og grísk-kaþólskum og styttur eru þar yfirleitt engar. Ungur armenskur prestur sýndi oikkur allt þetta sýnilega stoltur mjög og sagði okkur jafnframt frá helztu viðburðum í sögu kirkjunnar. I /I pphafsmaður og faðir ar- ” mensku kirkjunnar er tal- inn fyrrgreindur Georg upplýsari. Hann reisti fyrstu kirkjuna í Ashtihat í hér- aðinu Taron, á þeim stað, er verið hafði svonefnt Wahagn hof. Kirkja þessi var vígð Jóhannesi skírara. í hinni helgu borg Bagavan var reist önnur kirkja og fórnarhátíðir, sem þar höfðu jafnan verið haldnar á nýársdag til heiðurs guðinum Vanatur, voru nú helg- aöar Jóhannesi skírara og ýmiss konar helgimunir honum eignaðir, fluttir þang að. Önnur mikil fórnarhátíð, sem heiðn- ir héldu til heiðurs gyðjunni Amahite, scm var þeirra Venus, var nú færð yfir á nafn Maríu meyjar. Georg kom þeirri skipan á í kirkju- málum, að prestar mættu vera kvæntir __ ef þeir gengju í hjónaband áður en þeir tækju vígslu. Eftir vígsluna máttu þeir ekki verða sér úti um konu. Prests- dómur skyldi ganga að erfðum og hélzt því yfirstjórn armensku kirkjunnar í ætt Georgs allt til loka fjórðu aldar, er önnur tók við. En þá höfðu mjög losnað þau bönd, er bundu armensku kirkjuna þeirri grísku. Kaþolikosar Armena voru hættir að fara til Cæsareu til vígslu og er fram liðu stundir sýndu Armenar æ meiri tilhneigingu til andstöðu við grísku kirkjuna. Væri um kenningar að velja, kusu þeir gjarna þær, er Grikkjum voru á móti skapi. Endanlega slitnaði upp úr samstarfi armensku kirkjunnar og annarra kirkju deilda árið 451 eins og fyrr sagði, eftir kirkjuþingið í Kalkedon, þar sem fjall- að var og deilt um eðli Jesú Krists, hvort hann hefði eingöngu verið guð- legs eðlis eða mannlegs eðlis einnig. Armenar hölluðust að því fyrra en meg- inúrslitum réðu ýmsar ráðstafanir, sem þeir héldu fast við í skipulagi kirkj- unnar. Þróunarsaga armensku kirkjunnar er órjúfanlega tengd sögu lands og þjóðar. Lega landsins, milli hinna voldugu ríkja, Persíu og Byzanz, varð til þess að það varð eilíft bitbein þeirra og þau keppt- ust við að innræta Armenum sínar eigm trúarskoðanir. Síðan tóku við aðrar árásarþjóðir, Arabar, Seljuk Tyrkir, Mongólar, Ottoman Tyrkir, og loks Rúss ar og hver af öðrum gerði tilraun til að snúa landsbúum frá trúnni. En ar- menska kirkjan lifði allt þetta af svo og armenska þjóðin og menning henn- ar. Raunar flýðu fjölmargir Armenar burt eftir því sem tímar liðu og settust að í hinum ýmsu löndum Asíu og Evrópu. Stærsta samfélag Armena er- lendis var Ciliciu konungsríkið, sem rogrgir kölluðu Litlu-Anneniu og stóð frá 10. öld og fram á 14. öld. Dugmestur konungur Litlu-Armeniu var nefndur Leo H. Hann hafði náin samskipti við Frakkland og Ítalíu og gerði margskonar umbætur í ríki sínu, að vestrænum fyrirmyndum. Ríkið var í hans valdatíð mikilvægur tengiliður í viðskiptum Feneyja og Genua við Austurlönd og hafnarborgin Lajazzo við Iskanderun flóa varð um skeið einn harðasti keppinautur Alexandriu í við- skiptalífinu. V—Æ estgjafar okkar í Erevan sögðu ___* næsta víst, að tæpast fyndisfc það land í öllum heimi, að ekki byggju þar nokkrir Armenar. Þeir væru eins og Gyðingar, allsistaðar, og víða fram- arJega í viöskiptalífi og menningarlífL Og þeir tóku okkur ekki meira en svo trúanlega þegar við sögðumst ekki vita til þess, að neinn armenskur maður byggi á íslandi. Við vorum í heimsókn í konjaksverk- smiðju þeirra í Erevan þegar þetta bai á góma — og menn orðnir svo glettnir, sem ráða má af því að við höfðum próf- að fjórar tegundir konjaks hverja ann- arri ljúffengari — enda eru Armenar frægir um allan heim fyrir þennan ein- staka drykk —. Alla vega vorum við sammála um, að það gæti gefið góða raun að senda nokkra Armena upp til íslands og blanda saman blóði þessara tveggja þjóða. — Að minnsta kosti ætti afkomend- ur þeirra hvorki að skorta þrjózku né einstaklingshyggju, sagði eitthvert okk- ar. — En því ekki að senda nokkra ís- lendinga til búsetu í Armenixi, spurði Leon — t. d. nokikrar ljóshærðar falleg- ar stúlkur; bætti hann við. — Ja, það er nú svo, svöruðum við í stríðni, ætli Rússar mættu þá ekki fara að gæta að sér, ef hér væri blandað blóði henskárra Armena og norrænna Víkinga. Flesti viðstaddir tóku þessu eins og hverri annarri glettni eða konjaksvit- leysu, svo sem til var ætlazt — en ekki þó allir. Misha, sá, er sýnt hafði okkur verksmiðjuna, varð skyndilega graf- aivarlegur og sagði hátíðlega: — Þið gerið ykfaiur vonandi ljóst, að við elskum Rússa og erum þeim eilíflega þakklátir fyrir það, sem þeir hafa fyrir okkur gert. Alla setti hljóða við þessa hátíðlegu ástarjátningu og við vorum þá ekki nógu kunnug samskiptum Armena og Rússa til þess að geta sagt um það, bvort hér væri mælt af einlægni eða af tillitssemi við hinn rússneska fylgdar- 32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desemlber 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.