Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Síða 10
Smásaga eftir Mark Twain að var með töluverðum ■emingi að ég tók um tíma að mér ritstjóm búnaðarblaðs. Ég reikna með að landkrabbi mundi á sama bátt taka með semingi við skip- Btjóm, en þannig var í pottinn bú- að launin skiptu töluverðu máli. Ritstjóri blaðsins var að fara í sum- arfrí. Ég sanaþykkti kauptilboðið og settist í sæti hans. Tilfinningin yfir því, að vera aftur kominn til vinnu hríslaðist um mig, og ég púlaði alla vikuna mér til ó- blandinnar ánægju. Blaðið fór í prent- nn, og ég beið allan daginn með tölu- verðri eftirvæntingu til þess að sjá bvort tilþrif min myndu vekja at- hygli. >egar ég yfirgaf skrifstofuna wn sólsetur sá ég að álitlegur hópur manna og stráka hafa safnazt saman við tröppumar. >eir skutust í allar áttir þegar þeir sáu mig, og ég heyrði einn þeirra segja: „>arna er hann.“ Ég ▼arð að sjálfsögðu harla glaður við, Morguninn eftir var álíka stór hópur laman kominn við skrifstofutröppurn- ar, auk þess sem smáhópar manna stóðu á víð og dreif um götuna. Allir horfðu á mig fullir áhuga. Hópurinn við tröpp- urnar dreifðist er ég kom þangað, og ég heyrði einn segja: „Sjáið þið augna- ráðið!“ Ég lét auðvitað sem ég heyrði þetta ekki, en undir niðri var ég harla upp með mér og hugleiddi að skrifa frænku minni um þetta. Ég fet- aði upp tröppurnar og er ég nálgað- ist dyrnar heyrði ég hressilegan mál- róm og síðar hrossahlátur inni fyrir >egar ég opnaði dyrnar og leit inn sá ég tvo unga og búsældarlega menn. >eir urðu langleitir og fölir við þegar þeir sáu mig, og síðan steyptu þeir sér með miklu brambolti út í gegnum rúð- una. Ég varð hvumsa við. Eftir hálftima heimsótti mig gamall maður, alskeggjaður en sviphreinn, og fékk sér sæti að boði mínu. Honum virtist vera allmikið niðri fyrir. Hann tók ofan hattinn, lagði hann á gólfið, og tók uþp úr honum rauðdropóttan snýtuklút og eintak af blaðinu. Hann lagði blaðið í kjöltu sína eg spurði um leið og hann fægði gler- augun með snýtuklútnum: „Eruð þér nýi ritstjórinn?“ Ég játti því. „'Hafið þér nokkru sinni áður rit- stýrt búnaðarblaði?‘“ „Nei, svaraði ég. „>etta er fyrsta tilraun mín í þá átt.“ „>að var að vonum. Hafið þér nokkra raunhæfa reynslu í landbúnaði?" „Nei, mér er nær að halda ekki.** „Datt mér ekki bankabygg í hug“, svaraði gamli maðurinn. Hann setti upp gleraugun og rýndi á mig á meðan haim braut blaðið saman. „Mig langar til að lesa fyrir yður það, sem kom mér til þess að álíta að eitthvað skorti á reynslu yðar. >að er þessi leiðari í blaðinu. Voruð það þér, sem skrifuðuð þetta: „>að ætti aldrei að slíta næpurnar af, það meiðir þær. >að er miklu betra að senda strák uppí tréð til þess að hrista það.“ „Nú, hvað segið þér um þetta, þvl ég reikna með að þér hafið skrifað það?“ „Finnst mér? Ja, mér finnst þetta ágætt. Mér finnst það skynsamlegt. Ég er sannfærður um að milljónir af næp- um skemmast hér í héraðinu vegna þess að þær eru slitnar af hálfþroskaðar, en ef menn sendu stráka upp í trén til að hrista . . . „>ér getið hrist ömmu ýðar. Næpur vaxa ekki á trjám.“ „Jæja, avo þær gera það ekki. Nú, hver sagði að þaer yxu þar? >að var aðeins talað í líking- um í leiðaranum, aðeins í líkingum. Allir sem nokkra glóru hafa í hausnum vita, að ég átti við að strákarnir skyldu hrista runnana." Við þessi orð mín spratt sá gamli upp úr stólnum, reif blaðið í tætlu* og tróð á því, braut eitt og annað f- herberginu, sagði að ég hefði ekki gáfnavísitölu á við meðalbelju, raukl út, skellti á eftir sér og var í stutti* máli þannig til orðs og æðis að mé* sýndist hann vera óánægður með eitt- hvað. En úr því ég vissi ekki hvað þa9 var, var ekki við því að búast að ég gæti liðsinnt honum. S tundarkorni síðar var hurðinnl srvipt upp og inn stormaði þvengja- lengja með hárklepra niður á axlir og viku skeggbrodda, sem gægðust upp» úr hrukkum andlitsins. Hann nam stað» ar er inn var komið, lagði fingur á var* ir sér, og beygði sig fram eins og ham» hlustaði eftir einhverju Ekkert hljóffr- heyrðist, en samt hlustaði hann ánt afláts. Loks sneri hann lyklinum | skránni og læddist á tánum í áttin* til mín. Hann nam staðar í seilingu, horfði fast á mig um stund, dró siðaq upp úr pússi sínu þvælt eintak af blað- inu, otaði því að mér, og sagði; „>ér skrifuðuð þetta. Viljið þér lesa það fyrir mig — strax. Ég held þetta ekki út lengur." Ég las upp úr blaðinu fyrir hann, og sem orðin hrútu af vörum mér, s4 ég að honum tók að létta. >að sljákk- aði á strídduni vöðvum, kyrrð og né 34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. deeemlber 19081

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.