Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Side 12
Til skamms tíma stóð á horni Smiðjustígs og Hverfis- götu hús, er lét lítið yfir sér, en átti sér þó merkilega sögu. í þessu húsi bjó um mannsaldur kona að nafni Anna Sigríður Pjetursson, píanó- kennari, fyrsta konan, sem gerði píanókennslu að ævistarfi sínu. Nemendur hennar munu hafa ver- ið af þremur kynslóðum, og þrátt Jyrir erilsaman dag í ýmsu öðru, lét hún sig þó hafa það og kenndd al'it fram til andláts síns 1921 sem ttng væri. Sonardóttir Önnu Sigríðar Pjet- ursson er alnafna hennar Pjeturss, píanóleikari, dóttir dr. Helga og hóf hún einmitt feril sinn sem píanó- leikari með því að læra hjá ömmu sinni sex ára gömul. Anna Pjeturss er jafnframt fyrsti kvenkonsert- píanóleikari íslenzkur. Ég fór fram á þa'ð við Önnu Pjeturss, •ð hiún segði mér eittibvað frá ömmu sinni, brautryðjanda í íslenzku tónlist- ariífi og fyrsta og eina píanókennara iandsins, sem flestum var kunn á sinni samtáð, en furðu hljótt hefir verið um sáðan (bnin iézt, en þó segir dr. Páll Isólfsison í samtsdábók sinni við Matt- Mas Johannessen: „Þegar ég fór til Þýzkalands hafði ég enga haldgóða menntun hlotið hér heima. Hún stóð hvergi til boða. Nám- ið reyndist mér því enfitt fyrst framan af. Hér var flítil músíkmennt, enginn ♦onlistarskóli, en einkakennarar voru þó mokkrir í Reykjavák, og flestir konur. Þekktust þeirra var lengi vel frú Petersen, móðir Helga Pjeturss, þess Smiðjustígur 5B, rétt eftir að húsið var byggt. í litla htosinu við hliðina hjá voru bæjargjaldkeraskrifstofurnar. Á svölunum standa Pjetur Pjetursson, eiginmaður Önnu og sonur þeirra dr. Helgi Pjeturss, sein bjó í húsinu tii dauða- dags. Myndin er tekin rétt eftir aldamót. Allir hækka vinnulaun sín nema ég - enda margir fátækir, sem hjá mér læra Magnús Finnsson rabbar v/ð Önnu Pjeturss píanóleikara um ömmu hennar, Önnu Pjetursson, fyrsta píanókennara hérlendis sérkennilega gáfumanns. Frú Petersen kenndi slaghörpuleik og var það vel þegið af mörgum.... “ Já, það var velþegi'ð af mörgum. Hve margir nemendur frú Önnu Pjetursson urðu á þessum sex áratugum, sem hún kenndi á slaghörpu, er ekki vitað, en þeir voru margir, það eitt má fullyrða. KennsLa hennar varð undirstaða allrar músíkmenntunar íslendingia, og meira að segja Árni Tborsteinsson, tónskáld, ®em a'ð eigin sögn aldrei lærði að spita, •egir:, „Að vísu var mér einu sinni komið 1 spilatima hjá Önnu Fjetursson, en toún vildi láta mig gera einhverjar fingraæfingar, sem ég gat ekki fellt mig við, og þar með var náminu lokið.“ -A. nna Pjetunss segir mér, að amma sín (hafi verið dóttir Vigfiúsar Thorar- ensens, sem fyrst var klausturhaldari í Skaftafellssýslu og síðar sýsluma'ður í Strandasýslu, og konu hans frú Ragn- Iheiðar Melsted, dóttur Páls Melsteds amtmanns og Önnu Sigríðar Thoraren- sen. Þau hjón eignuðust 14 börn, en dótt- ir þeirra Anna fæddist 184)5. Þegar hún var 4ra ára íluttust foreldrar hennar morður, en þá fluttist hún suður til Reykjavíkur til Sigurðar Meisteds, lekt- ors Prestaskólans, móðurbróður síns, og konu hans frú Ástríðar, dóttur Helga toiskups Thordersens. Hjá þeim ólst frú Anna upp sem dóttir á heimilinu. Frú Ástriður var hin mesta gáfu- og menntakona, sem unni tónlist og lék sjálf mjög vel á páanó. Hún mun á þeim tíma hafia verið önnur tveggja kvenna hérlendis, sem kenndi á píanó, þótt hún gerði það aldrei að aðalatvinnu sinni eins og fósturdóttir hennar Anna. Hin var Olufa Finsen, landshöfðingja- frú, sem frú Anna lærði og hjá um tíma. Hjá frú Ástríði lær’ði frú Anna bæði miúsík og annað, sem til gagns kemur í lífinu, en á þeim tímum var mjög óal- gengt ,að konur hlytu einihverja mennt- un, sem bragð var að. Hjá frú Ástríði lærði hún bæði ensku, frönsku og þýzku, en einkum var það músíkin, sem tók hug hennar allan og brátt kom í Ijós, að frú Anna hafði sérstaka löngun ti>l þess að kenna. Fimmtán ára gömul fékk hún fyrstu nemendurna, og kom þá á daginn, að hún bafði sérstaka þolin- mæði og kennarahæfileika til að bera. Hún kenndi fyrst heima hjá fóstru sinni, en gerði þó kennsluna ekki • að aðalstarfi, fyrr en hún giftist 1<870, Pjetri Pjeturssyni, fyrst lögregluíþjóni og síðar ibæjargjaldkera. Þau eignúðust sex börn og komust fijögur til manns, Helgi dr. í jarðfræði, Ástríður (Ásta) giftist hæstaréttardómara, fríherra von Jad- en, austurrískum aðalsmanni, miklum ísiandsvini, sem í nóvemtoer síðastliðn- um hefði orðið 100 ára, Sigurður flutt- ist til Kanada og Kristín, sem gifitist til Þýzkalands og lézt þar. Reykjavík kallaði frú Önnu Pjeturs- son aldrei annað en frú Petersen að venju þeirra tíma, þegar fínt þótti að danska öll nöfn, en frú Anna skrifaði sig aktrei samkvæmt hinum danska sið, og Anna Pjeturss segir: — Oft var ég send í sendiferðir fyrir ömmu mína. Man ég, að hún tók mér vara við að segja, a'ð ég kæmi frá frú Petersen. Hún hét frú Pjetursson, nafn- ið var islenzkt og hún kunni því ekki, að það yrði danskað. E ins og áður er getið hóf frú Anna kennslu árið 1870 og kenndi bún um mörg ár bæði börnum og fullorðnum, konum og körlum. Þörfin fyrir að kunna að leika á páanó var mikil og til þessa hafði allur almenningur ekki haft tæki- færi til þess að læra. Það má dást að elju og 'þoli hennar, sem hún hefur haft í ríkum mæli að endast ti'l þess a'ð kenna ailan liðlangan daginn ýmist toeima eða að heiman og hafa þó ibörnum og stóru heimiii að sinna. Á því má sjá að öll- um konum hefur ekki verið ókleift að stunda aðra vinnu en heimilisstörfi, enda mun ekki verða sagt, að benni hafi ekki farizt það vel sem annað, er hiúa tók sér fyrir hendur. Árið 1884 fór frú Anna Pjetursson utan til náms í Kaupmánnahöfn og þar tók hún „teoretiskt" kennaraprótf í tón- list, til þess að fullnuma sig og gera sig hæfari til kennslunn- ar. Aftur fór hún utan 1802 og kynnti sér breyttar aðstæður við kennsilu. I Kaupmannahöfn var henni tooðið kenn- arastarf og 2 krónur fyrir kenns'lustund- ina, en hún neitaði, sagðist viilja heim til íslands og þar kenndi hún til dauða- dags fyrir 50 aura um klukkustundina, Hún sagði að íslendingar hefðu ekki ráð á því að greiða hærri upphæð fyrir kennsluna og hét því að taka aldrei hærri upphæð, og við það stóð hiún.. Hún vildi efla tónlistarmennt íslendinga. Þegar hún lézt kostaði kennslustundin enn 50 aura hjá henni þrátt fyrtr, að verðlag allt hel'ði margfialdazt og verð- toói'ga styrjaldarinnar 1014 hafði rýrt gi'.di peninganna. Verðbólgan breytti ek.ki afistöðu hennar. F riú Ásta von Jaden dóttir frú Önnu lézt fyrir nokkrum árum síðust barnanna. Hiún hafði geymt öll bréf móður sinnar, sem aldrei haifði komizt tii þess að heimsækja hana, þótt hiúa hefði aillt lífið verið að safna í utaníör -------------------- 24. desemtoer 1966. 36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.