Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 20
Biermur hávaði, sem gerir oSrum ókleift að sofa lengur. I>eir hrópa og garga um allar götur, bjóða varning ■inn hávaert. Auk þess eru þeir miklir matmenn. Við fórum rétt fyrir hádegis- verð út á götu, og þar var iðandi kös ef fólki, sem virtist þurfa að flýta sér, en alltaf var það við og við að stanza til að fá sér bita, steikt brauð með osti og lambakjötið virtist í miklu uppá- baldi hjá þeim eins og öðrum. En lambakjötið steiktu þeir á tréprjónum yfir eldi, og ekki var annað séð, en öll- «m líkaði vel, þótt meðferðin stæðist ekki strangasta heilbrigðiseftirlit. Athygli mína vakti svokölluð túlí- panasteik, sem sjáanleg var á hverju götuhorni. Þetta voru laukar í laginu eins og túlípanalaukar, steiktir á rist, einskonar þjóðarréttur, þótt ekki liti hann girnilega út, svartur af reyk og ■kít, og þeir stýfa hann úr skítugum Imefunum. Þetta reyndist vera kasta- jniukjarni, en ekki lögðuni við í það að eeyna, hvernig hann væri á bragðið. S. korn. „Með mér frá Líbanon, brúður, með mér skaltu koma frá Libanon." Ljóðaljóðin, 4,8. Á mánudagsmorgni fórum við í bað og skoluðum af okkur hið gríska ferða- ryk, og rétt upp úr nóni flugum við með ísraelskri þotu í átt til Beirút, höf- uðborgar Líbanon, þar sem sedrusviður- inn grær. Og eftir tollskoðun, kvöldverð og meira bað, fórum við á arabískan næt- urklúbb, og þar gaf nú á að líta. Fyrst og fremst hittum við þar farþega frá Baltiku, því fræga skipi, og varð mik- ill fagnaðarfundur. Sáum við nú bezt, hvað þessi heimur okkar er lítill. — N J-t æturklúbburinn var mjog ekrautlegur, með myndum á veggjum og allskyns útflúri. Músíkin var fjörug og góð, og eftir að fundum okkar Balt- íkumanna bar saman, drifrum við okkur etrax út í dansinn. Dönsuðum við rólegan dans innan um edla Arabana, og ljósameistarinn hagaði þvf svo til, að við urðum öll sjálflýs- andi, glitruðum eins og maurildi. Aröbunum fannst augsýnilega gaman að komu okkar, og settu meira fjör í músíkina, og það voru teknar myndir af okkur Helgu. Arabískur dans með tilbrigðum Síðan var sýndur arabískur dans af mörgum ungmeyjum, sem allar voru skrautlega klæddar, en þær þurftu líka að sýna sinn fagra vöxt og klæddu sig úr öllu, nema silifurstjörnum á brjóst- um og blygðunarskemmum. Ein ungmeyjan varð sér úti um stól, sem hún lagðist í til að sýna áhuga sinn á næturstarfseminni. Klæddi sig úr hverri spjör, strauk sinn fagra líkama og hætti ekki fyrr en 'hún hafði ekki einu sinni fíkjublað til að skýla nekt sinni með. IÞvínæst stóð hún upp til að sýna vöxt sinn. Hann var fallegur, meira að segja mjög fallegur, og það var engin spjör á hennar líkama. Hún sneri sér í nokkra hringi til þess að við, sem þarna vor- ium, fengjum að sjá sem bezt, hvernig konulíkami líbur út án klæða — en um leið og hún fór, greip hún kringlótt spjald til að hylja þann hluta líkamans, sem hún var að enda við að sýna okk- ur sem bezt. Það þótti honum Þórði í meira lagi skrýtið. Mannleg náttúra söm við sig í Líbanon. Þarna mátti sjá margt, sem hvergi er að sjá á Vestiurlöndum, fyrir þá, sem höfðu augun opin. — Fyrir aftan okkur voru stúlkur á rápi, skjóandi augunum, til og frá, — og sumar voru skrýtnar í göngulaginu. Ég fór Éram á ganginn einu sinni eitt augnablik, og kom þá ein þeirra strax til mín, og spurði, hvort ég vildi ekki koma þessa leið, og hún benti inn í eitt skúmaskotið. Ég lét sem ég sæi hana ekki, og hélt xnína leið hina leiðina inn í danssal- inn aftur. Beirútborg er talin miðstöð fyrir hvíta þrælasölu og allskyns lesti, sem til eru í heiminum, enda varaði Guðni fararstjóri okkur strax við því að vera á ferli, þegar skyggja tæki, nema þá ir.örg saman. Fararstjórinn ber í borðið. c O kemmtilegt atvik kom fyrir rétt um það bil, sem við kvöddum þennan ■dýrlega stað. Einhver ruglingur varð á afgreiðslunni við borðið, og vantaði eina eða tvær greiðslur, líklega um 2 banda- ríska dali. Lenti það á fararstjóranum okkar að leiðrétta þetta. Áður en hann borgaði þetta, reiddist hann ógurlega við þá og sló í borðið, svo að hristist hans prúða skegg. Ég brosti við tilhugsuninni um, hver viðbrögð þeirra yrðu. Kjafturinn á þeim gekk a.m.k. tíu sinnum hraðar en áður, og var hann þo sæmflega í gangi fyrir. Leizt mér ekki á blikuna, þegar víkingasvipurinn kom á íslendinginn, og hann fór að tvístíga í kringum þá, dansandi einhvers konar stríðsdans. Mér meira en datt í hug, að hann kynni að bjóða Aröbunum upp á að sverja við skeggið á sér í staðinn f.vrir spámannsins. Nei, þótt íslendingurinn dveljist fjarri sinni fóstunmoldu, lætur hann ekki vaða ofan í sig, enda fareyttist framkoman hjá þeim, sem virtist hafa yfir mönnum að segja þama, og það kom einhver lotningarsvipur á andlit hans. Og þegar fararstjórinn fleygSi greiSsl- unni, sem deilt var um á borðið, og við strunsuðum öll út úr salnum, þá voru Arabarnir komnir í humátt á eftir okkur fram í gang, og vildu nú endur- greiða okkur eitthvað af upphæðirni, en fararstjórinn strunsaði niður tröpp- urnar og Arabarnir stundu. Ég fór síðastur, sneri mér við bros- andi og veifaði til þeirra, og þá kom fiam hjá þeim sú 'hreyfing, sem alla hendir, er hræddir eru, og er sjálfsagt ósjálfráð hreyfing um allan heim, annar lyfti hendinni og strauk sér um enn- ið! Og lagðist þá lítið fyrir son spá- mannsinsl 6. kom. Þórður Malakoff á Einskis- mannslandi. Næsta dag ókurn við um Líbanon, sem er ræktað milli fjalls og fjöru. Það er dásamlega fallegt land, og ókum við viða í meiri hæð en Öræfajökull er. Allsstaðar voru vínekrur í fjöllunum í 5 metra breiðum stöllum. Ókum við eitt sinn í marga klukkutíma meðfram bananaekrum, og miðvikudaginn þann næsta dag mættu okkur hvarvetna her- rnenn og lögregluþjónar á götunum, og var ástæðan sú, að þmnan dag gisti konungur konunganna, Negus Negesti, Haile Selassie og Bas Tafari, eða hvað hann nú theitir, keisarinn af Eþíópiu. Við komum til Biblos, og á ég eng- in oxð til að lýsa þeim undrum og stór- merkjum, sem þax blasa við manni. Þar sér maður rústir mar'gra menningar- skeiða, ailt frá steinöld. Svo stönzuðum við í Baalbeck, hinni fornfrægu borg, kennd við guðinn Baal. Þar enu rústir af rómversku hofi, og eru súlurnar, sem eru yfir 2000 ára gamlar, taldar einhverjar þær stærstu í heimi. Frá Baalbeck var svo haldið til sýr- lenzku landamæranna yfir hluta af sýr- lenzku eyðimörkinni, þar sem hjarð- sveinar reikuðu méð hjarðir sínar. Þar búa Bedúínar í tjöldum, sem varla &e hægt að segja um, að séu fyrir skepnur, hvað þá heldur fólk. A.ður en að landmærunum kom, snædoum við nestið okkar, og drukk- um gosdrykki með. Vegabréfaskoðun gekk greiðlega, og að því búnu var haldið inn í Sýrland, en þá kom í ijós, að talsverður spölur er á milli landa- mæranna, sem er einskis manns land. Hefur það orðið að samkomulagi vegna landamæraþræta, að hafa þetta bil á millL íslendingarnir tóku nú lagið í landi þessu, sem enginn á, líklega hefur unga folkið byrjað, og nú var kyxjað af hjart ans list kvæðið um Þórð malakoff. Ómaði nú um alia eyðimörkina þetta gamalkunna: „Hann Þórður er dauður og það fór vel“ — .— — en sprelllifandi og sprækur hélt ég nú samt inn í Damaskus um nónbfl. Það er skemmtileg borg. Komum þar inn í hina frægu Mosku, sem nú líktist meira kjörbúð en guðshúsi, og mátti kaupa þar allt milli himins og jarðar, jafnvel lítil böm seldu þar skólabæikuir sínar, sem þau voru hætt að nota og farinn af þeim fegursti blærinn, en all- ar seldust þær samt. — Það þarf mikið til að metta hungur ferðamannsins eftip rninj agripum. 7. kom. I landi Pýramída og Faróa. , Hvað er hellenskt og austrænt heimspekingsmál hjá himnaríki í konu- sál? — Kleópatra!" Og svo flugum við frá Damaskus til Kairó og komum þangað snemma morg uns. Nasser karlinn varð góðu gamni fjarri, að fá ekki að heilsa upp á okkur^ en hann var sagður norður við Dau'ða- hiaf að spreyta sig á sjóskíðum. Seinna fréttum við, að veðurguðirnir hafi verið honum eitthvað reiðir, svo að ekkert varð úr sportinu. Fólkið í Kairó er gott fólk og þægi- legt, en víða má sjá mikinn sóðaskap, Við fórum inn í gamla Axabahluta borg arinnar, á markaðina, sem þar eru 4 hverju strái. Þar voru heilu göturnar fullar af gulli og gersemjum, hi inigun» og menum. En fátæktin var mikfl og sóðaskap- urinn var þarna voðalegur. OMeur rate í rogastanz, hvað öllu ttniUi hámins og jarðar ægði saman á þessum mörkuð- um, grænmeti og gulli, en göturna* voru þröngar og sóðalegar. Fólkið lá í hrúgum á göturium. Sáum við þarna unga og fallega stúlku, ég skoðaði hana vel, varla meira en 17— Hér sést hópurinn allur og Jerúsalem í baksýn. Þórð má kenna utarlega til vinstri. Guðni fararstjóri með höku- toppinn ekki allfjarri. 44 LESBÓK MORGUNBLMISmS' 24. desemJber 19661

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.