Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Page 23
anlega bjargað okkur; Sveinn komst strax
inn á markað og það gekk ótrúlega vel hjá
honum. Við sýndum bæði í Den Frie í
janúar 1940 — fengum bæði mjög góða
krítik og seldum myndir þar.“
„Hvað tók svo við, þegar til íslands
kom?“
„Steindór bílakóngur, sem var móður-
bróðir Sveins, hafði útvegað okkur íbúð.
Svo gerðist það tveimur árum síðar, að
Markús ívarsson í Héðni og Kristín And-
résdóttir kona hans buðu okkur að leigja
hjá sér í húsinu á Sólvallagötu 6. Þetta var
frábært fólk og miklir vinir okkar og ég
held enn sambandi við dætur þeirra.
Kynni okkar hófust líka skemmtilega
nokkru áður, á meðan við bjuggum í Byrgi.
Markús var mikill áhugamaður um mynd-
list og mestur safnari á þeim tíma. Hann
hafði komið á sýningu hjá Sveini í Reykja-
vík og þeim kom strax vel saman. Seinna
þegar Markús var að setja upp vélar í síld-
arverksmiðju á Húsavk kom hann við hjá
okkur í Byrgi ásamt Kristínu konu sinni,
yngstu dótturinni Sigrúnu og bílstjóranum
Sveini, sem varð síðan tengdasonur í þeirri
fjölskyldu og löngum kenndur við Héðin.
Nú, Markús og hans fólk ætlaði að líta við
hjá okkur í Byrgi og fá eftirmiðdagskaffi,
en svo fór að þau dvöldust öll hjá okkur í
heila fjóra daga og ég skil nú bara ekki,
hvernig tókst að hola öllum niður yfir
nóttina því húsið var ekki stórt."
„En þið hafið ekki haft vinnustofu hjá
þeim Markúsi og Kristínu?"
„Nei, reyndar ekki. Sveinn leigði sér
vinnustofupláss í turninum á gamla
amtmannshúsinu í Bernhöftstorfu. En ég
málaði bara í stofunni og það var vissulega
annmörkum háð. Sveinn kom oft heim með
menn vegna viðskipta og ég var þá með
mitt dót út um allt og varð þá að taka
saman í hvelli, því hlutverk húsmóðurinn-
ar varð að ganga fyrir.
Við sáum að ekki var hægt að búa enda-
laust hjá þessu góða fólki og réðumst þess
vegna í húsbyggingu við Kvisthagann; sú
framkvæmd hófst síðla árs 1949. Einn af
Petsamo-förunum, Sigvaldi heitinn Thord-
arson arkitekt, teiknaði húsið. Hann gat
verið nokkuð stífur á meiningunni, en
Sveinn var það líka og stundum hvessti
dálítið hjá þeim, en allt fór það vel. Við
fluttum í húsið 1951 og fengum þar stóra
og bjarta vinnustofu. Það var slíkur mun-
ur á aðstöðu, að segja má, að þá hafi ég
byrjað að mála fyrir alvöru."
„Ég man eftir stórri mynd eftir þig
uppi í Sambandshúsi við Sölvhólsgötu
af stofnfundi Sambandsins í Yztafelli
árið 1902. Var hún máluð eftir að þið
nuttuð?“
„Sú mynd var áreiðanlega eitt af því
fyrsta, sem ég málaði í nýju vinnustof-
unni. Sambandsmenn höfðu boðið lista-
mönnum að spreyta sig á þessu myndefni
og beðið um skyssur, sem lagðar yrðu til
grundvallar við val. Það voru nú hérumbil
allir að mála afstrakt uppúr 1951 og svo
fór að engar skyssur bárust nema frá
okkur Jóni Þorleifssyni. Mín tillaga varð
fyrir valinu og eftir henni málaði ég stóra
mynd, mig minnir tveggja metra breiða, af
þessum stofnfundi í Yztafelli og að sjálf-
sögðu studdist ég við ljósmyndir, sem til
voru af fundarmönnum."
„Hvert er þitt cftirlætis myndefni?"
„Likíega er það fólk. En ég mála líka
uppstillingar, sjávarmyndir og hesta-
myndir. En ég hef næstum aldrei málað
landslag.‘!
„Fólk, já — það situr oft við borð,
stundum að spila á spil, stundum að
tala saman. Maður hefur á tilfinning-
unni, að þetta sé yfirleitt fólk norðan
úr Kelduhverfi. Er það rétt?“
„Ekki beinlínis. Þetta fólk er tilbúið. Það
eru ekki heldur ákveðnar persónur."
„En þú notar oft hluti, sem vísa aftur í
tímann, olíulampa til dæmis.“
„Það er rétt. En það er einungis vegna
þess, að mér finnst þessir olíulampar svo
skemmtilegir. Við áttum til dæmis svona
lampa, og höfðum ekki annað ljós á meðan
við bjuggum í Byrgi."
„Þú heldur líka uppá gamlar kaffi-
könnur.“
„Já, það segirðu satt. Sjálf nota ég eina
af þessum gömlu kaffikönnum og bráðum
skal ég hella uppá hana og þá færðu kaffi,
sem ég vona að sé ekki síðra en úr þessum
nýju kaffivélum. Ég skal þó játa, að ég
nota þessa gömlu könnu aðallega vegna
þess að mér þykir hún falleg."
„Mér finnst nú samt alveg ótvírætt, að
þetta sé sveitafólk, sem þú málar. Ég
man eftir áþekku fólki, húsakynnum
og áhöldum frá því ég var að alast upp
í sveit.“
„Það er rétt. Þetta á að vera sveitafólk.
Á vissan hátt eru þetta minningar að
norðan. Eins og ég sagði áður: Þetta var
gullnáma og myndefni, sem er ótæmandi."
Þrjár konur við borð, nýleg mynd, sem rar á sýningunni.
„Gekk alltaf bærilega að lifa af list-
inni?“
„Það gekk alltaf vel og aldrei kom það
tímabil hjá okkur, að yrði virkilega erfitt
— ekki einu sinni eftir að við tókum á
okkur verulegar skuldir vegna húsbygg-
ingarinnar. Það var alveg undravert, hvað
greiðlega gekk að borga þær upp.
Þegar við komum heim frá Danmörku
1940, ákvað ríkið að styrkja þá listamenn,
sem þar voru í för með 20 þúsund króna
framlagi til kaupa á húsnæði eða til að
koma sér fyrir. Við vorum þá ekki blankari
en svo, að við þurftum ekki á þessum pen-
ingum að halda og gengum ekki eftir þeim
fyrr en við fórum að byggja fimm árum
síðar. En þá var nú höfðingsskapurinn
ekki sá sami og upphæðin var lækkuð í 10
þúsund. Það kom ekki að sök, því Sveinn
seldi alltaf mikið og miklu meira en ég.“
„Finnst þér nú, að þú hafir staðið í
skugga hans?“
„Nei, við völdum okkur svo ólík við-
fangsefni. En það hefur alltaf legið ljóst
fyrir að auðveldara væri að selja lands-
lagsmyndir hér á íslandi."
„Hvaðan eru þín áhrif ættuð?“
„Ef ég á að nefna einstaka listamenn get
ég það ekki. En allir verða fyrir áhrifum
og það er nauðsynlegt. Mín áhrif eru fyrst
og fremst frá Akademíinu i Kaupmanna-
höfn. Ég hef ekki getað losað mig við þau
áhrif og líklega ekki kært mig um það.“
„Það er áreiðanlega mikið til í þessu,
Karen. Þitt málverk er akademískt,
en einnig norrænt og expressjónískt.
Hefur þig aldrei á öllum ferli þínum
langað til að gerbreyta öllu, stfl og
myndefnum?"
„Aldrei hefur það hvarflað að mér og
kannski kemur það ekki til af góðu. Mig
vantaði einfaldlega hugmyndaflug til
þess.“
„En gamla góða Danmörk með
grænkunni sinni sem skín nú alltaf
dálítið í gegnum litinn úr danska Aka-
demíinu — á hún ennþá mikil ítök í
þér?“
Lesbók/Árni Sæberg.
/ rinnustofunni rið Kristbagann ríkir friður og ró, en Karen Agnete getur nú aðeins staðið
stutt rið að mála í einu, þrí sjónin er að gefa sig.
„Styðztu enn við þau vinnubrögö, sem
þú lærðir í Akademíinu fyrir 60 ár-
um?“
„Já, ég nota ennþá tækni, sem ég lærði
þar; þynni litinn til dæmis alltaf út með
steinolíu eins og tíðkaðist þar, en ekki með
fernisolíu eða línolíu. Að vísu hef ég síðar
meir tileinkað mér að mála með palethníf,
en það var ekki kennt í Akademíinu."
Voruð þið Sveinn í miklu og góðu sam-
bandi viö kollega ykkar í myndlistinni
hér áður fyrr?“
„Nei, það var þá helzt við Ásgrím og Jón
Stefánsson, en Sveinn lærði meðal annars
hjá Ásgrími. Mér féll alltaf vel við Ásgrím
og Jón reyndar líka. Þeir voru samt mjög
ólíkir, enda litlir kærleikar með þeim. Jón
var samt ekki beint skemmtilegur; hann
var svo alvörugefinn. En mér finnst hann
alltaf mjög góður málari. Myndirnar hans
anda svo vel — kannski skilur nú enginn
hvað ég meina. Þær eru samt ekki léttar
og virðast hafa orðið til við mikla fyrir-
höfn. Ég held að þegar til lengdar lætur
þyki mér meira til um slíkar myndir en
þær, sem sýnast hafa orðið til á auðveldan
hátt. Það er samt ljóst, að Jón átti afskap-
lega bágt með að teikna; það er svo mikill
stirðleiki í teikningunni hjá honum. En
samt er hann minn uppáhalds málari.
Við höfðum ekki mikið samband við
aðra listamenn og síðan Sveinn dó, 1977,
hef ég naumast talað við neinn þeirra.
Sveir.n hafði eiginlega ekki gaman af því
að hitta og ræða við kollega sína. Okkar
vinir voru ekki úr þeirra röðurn."
„Það er skrýtið — mér finnst ég hálf
rótlaus hér. En þó finnst mér þegar ég
kem utan til Danmerkur, að ég eigi ekki
rætur þar heldur. Og síðast kom ég þangað
nú í sumar. Ég svíf svona um í lausu lofti.
Þeirri spurningu, hvort ég sé fremur fs-
lendingur eða Dani, get ég alls ekki svarað.
Ég held jafn mikið með báðum; tilheyri
báðum jafnt."
„Ertu einmana eins og margt fólk á
þínum aldri?“
„Ég er mikið ein og mér þykir það gott.
Nú, ég reyni að halda mig við efnið og
mála — og ég les mikið. Þess vegna get ég
alls ekki sagt að ég sé einmana. Mér finnst
tíminn fljótur að líða, stundum jafnvel of
fljótur — og alltaf líður hann hraðar og
hraðar eftir því sem maður eldist."
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984 23