Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Side 25

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Side 25
 Fjalla-Eyvindur og Halla samkvæmt sam- tíma lýsingum sýslumanna. Hún: Dökk yfír- litum, dimm í andliti, fattvaxin og „ógeðs- leg“. Hann: Sídhærður og fagurhærður með framstandandi neðri vör. Þjóðsagan um handahlaupin virðist einber uppspuni. í bak- sýn: Eyvindarkofaver. Rústin stendur þarna við lindina, en Hofsjökull og Arnarfell hið mikla að baki. Teikning og vatnslitamynd eftir Erík Smith. Fjalla-Eyvindur og Halla hafa orðið þjóð- sagnapersónur og sögur af þeim og leikrit Jó- hanns Sigurjónssonar hafa sýnt þau í róman- tískum bjarma, sem án efa er villandi. Bæði vorn af unga aldri, þegar þau lögðust ót, — Halla grimmlynd, en Eyvindur auðsveipur, og trúlega hefur hún ráðið ferðinni. Þau komust þrátt fyrir allt betur af en margir sem þá sultu heilu hungri í byggðum, höfðu stundum dágott bú og alltaf höfðu þau eld utan þeirra, sem þar eru merkjanleg, eru frá hvoru tímabili um sig. Þar er Eyvindarkofi í hraunsprungu vestan við hverasvæðið og hefur kofinn verið allstór og skipt með vegg og annar hlutinn rúmir fjórir metrar á lengd en ekki nema rúmur metri á breidd; öll hreysi Eyvindar voru mjög mjó, yfirleitt ekki nema á annan metra á breidd. Hinn hlut- inn var um tveir metrar á lengd og einn á breidd. Þá er og þarna í annarri sprungu það sem haldið er að hafi verið fjárrétt, en getur líka hafa verið hreysi. Austan við Eyvindarkofa er Eyvindarhver, hlaðinn úr hnullungum og í honum grjótbotn, sem sjóðheitt vatn bullar uppum og suðu þau Eyvindur og Halla sér mat í potti þessum. Það ber öllum sögnum saman um, að Eyvindur hafi verið hinn mesti völundur og er það hið eina um atgervi það, sem honum er eignað, sem styðst við heimildir, bæði í lýsingum yfirvalda og minjum. Eft- ir hann hafa fundist listilega riðnar tága- körfur, vatnsheldar, og er ein slík á Þjóð- minjasafni, en önnur á Byggðasafni Skag- firðinga. Á Hveravöllum hefur verið gnógt mat- fanga, fyrir jafnfótfráan og laginn mann og Eyvind. Hann sótti sér sauðfé á afréttir Skagfirðinga, og snaraði fugla og gróf upp hvannarætur og týndi fjallagrös, en þessi dýrð stóð ekki lengi. Skagfirðingar flæmdu þau hjón burtu og vestur á Arnarvatns- heiði og þar varð mikið þjófa safn. Til þeirra komu bæði Arnes og Abraham og tveir aðrir þjófar og þarna við Reykjar- vatn má greina mikil mannvirki, sem ör- uggt er talið að séu verk Eyvindar, en öll hans hreysi eru auðkennileg, segja fróðir menn, sökum þess hagleiks, sem þau bera vott um og ekki verður eignaður öðrum útileguþjófum. Rústin í Eyvindarkofaveri. Lækjarsprænan, sem sprettur upp í forgrunni myndarinnar, rennur undir tóftinni og lengst til hægri hefur verið dálítið brunnhús, þar sem alltaf var hægt að ni í vatn. Það var enn blómlegra lífið á Arnar- vatnsheiði en Hveravöllum. Auk hins borgfirzka búpenings á heiðinni, var þar gnógt fisks í vötnum og gæsa og rjúpna á heiðum, en þau Eyvindur fengu ekki held- ur þarna langan frið. Snorri prestur Björnsson, sem þá var kominn á Húsafell, á að hafa gengið fram í að flæma þau af afréttarlöndum Borgfirðinga. Næst frétt; um við af þeim hjónum austur undir Arn- arfelli og þar eru þau búin að hreiðra vel um sig, þegar ógæfan dynur á ný yfir þau og fylgir nú hér nákvæm lýsing Brynjólfs sýslumanns Sigurðssonar, sem gerði út leiðangur til að fanga þau hjón, þegar Árnesingar fóru að - kvarta um slæmar heimtur. Þarna hafa þau Eyvindur goldið þess sem oftari, að þeir Arnes og Abraham voru setztir uppá þau og þá gerðist sauða- þjófnaðurinn svo mikill að þess varð strax vart. Brynjólfur sýslumaður stóð fyrir leitinni og skrifaði eftirfarandi lýsingu: „Anno 1762 þann lta octobris, sem var föstudagur, fóru 33 karlmenn með 45 hesta frá Kallbak í Ytrahrepp uppá fjöll að leita eftir mönnum, sem þar höfðu sézt þann 7da septembris. Menn- irnir voru úr Biskupstungunum 8, Ytrahreppi 7, Austarahreppi 4, af Skeiðum 3, úr Villingaholtshreppi 4, Hraungerðishrepp 2, Sandvíkurhrepp 3 og úr Bæjarhrepp 3. Þessir menn leituðu lta og 2an octo- bris. Þann 3ja fundust tjaldstaðir þjóf- anna og seinast þeirra híbýli, vestan til við Arnarfell undir jöklunum, hér um bil 3 þingmannaleiðir frá byggð. Þar var grafinn- innan stór hóll, fallega hlaðnir kampar að dyrum og hrísflaki í þeim, fyrir innan kampana var hús þvert um, tveggja faðma langt en vel faðms breitt, grafið með páli og rekum. Innan af þverhúsinu lágu nær 2ja fað- ma löng göng upp í hólinn í kringlótt eldhús, sem var 20 fet í kring. í eldhús- inu voru lítil hlóð. Uppi yfir þeim héngu 2 lundabaggar og magáll af sauðum. Húsin voru af viðarflökum og sauða- gærum upp gerð og tyrfð, gærurnar skaraðar sem hellu þak. í fremra húsinu fundust tvær bækur, nefnilega sumarpartur Gíslapostillu í 8vo og Jóns Arasonar passíuprédikanir, tveir askar, tré diskur, skæri, mjólk- urtrog, smiðjubelgur, smjör skemmt í óbrúkuðum skinnstakk, 4 fjórðungar að vikt, rifrildi af skinnbrók og þar í sam- anrunnin vorull, 2 pör karlmannaskór af nýju hrossskinni, 1 par kvenskór og > 1 par dito minni til lo á 11 vetra gamals ungmennis af sauðaskinni, kven- mannssvuntu slitur af grænu raski, klæðiskventreyjugarmur, barns nær- skyrtu ræfill af einskeftu, rauðir kven- og aðrir barnssokka ræflar, gul prjóna- peysaóttum látúnshnöppum, skjóða með álftafiðri í, vorullar bandhnyklar, 2 snældusnúðar. Utan húss var þar viðarköstur af rif- hrísi, fullkomlega á 30 hesta, í honum sauðakjöt, föll af 73% sauð talsins, ganglimir af folaldi, sauðamör, nóg klyf á fjóra hesta, ristlar á einn hest. Sauðhöfuð voru þar hjá i bunka 75, flest af gömlum sauðum, nokkur af tvævetrum og þrevetrum, á hverjum mörkin þekktust og áttu heima 22 á Unnarholti, 9 á Kópsvatni, 18 á Tungu- felli, 15 á Berghyl, 1 á Miðfelli, 2 á Hólum, 2 á Seli, 3 á Skálholti, 1 á Auðs- holti og 2 óviss. Engan mann urðu leitarmenn varir við, fóru þeir að leita spora og fundu þeir 5 hesta og tveggja manna ný spor upp á Arnarfellsjökul, hver þeir röktu upp á hájökul og vestur eftir honum, svo lengi dagur hrökk. Fjúkmaldur og þoku fengu þeir á jöklinum. Sneru þeir svo til baka eftir sólarlag til híbýla þjóf- anna.“ Halla er sem sagt ríðandi og barnið og einn karlanna, en tveir hafa hlaupið með og var annar Eyvindur, því að hann stanz- aði annað veifið til að slöngva klaka- stykkjum eftir leitar mönnum úr slöngvað, en sú var ein íþrótt hans. Þegar hyskið, Eyvindur, Halla, Arnes og Abraham, hafði verið rekið úr Arnar- fellsmúla og friðvænlegt virtist ekki syðra flúðu þau vestur á Strandir og voru þar öll tekin föst um páskaleytið 1763. Hreysi Eyvindar og Höllu í Bjarnarfirði nyrðri, er eitt hið ömurlegasta í útilegu- sögu Eyvindar, hlaðinn langveggur en klettur myndaði hinn vegginn og var hreysið ekki nema um metri á breidd og tveir á lengd. Þarna hafa þau lifað á sauð- um, sel og fugli og stolnu fiskmeti frá sjáv- arbændum. Þau hjón eru nú í haldi og þó lauslegu framá næsta vor að þau sleppa og koma næst fram austur á landi og eru þar í skjóli Hans Wiums sýslumanns og þar- LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.