Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Qupperneq 30
ÞORSTEINSSON
Myndir:
ÖRLYGUR
SIGURÐSSON
Hann hlustar á lágvært talið, sem
berst til hans í gegnum þunnan
timburvegginn þangað sem hann
liggur og horfir upp í loftið og lætur
sér leiðast. Niðurinn frá ströndinni
berst einnig til hans í bland við
hljóðskrafið, þegar aldan fellur á
sandinn eins og hún kemur utan af
flóanum með hvítan fald sem bjarmar af í myrkrinu og
skellir sér upp á landið. Hún fellur frá austri til vesturs,
og það heyrist í nýrri áður en hin er horfin í hvarf við
höfðann vestur undan, þar sem stunur hennar kafna.
En nokkru áður en öldufallið dvín og ný alda byrjar
skammt undan kaupfélaginu kemur hlé. Þá hnígur ald-
an hljóðlaust inn í ósinn. Að öðru leyti er öldufallið
háttbundið og greinilegt af því húsið er gamalt og úr
timbri. Á loftinu eru kaðlar undir rúmunum, af því
svona hús geta verið eldgildrur. Þess vegna er hægt að
renna sér til jarðar í einum rykk ef þörf krefur. Eins og
Tarsan apabróðir, hugsar hann, þar sem hann liggur á
neðri hæðinni og hræðist ekki eldhættu. Kofinn má
brenna án þess hann eða kaupmennirnir handan við
þilið þurfi að hafa stórar áhyggjur af undankomu. Þeir
geta stigið út um glugga.
Þetta haust hafa þeir verið á ferðalagi. Þeir fara þorp
úr þorpi með varning og litla og feita höndlarann á
veltingi innan um kassana aftur í bílnum. Hinn situr
aftur á móti virðulegur í framsætinu með gamlan,
svartan Bosolino á höfði og vindilstúf í munnviki, sem
hann tyggur upp til agna án þess að kveikja í honum.
Þeir hagnast vel á sölunni enda er mikill skömmtunar-
tími. Jafnvel strákar á skipum verða allt í einu eftir-
sóttir hjá kvenfólki af því þeir koma með nylonsokka
frá New York og Wrigley’s, og hvað annað sem gleður
meyjarhjörtun þegar allt er skammtað. Og það skiptir
ekki máli þótt einn sé bólugrafinn og annar méð
skemmdar tennur. Smygl er nauðsyn og jafnvel lekinn
sjálfur er ekki eins hættulegur og að eiga ekki Wrigley’s
upp í sig. Og þar sem gróðavonin ræður húsum láta
menn einu gilda þótt þeir lendi í sviptivindum leynilegr-
ar kauptíðar. Kaupmennirnir eiga sjoppur í öðrum
plássum. Nú hafa þeir skilið þessi óðöl eftir í höndum
eiginkvenna og dætra og eru komnir í sölumennsku.
Þeir hafa fengið hálsbindi frá Ameríku með máluðum
kvenmannsmyndum. Sumar þessara mynda eru sjálf-
lýsandi og þær glóa draugalega í ljósum danshúsa, eða
þá þær fá á sig fjólubáan lit, sem þykir líka fínt og
æsandi. Og þegar hálsbindin eru ekki næld niður heldur
leika lausum hala framan á maganum sveiflast kven-
mannsmyndirnar til, eða einstakir hlutar þeirra, sem
þykir alveg frábært. í öðrum kössum eru keðjur og
merki fyrir bíllykla eða hverja þá lykla sem menn þurfa
að nota. Þú horfir bara í gegnum kíki á merkinu þegar
þú ert ekki að nota lykilinn. Þar sést grænt gras og
fjarlægðir og steinveggur til skjóls ef hann skyldi vera
á norðan. Á grasinu liggja karl og kona og þú getur
horft á þau þér til ánægju eða hneykslunar eftir atvik-
um. Menn hafa ekki séð annað eins síðan skömmu eftir
fyrra stríð. Þá var hægt að fá pípuhausa með svona
gleri. Þeir voru sérstakar gersemar vinnumanna og
lausastráka. Óviðkomandi fengu ekki að kíkja nema
undir eið.
Þótt hann heyri rólegt masið í kaupmönnunum hin-
um megin greinir hann ekki orðaskil. En það gerir
ekkert til. Hann liggur ekki þarna til að vera á hleri,
heldur vegna þess að hann ekur þeim og þarf að bíða
þar sem þeir ákveða að stunda söluna. Að öðru leyti
kemur honum þetta ekki við. Þó býst hann við í hjarta
sinu að hann verði talinn meðsekur komi til þess að
farið verði að þrefa. En þá er að bíða og sjá. Þeir eru
búnir að vera eina nótt og einn dag á þessum stað, og
þótt hann sé ekki spurður finnst honum kominn tími til
að hafa sig á brott. Menn eiga ekki að ögra láni sínu eða
treysta heppninni um of, jafnvel ekki á litlum stöðum.
Þeir hafa þegar selt töluvert af hálsbindum til þeirra
sem eru um það bil að komast af gelgjuskeiðinu og
þurfa að vera á dansleikjum. Þeir hafa hinsvegar selt
minna af lyklamerkjum af því þeir eru ekki margir á
svona stað sem eiga bíla. Hann sá enga fólksbíla þegar
þeir komu nema grænan Ford, og svo einhverja vöru-
bíla. Aðrir lyklamenn eiga kannski hús eða skúr sem
þeir læsa, og hafa fyrir sið að leggja lyklana frá sér á
borð innanum konu og krakka fyrir svefninn. Þeir
spyrja varla um smygluð afbrigði af lyklakippum fyrir
afbrigðilegar þarfir og eru því lélegir kaupendur. En
þeir kaupar eru þrásætnir. Það er ekki einleikið hvað
þeir hangsa. Yfirleitt flytja þeir sig um set áður en það
er á almanna vitorði að þeir eru að selja. Þótt svona
staðir sofi má alltaf búast við að einhverjir hreintrú-
armenn á skammtanir telji sér skylt að hnippa í yfir-
valdið. Þeir fá að vísu ekki mörg tækifæri því eftir að
haustar kemur ekkert kvikt á staðinn nema mávur utan
af flóanum. Rútan stansar aldrei nema í þrjú kortér
meðan gestirnir éta kjötsúpu og stífla klósettin. Síðan
fara þeir út í buskann. Klögumál eru því engin nema
stöku landamerkjaþrætur frammi í sveitum.
Kvöldinu áður eyddu þeir í langvarandi skraf hinu-
megin við vegginn og þetta kvöld heldur viðburðaleysið
áfram. Hann veit hann er sjálfur of ungur og óbrúkaður
af lífinu til að iiggja svona og bíða. Öðru máli gegnir um
Bosolino og litla höndlarann. Þeir eru miðaldra og hafa
tilgang. Þeir eiga konur og börn og vilja græða. Hann
fer oní vasa sinn eftir lyklamerki heldur en ekkert og
ber það upp að hægra auganu og kíkir. Þegar hinn
endann á merkinu ber fyrir loftljósið bjarmar á mynd-
ina. Svo snýr hann merkinu örlítið. Þá gengur karlinn
upp og niður ofan á kerlingunni. Hann brosir og býst
við þeir eigi ein þrjú hundruð stykki eftir af þessu
dýrmæti. Það eru miklar birgðir fyrir ekki fjölmennari
byggðir. Það er minna til af hálsbindum, enda virðist
menn hafa meiri þörf fyrir þau. Allt í einu heyrir hann
aukið mannamál yfir í herberginu. Hann leggur við
hlustir. Annaðhvort er einhver að kaupa eða skipa fyrir
á þessum guðs fordæma stað. Hann heyrir að vísu ekki
orðaskil en röddin er skipandi. Hann bregður merkinu
aftur fyrir augað og snýr. Hurð er lokað handan þilsins
og einhverjir fara um ganginn.
Hann stingur lyklamerkinu í vasann og hlustar.
Handan við þilið er steinþögn, og hann bíður um stund
eftir að hljóðskrafið byrji að nýju. Þegar liðinn er lang-
ur tími án þess heyrist eitt orð rís hann upp og gengur
yfir til þeirra. Það umlar í þeim þegar hann bankar á
hurðina og hann opnar með hægð og lítur inn fyrir.
Þarna standa kassarnir aftan við annað rúmið og opinn
kassi með lyklamerkjum á rúmi litla höndlarans. Þeir
lita ekki við þegar hann opnar og hann sér þeim er
brugðið. Bosolino situr á stól við borðið undir gluggan-
um og snýr vanganum í hann og tyggur vindil sinn á
milli þess sem hann er að vippa honum milli munnvik-
anna. Það er eins og hann hugsi hratt og af alefli af því
vindillinn er aldrei kyrr. Litli höndlarinn situr á rúm-
inu með annan olnbogann uppi á kassanum og hallast
fram á hönd sína. Hann er einnig í þönkum. Svo bregð-
ur hann þumalfingri vinstri handar í munn sér og bítur
angurvær í nöglina.
Þið sitjið hér, segir pilturinn, eins og hann sé að
minna þá á, að nú sé búið að stansa nóg. Bosolino lítur
til hans og bryður vindilendann grimmilega áður en
hann svarar.
Já, við áttum að vera farnir, segir hann. Okkur hefði
verið nær að koma okkur af stað í morgun, því hér var
hreppstjórinn á ferð við annan mann og keypti af okkur
hálsbindi og lyklakippu. Ég áttaði mig bara ekki fyrr en
helvítið var að fara. Það var of seint.
Iss, segir pilturinn. Hann vill ekki láta bugast og
gerir grín að þessu. Hreppstjórinn, segir hann. Hefur
hann ekki gaman af að kíkja í lykil eins og aðrir.
Litli höndlarinn skyrpir naglarbroti reiðilega á gólf-
ið.
Eflaust, en hann hafði vitni. Og við því verður ekkert
gert ætli hann á annað borð að hegða sér eins og hrepp-
stjóri. Eða þá að hann hefur verið sendur af sýslumann-
inum. Mér sýndist á honum að hann væri ekki einn af
þeim sem kíkja.
Við þessu verður ekkert gert, endurtekur Bosolino
annars hugar.
Á þá ekki að fara að djöfla sér af stað, segir pilturinn
og rödd hans er gjöll af æsingi. Honum finnst það megi
jafnvel keyra þetta af sér. Fara, segir hann og röddin
heldur áfram að vera gjöll. Andskotast í burtu úr þess-
um hundsrassi, ha?
Þeir hrista höfuðin þögulir, eins og þeir hafi gefist
upp. Þeim líst ekki á að fara undir nótt í annað pláss.
Það mundi ekki breyta neinu, segir Bosolino. Hafi
mannskrattinn verið að snuðra fengjum við bara tiltal-
ið hjá næsta sýslumanni. Þeir hafa síma þessir kallar.
Við erum hvergi hultir úr þessu.
Pilturinn horfir á þá eins og hann sé að bíða eftir að
þeir skipti um skoðun. En þeir þegja og litli höndlarinn
fer aftur að fást við nöglina á þumalfingrinum. Kannski
verður þetta andvökunótt hjá þeim. Þeir eru komnir á
þann aldur, þegar menn verða styggir og áhyggjufullir
jafnvel þótt þeir sofi, og vakna þreyttir og kvíðafullir.
Þeir sofa í herberginu hjá kössunum, sem þeir höfðu
borið inn við komuna, og það er kannski betra, hugsar
pilturinn. Þá vaka þeir hvor yfir öðrum og hafa félags-
skap ef þeir vilja tala í stað þess að bylta sér undir
sængunum einir með þessum stóru áhyggjum út af
hreppstjóranum. Bosolino tyggur vindilinn.
Það getur farið í verra með kerlingartuðruna fyrir
sunnan, segir hann og er grimmur í röddinni. Þennan
heiðursdoktor þinn í smygli.
Að við segjum frá því, segir litli höndlarinn. Kemur
ekki til mála. Það er hneyksli.
Hvaða djöfulsins hneyksli, segir Bosolino og þrútnar
í framan og verður hávær. Nú sér hver maður um sitt
hneyksli. Ég tek ekki á mig meira en mér ber. Er þetta
ekki hneyksli, ha? Skyldi það mega fá fætur þangað sem
það á heima. Hann breiðir út faðminn yfir þá báða og
herbergið og kassana, eins og hann vilji með því stað-
setja þær ávirðingar sem hann verður að svara fyrir.
Ég sé það bara ekki fyrir mér, segir litli höndlarinn
og gerir sig vælulegan og afsakandi í röddinni. Ég sé
það hreint ekki fyrir mér hvernig hægt verður að yfir-
heyra hana og kæra fyrir smygl. Hún er eins og fjall-
konan sjálf, svona nýkomin að vestan úr þessari boðs-
ferð. Henni var gefinn bíll og hún var gerð að heiðurs-
doktor og hún flutti erindi hjá Daugthers of the Revol-
ution. Ég sé það bara ekki fyrir mér.
Bosolino tekur vindilinn út úr sér og rekur blautan og
tugginn endann í áttina að litla höndlaranum nokkrum
sinnum til áherslu orðum sínum, eins og hann hafi í
hyggju að reka hann í gegn.
Þeir þora aldrei að gera þetta að stórmáli, sannaðu
til. Ef við nefnum hana verður þagað. Við fáum kannski
einhverja sekt, og ég hef horfst í augu við annað eins
um dagana. En ég læt ekki svíða á mér hána út af henni.
Ekki þótt hún væri sjálfur guð almáttugur í pilsi. Það
var hún sem fyllti bílinn af smygli, innan í hurðum og
alls staðar. Hún verður nefnd til verksins skaltu vita.
Pilturinn hörfar út um dyrnar og lokar á eftir sér.
Hann er lagstur út af og byrjaður aö hlusta á öldufallið
þegar hann heyrir hljóðskrafið að nýju handan úr her-
berginu. Þeir virðast orðnir rólegri og raddhæðin er
jöfn og hann metur það þannig, að þeir séu ekki æstir
lengur. Svo sofnar hann út frá þessum hugleiðingum í
öllum fötum ofan á sænginni af því nú eru hættutímar.
Þeir eru snemma á fótum og þeim hefur verið til-
kynnt að þeim sé óheimilt að fara út úr herbergjunum.
Hreppstjórinn kemur í býtið og hirðir góssið, og segir
að sýslumaðurinn sé á leiðinni til að yfirheyra þá. Þetta
er mjög formlegt. Yfirheyrslan hefst í matsalnum eftir
að morgunverði lýkur. Það skiptir ekki neinu máli af því
þeir eru einu gestirnir og eru látnir borða inni i her-
bergjum sínum. Þrír stólar hafa verið bornir út úr
matsalnum og þeim er bent að setjast þar og bíða.
Hreppstjórinn stendur yfir þeim við annan mann og
gætir þess að þeir bregði sér ekki af bæ. Þegar sýslu-
maðurinn kemur fer hann inn um gamla forstofu og í