Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Page 46

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Page 46
Jólaleikrit sjónvarpsins að þessu sinni verður Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson með tónlist eftir Pál ísólfs- son. Hingað til höfum við að- eins séð Gullna hliðið á leiksviði og verður nýstárlegt að sjá þessa gömlu en sígildu sögu í þeim búningi, sem filman og nútíma rafeinda- tækni gera mögulegan. Upptaka fór fram í myndveri sjónvarps- ins fyrripartinn í sumar, en leikstjóri var Ágúst Guðmundsson, einn af okkar snjöll- ustu kvikmyndamönnum. Hann fékk þá hugmynd að skeyta saman leikinn og ein- hverskonar myndverk og tók Snorri Sveinn Friðriksson listmálari og forstöðu- maður leikmyndadeildar sjónvarpsins að sér að mála myndir með vatnslit, sem yrðu hvorttveggja í senn: Baksvið og forgrunn- ur leiksins. Aðrar leikmyndir, t.d. baðstofu í upphafi leiksins, gerði Gunnar Baldurs- son, leikmyndateiknari hjá sjónvarpinu. Andrés Indriðason stjórnaði upptöku. Við tökuna voru notaðar 5 myndavélar, en hin endanlega útkoma fæst með raf- eindatækni. Leikarar eru myndaðir á móti bláum grunni, en síðan er hægt að eyða þessum grunni og þegar búið er að vinna saman tökuna með leikurunum og vatns- litamyndirnar, þá virðist svo sem leikar- arnir standi og gangi um inni í vatnslita- myndinni og allt kemur eðlilega út. Þetta er tímafrek tækni og þetta er í fyrsta sinn, sem henni er beitt í stóru verki. Lesbók átti tal við Hinrik Bjarnason, forstöðumann Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, í sambandi við hugsanlegar sýningar á Gullna hliðinu utan íslands. Sagði Hinrik, að einu sinni á ári kæmu sjónvarpsmenn á Norðurlöndum saman á einskonar kaupstefnu fyrir sjónvarpsefni. Hinrik fór í haust á eina slíka kaupstefnu og þar bauð hann Norðurlandamönnum Gullna hliðið ásamt öðru sjónvarpsleikriti. Viðtökur urðu svo einstaklega góðar, sagði Hinrik, að fjórar Norðurlandaþjóðanna völdu Gullna hliðið númer eitt og ein þjóð- anna setti þaö í annað sæti. Til samanburðar má geta þess, að Finn- ar buðu fram 6 verk og komu aðeins einu að. Gullna hliðið verður sem sagt jólaleik- rit í sjónvarpi á öllum Norðurlöndunum og mun það vera í fyrsta sinn sem íslenzkt sjónvarpsefni hlýtur svo góðar viðtökur. Að sjálfsögðu verður settur texti inná myndina á Norðurlöndum. GS Ljósmyndir: Emar Páll Einarsson, sem jafnframt var fyrsti kvikmyndatökumaður Gullna hliðsins. GULLNA HLIÐIÐ í SJÓNVARPINU UM JOLIN Laufskáli í himnaríkj. Vatnsiitamynd eftir Snorra Srein, sem síðan rerður rettrangur leiksins. Leikarar og sviðsmynd komin saman í eitt: Englar og útraldir í laufskála og fiðlungur, sem Egill Ólafsson leikur, er að skemmta þeim. Englar og útraldir. Upptakan fer fram á móti bláum grunni, en síðan koma ratnstítamynd- irnar í stað bláa litarins. Snorri Sreinn Friðriksson málar mynd í myndreri sjónrarpsins. Guðrún Þ. Stephensen leikur kerlingu, sem bér er í himnaríki og ræðir rið fyrrrerandi sreitunga sína, sem Þráinn Karlsson og Edda Björgrinsdóttir leika. Agúst Guðmundsson leikstjóri Gullna hliðs- ins. 46

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.