Morgunblaðið - 06.01.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Námskeið í sjálfstyrkingu
Efla sjálfs-
ímynd unglinga
Um þessar mundirer verið undirbúanámskeið fyrir
unglinga 13-16 ára þar
sem kennd verður sjálf-
styrking. Það er Foreldra-
húsið, Vonarstræti 4b,
sem stendur fyrir þessum
námskeiðum. Jórunn
Magnúsdóttir er forstöðu-
maður Foreldrahússins og
hún var spurð hvert væri
markmiðið með þessu?
„Við fórum af stað með
námskeiðin vegna þess að
við vorum spurð um slík
námskeið. Við fundum að
það skorti mjög að ung-
lingum væri hjálpað til að
öðlast sjálfsvirðingu og
sjálfstraust. Markmiðið
hjá okkur er sem sé að efla
sjálfsímynd og félagslega
hæfni unglinganna. Fjallað verð-
ur um tilfinningar og hvernig ein-
staklingi líður frá degi til dags.
Leiðbeint er hvernig ungmenni
geta ráðið bót á neikvæðum til-
finningum sínum og einnig hvern-
ig þau geta brugðist við skila-
boðum sem þeim berast frá
öðrum. Uppbygging sjálfsvirð-
ingar er einn af lykilþáttum nám-
skeiðsins. Þetta eru forvarnar-
námskeið og þarna eru ekki
teknir inn unglingar sem eru
komnir í neyslu. Þetta námskeið
er hluti af námskeiðinu Börn eru
líka fólk, en það námskeið er fyrir
6 til 12 ára börn.“
– Hvað eru þetta löng nám-
skeið?
„Þau standa tíu vikur, mætt er
einu sinni í viku frá klukkan 19.30
til klukkan 21 í Foreldrahúsinu,
Vonarstræti 4b.“
– Er mikil þörf á svona sjálf-
styrkingarnámskeiði?
„Já, við teljum að það sé mikil
þörf á að styrkja sjálfsmynd ung-
linga, vera jákvæð við þá. Það er
svo oft horft á neikvæðu hlutina
hjá unglingum og það vill gleym-
ast að sjá hið jákvæða í fari
þeirra. Fólk ætti að horfa á það
góða sem unglingar þess eru að
gera og hrósa þeim fyrir það.“
– Hvað marga takið þið inn á
hvert námskeið?
„Við tökum hámark sex ung-
linga og það er til þess að geta
sinnt þeim öllum vel og hlustað á
þá, gefið þeim þann tíma sem þeir
þurfa hver og einn.“
– Hver leiðbeinir á námskeið-
unum?
„Ólöf Ásta Farestveit, uppeld-
is- og afbrotafræðingur, hefur yf-
irumsjón með öllum sjálfstyrk-
ingarnámskeiðunum. Hún sér
einnig um námskeiðin fyrir yngri
börnin.“
– Hvernig er unnið á þessum
námskeiðum?
„Námskeiðin fyrir 6 til 12 ára
eru ætluð börnum sem búa við
erfiðar aðstæður, svo sem
alkohólisma, geðræn vandamál,
ofbeldi eða annars konar erfið-
leikasem valda óöryggi. Þarna
eru unnið bæði með börnum og
foreldum sem koma
með á námskeiðin. Það
er sálfræðingur sem
talar við foreldrana en
ráðgjafi sem sér um
börnin. Á þessum nám-
skeiðum er verið að
gefa börnunum kost á
að vinna úr erfiðleikum
sem þau hafa þurft að
glíma við, hjálpa þeim
að þekkja tilfinningaleg viðbrögð
sín og vinna á uppbyggilegan hátt
með tilfinningar sínar. Það er ver-
ið að aðstoða þau við að skilja að
þau geta ekki borið ábyrgð á því
ástandi sem skapast í kringum
þau við erfiðleika fullorðins fólks.
Þeim er hjálpað við að mynda
virk samskipti og að rækta með
sér hæfileika og til að leysa
vandamál og komast ósködduð í
gegnum lífið. Markmiðið er gefa
þessum börnum jákvætt sjálfs-
mat og kenna þeim hóflegt af-
skiptaleysi gagnvart aðstæðum
sem þau geta engin áhrif haft á.“
– Eru námskeiðin fyrir ung-
linga öðru vísi uppbyggð?
„Já, þau eru líka forvarnanám-
skeið.Við beinum sjónum að ung-
lingnum, foreldrunum er boðið að
koma tvisvar og hitta ráðgjafann.
Þetta eru góð námskeið, t.d. fyrir
unglinga sem lent hafa í einelti
eða eru mjög feimin og óörugg.
Við beinum sjónum okkar einkum
að því að efla sjálfstraust og
sjálfsvirðingu. “
– Hvað er erfiðast fyrir ung-
linga að mæta í hinu daglega um-
hverfi?
„Það er að þora að standa með
sjálfum sér. Þora að segja nei.
Skilja að maður þarf ekki að vera
eins og allir aðrir. Fullorðið fólk
vill láta bera virðingu fyrir sér en
á sama hátt eiga hinir fullorðnu
að sýna unglingum virðingu.“
– Hafið þið haldið mörg svona
námskeið?
„Já, við byrjuðum á þessum
sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir
ári. Þau hafa gefist mjög vel og
við höfum heyrt frá foreldrum að
þau hafi verið ánægð og séð já-
kvæða breytingu á unglingnum
sínum. Unnið er með
listmeðferð og tjáningu
á myndrænu formi.
Þeim er kennt að setja
sig í spor annarra og
átta sig á hvað liggur á
bak við hegðun þeirra
hverju sinni.“
– Hvað kosta svona
námskeið?
„Fyrir yngri hópinn,
þar sem foreldrar koma með,
kostar tíu vikna námskeið einu
sinni í viku 13.000 krónur en nám-
skeið í sjálfstyrkingu unglinga í
tíu vikur einu sinni viku kostar
8.000 krónur.“
Jórunn Magnúsdóttir
Jórunn Magnúsdóttir fæddist
í Reykjavík 6. september 1944.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla verknáms árið
1961. Hún dvaldi ár í Banda-
ríkjunum eftir skóla við ensk-
unám. Hún hefur starfað sem
húsmóðir og við versl-
unarstörf. Nú er hún for-
stöðukona Foreldrahússins,
Vonarstræti 4b. Jórunn er gift
Stefáni H. Stefánssyni, fram-
kvæmdastjóra Húss verslunar-
innar, og eiga þau fjögur börn.
Fullorðnir
vilja láta sýna
sér virðingu,
þeir eiga að
sýna ungling-
um hana á
móti.
NÝR leikskóli við Krók í Grinda-
vík mun taka til starfa þann 1.
febrúar en framkvæmdir við leik-
skólann hófust síðastliðið vor.
Leikskólinn er byggður af Nýsi-
Ístak og er einkaframkvæmd, þ.e.
Grindavíkurbær leigir hann af
verktakanum. Bæjaryfirvöld buðu
út reksturinn og var fyrirtækið
Rekstur og ráðgjöf með hagstæð-
asta tilboðið og reksturinn mun
því verða í þess höndum.
Hulda Jóhannsdóttir, sem hefur
verið ráðin leikskólastjóri nýja
skólans, sagði að um 15 manns
myndu að jafnaði vinna við skól-
ann sem verður fjögurra deilda.
Hún sagði að ekki væri enn búið
að ákveða nafn á skólann en bæj-
aryfirvöld standa fyrir samkeppni
um það á meðal bæjarbúa.
Að sögn Huldu hafa fram-
kvæmdir gengið vel en körfu-
knattleiksdeild Grindavíkur hefur
m.a. komið að verkinu að því leyti
að verktakinn greiddi þeim
ákveðna upphæð fyrir frágang á
lóð. Körfuknattleiksdeildin fékk
síðan sjálfboðaliða til að vinna
verkið og peningarnir renna því
beint í rekstur deildarinnar.
Með tilkomu nýja leikskólans
verða tveir leikskólar starfandi í
Grindavík en Leikskólinn við Dal-
braut hefur verið starfandi í 23
ár.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sjálfboðaliðar frá Körfuknattleiksdeild UMFG vinna við frágang lóðar nýs leikskóla í bænum.
Einkaaðili sér um reksturinn
Nýr leikskóli tekur til starfa í Grindavík 1. febrúar