Morgunblaðið - 06.01.2001, Side 18

Morgunblaðið - 06.01.2001, Side 18
VIÐSKIPTI 18 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ RAFRÆN SKRÁNING HLUTABRÉFA STEINULLARVERKSMIÐJUNNAR HF. Mánudaginn 22. janúar 2001 verða hlutabréf Steinullarverk- smiðjunnar hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfa- skráningu Íslands hf. Frá þeim tíma ógildast hlutabréf félags- ins sem eru útgefin á pappírsformi í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignar- skráningar á verðbréfum, og reglugerð nr. 397/2000, um raf- ræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Skorað er á eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Steinullarverksmiðjunnar hf., að staðreyna skrán- inguna með fyrirspurn til skrifstofu Steinullarverksmiðjunnar hf., Skarðseyri 5, Sauðárkróki, fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við full- gilda reikningsstofnun (viðskiptabanka, sparisjóð eða verð- bréfafyrirtæki). Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reiknings- stofnun, sem hefur gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf., að hafa umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur sem kunnugt er verið með töluverða starfsemi í Sádí-Arabíu undanfarin ár. Arngrímur Jóhannsson, stjórnar- formaður félagsins, staðfesti í sam- tali við Morgun- blaðið að á nýliðnu ári hefði greiðsla frá við- skiptavini félags- ins í Sádí-Arabíu á töluverðri upp- hæð dregist nokkuð. „Þetta var meira en venjulega vegna þess að umsvifin voru meiri. Við erum komnir yfir þetta núna, en þetta var stirt í nóv- ember og desember,“ sagði Arn- grímur. Hann sagði að Atlanta væri búið að eiga viðskipti við þennan að- ila í níu ár og að ekki væri nýtt að greiðsla drægist, en hún bærist allt- af á endanum. Þetta væri ákveðið vandamál, en skuld síðasta árs hefði nú verið greidd upp. Arngrímur sagði að á þessu ári yrði félagið með þrjár vélar í flugi fyrir þennan viðskiptavin í stað sjö véla í fyrra. Umsvifin í pílagríma- fluginu í heild verði þó ekki minni, því við muni bætast viðskiptavinir sem betur sé hægt að reiða sig á að greiði á réttum tíma. Magnús Gunnarsson ráðinn ráðgjafi stjórnar Spurður að því hvernig gengi að undirbúa skráningu Atlanta á mark- að sagði Arngrímur að unnið væri markvisst að því að setja félagið á markað. Hann sagðist reikna með að félagið yrði skráð á þessu ári, en ekki væri hægt að segja nákvæmar hve- nær það yrði. Þá sagðist hann reikna með að félagið yrði skráð hér á landi. Arngrímur, sem sest aftur í stól forstjóra síðar í þessum mánuði, sagði einnig að Magnús Gunnarsson hefði verið ráðinn sérstakur ráðgjafi stjórnar félagsins. Magnús er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri SÍF og Vinnuveit- endasambandsins og hefur síðustu árin starfað sjálfstætt að viðskiptum tengdum flugrekstri. Hann mun starfa með Arngrími og sinna ákveðnum störfum fyrir hann og stjórnina. Magnús verður þó ekki í fullu starfi heldur mun hann sinna ákveðnum verkefnum eftir því sem þörf krefur. Morgunblaðið/Baldur Sveinsson Flugfélagið Atlanta skráð á markað á árinu Magnús Gunnarsson HLUTFALLSLEGA hefur eignar- hlutur Gaums minnkað í Baugi eft- ir hlutafjáraukningu félagsins nú nýverið. Hinn 29. nóvember síðast- liðinn var eignarhlutur Gaums 29,7% og Reitangruppen 17,82%. Eignarhlutur Reitangruppen hefur verið fluttur til Rema 1000 Int- ernational sem Reitangruppen stofnaði á síðasta ári. Það félag hefur síðan sameinast Narvesen ASA. Jóhannes Jónsson og fjölskylda með 35% hlut Af tíu stærstu hluthöfum í Baugi eru einungis tveir nýir: Eignar- haldsfélagið ISP með 2,77% og Rema Foods sem er með 1,45% hlut í félaginu. Fyrir útboðið voru feðgarnir Jó- hannes Jónsson og Jón Ásgeir Jó- hannesson í 9. og 10. sæti á listan- um yfir tíu stærstu hluthafana í Baugi með 1,35% hvor um sig. Eiga þeir jafnframt 90% hlut í Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf. Sameiginlegur eignarhlutur Gaums og feðginanna Jóhannesar, Jóns Ásgeirs og Kristínar Jóhann- esdóttur nam 29. nóvember síðast- liðinn 34,74%.              !" #$ % &   !"      '( )  *  !   + !"  ,  - ! ( !".  /01 %  2 3#   44"    3  5  ! 6  ! 5  !  7  7  7 7 7  7 7 7 7 7 7 7            7  7   7 Gaumur enn stærstur í Baugi Hefja samstarf í Ameríku- siglingum Samskip og Atlantsskip hafa gert samstarfssamning um flutninga til Ameríku og tekur hann strax gildi. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu stendur viðskiptavinum Samskipa nú til boða tvöfalt flutningskerfi til Ameríku með aukinni brottfarartíðni því að auk þess að hefja samstarf við Atlantsskip munu Samskip halda áfram samstarfi sínu við Maersk-skipafélagið. Aukin hagkvæmni og hagræði Að sögn Stefáns Kjærnested, framkvæmdastjóra Atlants- skipa, ná bæði fyrirtækin með þessum samningi fram aukinni hagkvæmni og hagræði í rekstri. Samstarfið taki þó að- eins til samnýtingar skipa en markaðs- og sölustarfsemi fyr- irtækjanna verði áfram aðskil- in. Samskip og Atlantsskip Íslandsbanki-FBA Tap af síð- asta árs- fjórðungi ÍSLANDSBANKI-FBA hf. hefur sent frá afkomu viðvörun. Þar segir að vegna óhagstæðrar þróunar á hlutabréfamarkaði, innanlands og utan, sé líklegt að tap verði af rekstri bankans á síðasta fjórðungi ársins 2000. Búist er við því að heildarhagnaður ársins verði því lægri en áætlað var en hagnaður bankans af fyrstu níu mánuðum ársins nam 1.686 milljónum króna fyrir skatta. „Efnahagsþróun innanlands og utan hefur sett mark sitt á rekst- urinn á árinu. Verðbólga er meiri en í viðskiptalöndunum en hefur hjaðnað nokkuð, krónan lækkaði um ríflega 10% á síðasta ári og er enn undir nokkrum þrýstingi. Vext- ir fóru hækkandi og hlutabréfaverð lækkandi,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Ennfremur segir að sameiningu bankans sé nú lokið og að umsvif hans hafi aukist á öllum sviðum enda hafi vöxtur bankans verið mikill á árinu. Miklar sveiflur í ytra umhverfi hafi þó haft talsverð áhrif á reksturinn. 175 milljóna króna viðskipti voru með bréf Íslandsbanka-FBA á Verðbréfaþingi Íslands í gær og lækkaði gengi þeirra um 4%, úr 4,05 í 3,89. Heildareignir jukust um 30% á síðasta ári Samkvæmt bráðabirgðatölum námu heildareignir bankans í árs- lok 293 milljörðum króna og höfðu aukist á árinu um 67 milljarða króna eða tæp 30%. Útlán námu 230 milljörðum króna og höfðu aukist um 54 millj- arða króna eða tæplega 31%, mark- aðsverðbréf og eignarhlutir í félög- um námu 31 milljarði króna og höfðu lækkað um 0,6 milljarða króna eða um 2% og innlán námu 68,5 milljörðum króna og höfðu vaxið um 11,4 milljarða króna eða 20%. Þess er vænst að ársreikningur Íslandsbanka-FBA fyrir árið 2000 liggi fyrir þann 30. janúar næst- komandi. ÞEIR sem keyptu hlutabréf í de- CODE voru upplýstir um áhrif svo- nefndrar „reglu 144“ í bandarískum lögum um verðbréfaviðskipti á sölu bréfanna, eftir því sem mögulegt var, samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið hefur frá fjármálafyrirtækj- um. „Regla 144“ kveður á um skilyrði fyrir sölu hlutabréfa sem eru tak- markandi á einhvern hátt. Sala á hlutabréfum í deCODE fellur undir þessa reglu. Samkvæmt henni er ekki hægt að selja hlutabréf, sem eru takmörkunum háð, fyrr en í fyrsta lagi einu ári eftir útgáfu þeirra. Regl- an nær hins vegar ekki til hlutabréfa, sem eru takmörkunum háð, ef tvö ár eru liðin frá útgáfu þeirra, að því til- skildu að eigandi þeirra sé ekki á nokkurn hátt tengdur útgefanda bréfanna. „Regla 144“ á ekki að hafa neikvæð áhrif á gengi deCODE Viðmælendur Morgunblaðsins hjá fjármálafyrirtækjum segja að alla jafna sé auðveldara að ganga frá sölu hlutabréfa í skráðum félögum en óskráðum. Grundvallarupplýsingar um skráð félög liggi fyrir og því þurfi verðbréfasalar ekki að sýna eins mikla forsjárhyggju gagnvart kaup- endum hlutabréfa og þegar kemur að óskráðum félögum. Varðandi sölu á bréfum í óskráðum félögum fari verðbréfasalar alla jafna í gegnum þær almennu skýringar að um sé að ræða áhættusamari verðbréf þar sem takmarkaðari upplýsingar liggi fyrir um viðkomandi félag. Viðmæl- endur blaðamanns hjá fjármálastofn- unum segja að þessa hafi verið gætt eins og frekast hafi verið unnt varð- andi sölu á hlutabréfum í deCODE. „Regla 144“ var sett í bandarísk lög um verðbréfaviðskipti til að vernda almenning, að sögn viðmæl- anda Morgunblaðsins hjá verðbréfa- fyrirtæki. Reglunni sé meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að útgef- andi hlutabréfa geti verið að selja eigin bréf í einhverjum mæli. Reglan eigi því ekki að hafa neikvæð áhrif á gengi hlutabréfa í deCODE. Venju- legur hluthafi sem átt hafi hlutabréf í deCODE í eitt ár eða lengur muni geta gert hvað sem hann vill með bréfin, þegar læsingartímabili félagsins lýkur 14. janúar næstkom- andi. Annar viðmælandi blaðamanns hjá verðbréfafyrirtæki segir að á Íslandi séu um 6.000 hluthafar í deCODE. Um 70% þeirra eigi hlutabréf sem séu á milli eins og tveggja ára. Að öllu óbreyttu þurfi þeir allir að fylla út sérstakt eyðublað með tilkynningu um sölu á hlutabréfum, sem þá verði opinber gögn. Því geti hugsanlega komið fram margar tilkynningar um sölu á hlutabréfum í félaginu. Slíkt geti haft einhver áhrif á gengi bréf- anna þar sem það megi túlka sem söluþrýsting en óvíst sé þó hvort þetta gerist. „Regla 144“ var sett til að vernda almenna fjárfesta Kaupendur upplýstir sem frekast var unnt Grimsey for- stjóri Iceland BILL Grimsey hefur verið skipaður forstjóri bresku versl- anakeðjunnar Iceland Group, sem selur frystar matvörur. Grimsey tók við starfinu um áramótin af Stuart Ross, sem sagði upp hjá fyrirtækinu í nóv- ember síðastliðnum til að verða forstjóri fataverslanakeðjunn- ar Arcadia Group. Grimsey var forstjóri byggingavöruverslun- ar frá árinu 1996 en starfaði áð- ur í matvöruverslunarrekstri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.