Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 19
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 19 MUN minni aukning varð í smásölu- verslun í Bandaríkjunum í desember en áætlað hafði verið. Söluaukningin er sú minnsta í áraraðir og það þykir vera enn eitt merki um að verulega sé að hægja á bandaríska hagkerfinu. Ástæður minnkandi sölu eru m.a. sagðar lækkandi hlutabréfaverð og hátt olíuverð auk þess sem einstak- lega slæmt veður víða í Bandaríkj- unum hafi sett mark sitt á jólasöluna. Talið er að þrátt fyrir að vaxtalækk- un bandaríska seðlabankans síðast- liðinn miðvikudag muni koma smá- sölum til góða muni áhrifin af henni ekki skila sér til þeirra nærri strax. Smásöluvísitala fjármálafyrirtæk- isins Bank of Tokyo-Mitsubishi, sem mælir sölu um 80 verslana, var ein- ungis um 0,7% hærri í desember nú en í sama mánuði í fyrra. Í fyrra hafði vísitalan aukist um 6,7% frá árinu 1998. Þá mældist söluaukningin í janúar til nóvember 1999 einnig 6,7% en sambærileg tala fyrir janúar til nóvember árið 2000 er 4%. Jafnvel stórverslanakeðjan Wal- Mart, sem er stærsti smásali í heimi og þekkt fyrir velgengni á þessum markaði, gaf frá sér viðvörun um að söluaukning verslana í keðjunni, sem hafa verið opnar í ár eða meira, hefði einungis numið 0,3% á milli ára. Þá tilkynnti Sears, Roebuck & Co að stefnt væri að lokunum 89 versl- ana vegna óvænts sölusamdráttar í nóvember og desember. Gert er ráð fyrir því að töluvert fleiri fyrirtæki þurfi að loka verslunum á árinu og spáð er miklu kostnaðaraðhaldi á smásölumarkaðnum. Mikil von- brigði með jólasöluna AP Smásala í Bandaríkjunum ♦ ♦ ♦ ALLIR stjórnendur evrópska net- sölufyrirtækisins Letsbuyit.com sögðu af sér eftir lokun markaða á miðvikudag í kjölfar þess að fyrirtæk- ið fór í síðustu viku fram á greiðslu- stöðvun vegna verulegra fjárhagserf- iðleika. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kemur fram að dómari í Amsterdam, þar sem fyrirtækið hefur höfuðstöðv- ar, hafi fallist á greiðslustöðvunina og skipað tvo tilsjónarmenn félagsins. Þá hefur John Palmer, stofnandi og stjórnarmaður í fyrirtækinu, verið skipaður bráðabirgðaforstjóri. Ís- lenskir fjárfestar og sjóðir eru meðal hluthafa í fyrirtækinu. Meðal þeirra er Arctic Ventures-fjárfestingarsjóð- urinn en hlutabréf í Letsbuyit.com er fimmta stærsta eign sjóðsins. Þess má geta að þeir Íslendingar, en að- allega var um stóra einstaka fjárfesta og fjárfestingasjóði að ræða sem keyptu hlut í letsbuyit.com í byrjun- ,fengu hlutinn á 0,60 evrur en í gær voru viðskipti með bréf félagsins á genginu 0,40-0,50 evrur í Frankfurt. Á næstu fjórum vikum munu Pal- mer og tilsjónarmennirnir tveir fara yfir fjárhagsstöðu fyrirtækisins og kanna allar mögulegar leiðir til að halda áfram starfsemi þess. Á meðan mun fyrirtækið ræða við hugsanlega fjárfesta með það að markmiði að endurfjármagna fyrirtækið og koma starfsemi þess af stað sem fyrst. Letsbuyit.com er skráð á þýska verð- bréfamarkaðinn Neuer Markt í Frankfurt en það var stofnað í Sví- þjóð í apríl 1999 og er með starfsemi í 14 löndum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Letsbuyit.com hefur boðið viðskiptavinum vörur með af- slætti – eftir því sem pantanirnar eru stærri, þeim mun meiri afsláttur fæst. Viðskiptahugmyndin hefur þó ekki gengið eins og vonast var til og hefur fyrirtækið verið rekið með tapi frá stofnun. Stjórnendur Letsbuyit.com fara frá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.