Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Læknisfræði Aukaverkanir flogaveiki- lyfja oftast vægar Börn Er rétt að gefa börnum megrunarlyf? Reykingar Færri sígarettur sýnast litlu breyta Kynin Karlar eru mun viðkvæmari en konurHEILSA Spurning: Hverjar eru langtíma- aukaverkanir flogaveikilyfja t.d. Dépakins? Þá á ég við áhrif á lifur, nýru, blóð, geðslag o.fl. Hvers vegna getur samheitalyfið Dépakin haft jafnari blóðþéttni en Orfiril? Svar: Flogaveikilyf eru mörg og margvísleg og er langt mál að gera grein fyrir aukaverkunum þeirra allra. Hér er spurt um eitt þessara lyfja, valpróínsýru eða valpróat, sem er á markaði á Íslandi í sérlyfj- unum Dépakine, Orfiril og Orfiril Retard. Valpróínsýra er í mörgum tilfellum mjög gott lyf við flogaveiki en þetta lyf hentar ekki öllum og getur haft hættulegar aukaverk- anir. Talið er að 20-50% allra sem taka lyfið fái einhverja aukaverkun en flestar þeirra eru sem betur fer vægar og hættulausar. Minna en einn sjúklingur af hverjum þúsund fær hættulegustu aukaverkun lyfs- ins sem er lifrarskemmdir sem stundum hafa leitt til dauða. Flest þessara fórnarlamba eru börn, hættan er mest fyrsta hálfa árið sem lyfið er tekið og einkennin geta verið ógleði, uppköst, þreyta, þróttleysi, lystarleysi eða aukin tíðni floga. Þessi einkenni þurfa þó alls ekki að vera merki um lifrar- skemmdir. Aðrar algengar auka- verkanir eru aukin matarlyst, skjálfti, blæðingar (lengdur blæð- ingartími), magaverkir og niður- gangur. Sjaldgæfari aukaverkanir eru óregla á tíðum, hegðunartruflanir, svefntruflanir, aukin þvaglátatíðni, hárlos og jafnvel breyttur háralitur, höfuðverkur, hægðatregða og út- brot. Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur komið náladofi, fækkun á blóðflögum, fækkun á hvítum blóð- kornum, blóðleysi, brisbólga, ósam- hæfðar hreyfingar, ruglástand og geðtruflun. Þessi langa upptalning á þekkt- um aukaverkunum valpróínsýru er nokkurn veginn tæmandi og skal tekið fram að flestir, sem nota lyfið, þola það vel og sleppa að mestu við aukaverkanir. Allar þessar auka- verkanir geta komið eftir notkun lyfsins í stuttan eða langan tíma og ekki er um að ræða neinar sér- stakar langtíma aukaverkanir eins og spurt var um. Talað er um sam- heitalyf þegar um er að ræða lyf með mismunandi nöfnum (frá mis- munandi framleiðendum) sem inni- halda sama virka efnið í sama lyfja- formi. Dépakine og Orfiril eru sam- heitalyf vegna þess að bæði eru sýruhjúptöflur (þau eru reyndar líka til sem mixtúra) og bæði inni- halda sama virka efnið sem er valpróínsýra. Orfiril Retard er forð- atöflur sem losa sama virka efnið á löngum tíma og gefa þess vegna jafnari blóðþéttni yfir sólarhringinn en sýruhjúptöflur sem losa virka efnið strax og taflan er komin í gegnum magann og í skeifugörn. Dépakine og Orfiril þarf að gefa 2-3 sinnum á dag og gefa þau sambæri- legar sveiflur í blóðþéttni yfir sólar- hringinn þó að það geti sennilega verið eitthvað einstaklingsbundið. Orfiril Retard forðatöflur er nóg að gefa 1-2 sinnum á dag og sveiflur í blóðþéttni eru litlar. Til að tryggja rétta skömmtun lyfsins er nauðsyn- legt að mæla blóðþéttnina af og til. Á NETINU: Nálgast má skrif Magnúsar Jóhannssonar um lækn- isfræðileg efni á heimasíðu hans á Netinu. Slóðin er: http://www.hi.is/~magjoh/ Hverjar eru aukaverkanir flogaveikilyfja? Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda YFIRLEITT VÆGAR  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. BÖRN foreldra með ofsahræðslu- röskun eða alvarlegt þunglyndi eiga fremur á hættu á að þessir sömu kvillar taki að hrjá þau, jafn- vel á unga aldri, samkvæmt nið- urstöðum rannsókna er gerðar voru í Boston í Bandaríkjunum. Fyrri rannsóknir hafa bent til að slíkir kvillar geti borist frá foreldri til barns, en dr. Joseph Bieder- man, við Sjúkrahúsið í Massachu- setts, og samstarfsmenn hans, vildu meta hvort almenn „kvíða- hneigð“ lægi í tilteknum ættum eða hvort röskun erfist fremur beinlínis. Höfundar rannsóknarinnar segja í janúarhefti American Jour- nal of Psychiatry að ofsahræðslu- röskun foreldra og alvarlegt þung- lyndi tengist umtalsverðri hættu á starfsröskun (dysfunction) og til- finningaröskun hjá afkvæmum þeirra. Rannsóknin var gerð á 380 börn- um og meðal þeirra var tíðni ofsa- hræðsluröskunar, og ýmiss konar annarrar kvíðaröskunar, hjá börn- um foreldra með slíka kvilla hærri en hjá börnum foreldra sem höfðu enga kvíða- eða lyndisröskun. Börn foreldra með ofsahræðslu- röskun sýndu ennfremur meiri til- hneigingu til víðáttufælni en börn úr fjölskyldum þar sem engin röskun var. Svipuð hneigð kom í ljós hjá börnum foreldra sem voru haldnir bæði ofsahræðsluröskun og alvarlegu þunglyndi. Börn foreldra er þjáðust af al- varlegu þunglyndi reyndust einnig líklegri til að þjást af alvarlegu þunglyndi. Voru þessi börn nífalt líklegri til að þjást af alvarlegu þunglyndi en börn úr fjölskyldum þar sem kvillans varð ekki vart. Félagsleg fælni var ennfremur al- gengari meðal barna foreldra er höfðu verið meðhöndlaðir vegna al- varlegs þunglyndis og meðal barna foreldra sem höfðu verið með- höndlaðir vegna bæði ofsahræðslu- röskunar og alvarlegs þunglyndis. Niðurstöðurnar „styðja og styðja ekki“ hugmyndina um að al- menn „kvíðahneigð“ liggi í ættum, segja höfundar rannsóknarinnar. Er niðurstaða þeirra sú, að frekari rannsókna sé þörf til að skera úr um hvort vandamál þessara barna „leiði til frekari viðkvæmni“ auk þess að finna hvaða þættir hafi áhrif á framvindu kvillanna á full- orðinsárum. Reuters Lögmálið gamalfræga um eplið og eikina virðist einnig eiga um við um krankleika og heilsu. Geðsjúkdómar geta borist frá foreldri til barns New York. Reuters. TENGLAR ..................................................... American Journal of Psychiatry: http://intl-ajp.psychiatryonline.org NÝ OG umdeild aðferð við heilbrigð- iseftirlit hefur verið þróuð í Banda- ríkjunum og felur m.a. í sér skönnun á öllum líkamanum, að því er breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá í net- útgáfu sinni. Þar kemur fram, að dr. Harvey Eisenberg og samstarfs- menn hans við Health View-heilsu- gæslusmiðstöðina í Newport Beach í Kaliforníu skanna allt að 40 manns á dag. Margir þeirra virðast vera alveg heilbrigðir og bera engin merki sjúk- dóma, en skönnunin hefur oft leitt í ljós dulda sjúkdóma. Aðgerðin tekur um 15 mínútur. Henni fylgir sam- ráðsfundur með lækni og getur hann staðið í allt að tvo tíma. Þrívíddarmyndir Notaður er tölvutengdur skanni sem tekur hundruð mynda af líkam- anum frá hálsi að mjaðmagrind. Með sérstöku tölvuforriti er myndunum breytt í nákvæmar þrívíddarlit- myndir sem sjúklingurinn getur fengið að sjá samdægurs. Hefur dr. Eisenber skannað yfir 15 þúsund sjúklinga með þessum hætti. Hann segist hafa fundið einhvers konar vísi að sjúkdómi í þeim öllum. Hann leggur þó áherslu á að flest- ir sjúklinganna fari heim með það á tilfinningunni að þeir hafi betri stjórn á líkama sínum en áður. Í flestum tilfellum sé um að ræða frumstigseinkenni sjúkdóma sem hægt sé að lækna eða stöðva. Með líkamsskönnuninni séu helstu líffærin, hjartað, lungun og nýrun, skoðuð og hægt sé að koma auga á úrfellingu sem bendi til hjartasjúk- dóma og hægt sé að bera kennsl á krabbameinsæxli löngu áður en þau fari að leiða til líkamlegra einkenna. Skönnunin kostar 795 Bandaríkja- dali eða sem svarar um 66 þúsund krónum. Það eru ekki allir hrifnir af þessari nýjung og segja að flest fólk þurfi ekki á að halda svona umfangs- mikilli skönnun. Möguleiki sé á að hún greini ekki alvarleg vandamál eða veiti óljósar niðurstöður. Dr. Sidney Friedman, yfirmaður geislalækninga við Westchester Imaging-miðstöðina í Los Angeles, bendir á að sumir sjúklingar þurfi að gangast undir frekari rannsóknir til að fá skýringar á niðurstöðum lík- amsskönnunarinnar. Sem allsherjar heilsufarsathugun fyrir ungt og heil- brigt fólk eigi þetta ekki rétt á sér. „Þetta höfðar til þessa bandaríska hugarfars um að maður geti gert eitthvað sem er einfalt og þægilegt. Þetta höfðar til sálrænna veikleika Bandaríkjamanna,“ segir dr. Fried- man. Nýjung í heilsugæslu í Bandaríkjunum Læknar bjóða líkamsskönnun Associated Press TENGLAR ..................................................... Health View-heilsugæslusmið- stöðin:www.healthview.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.