Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 40
MENNTUN
40 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Leiðrétting
Í þáttum 1087 og 1088 er
góður bréfritari misnefndur
hjá umsjónarmanni. Hann heit-
ir Guðmundur Kr. Eydal, en
varð Guðmundur Kr. Reykdal.
Umsjónarmaður biður Guð-
mund og aðra afsökunar á
þessari herfilegu skyssu.
Gísli Sigurðsson, ritstjóri
Lesbókarinnar, skrifaði fyrir
skömmu mjög tímabæran pistil
um málfar, og hef ég þennan
þátt með því að birta úr honum
með Bessaleyfi ofurlítinn bút:
„Fyrirtæki sem standa að
auglýsingum á íslensku hljóta
að bera ábyrgð á málfari í sín-
um auglýsingum. Varla er
hægt að ímynda sér að forráða-
menn fyrirtækja þurfi ekki að
samþykkja auglýsingar, eða
komi hvergi nærri og hafi enga
hugmynd um málleysur og
enskuslettur í auglýsingum
fyrr en þeir sjá þær á prenti.
En það er ekki aðeins í aug-
lýsingum að enskan gægist í
gegn, og þá þar sem allra sízt
þarf á henni að halda, nefnilega
í veðurlýsingum. Oftar en einu
sinni hefur sloppið í gegn um
nálarauga málræktarinnar hér
á Morgunblaðinu, að talað sé
um „snjóstorm“ þegar verið er
að lýsa hríð eða byl. Það er
dæmigerð „ísenska“, heitir
„snowstorm“ á ensku.
Síðan gerist það að einn tek-
ur þetta hugsunarlaust upp eft-
ir öðrum. Umsjónarkona vin-
sæls laugardagsþáttar í
sjónvarpi allra landsmanna
sagði nýlega um einhvern, að
„vonandi lendir hann ekki í
snjóstormi“.
Mættum við fá minna að sjá
og heyra um snjóstorma og
snjódrífur. Við þurfum ekki á
þeim að halda.“
Eftir Vilhjálms utanför til Eskimóa,
hvítu fólki fór að snjóa.
(Guttormur J. Guttormsson;
afhending.)
Viðleitni manna til að búa til
sómasamleg nýyrði á sér langa
sögu. Mjög er athyglisverð
skrá sem birtist í Lesbók þessa
blaðs, skömmu eftir að umsjón-
armaður fæddist. Þar segir:
„Orðasafn þetta hefur Orða-
nefnd Verkfræðingafélagsins
tekið saman með ráðum og at-
beina verslunarmanna í
Reykjavík. Hefir ekkert orð
verið tekið í safnið án þess að
sjerfræðingur í þeirri grein
hafi goldið því samþykki.“
Vonandi hafa verslunarmenn
landsins sama metnað nú og
þarna kemur fram, og ég þyk-
ist kenna orðbragð dr. Guð-
mundar Finnbogasonar í
ófáum dæmum.
„Habent sua fata libelli,“
sögðu Rómverjar, en það er svo
að skilja, að bæklingarnir eigi
sér örlög rétt eins og mennirn-
ir. Og það er eins um orðin.
Sum nýyrði festast rækilega í
málinu eins og sími, en fyrir
öðrum fer eins og fyrir öldunni
sem „verður til og deyr um
leið“.
Nú tek ég dæmi úr Lesbók-
argreininni frá 1926 og má sjá
að misjafnlega hefur nýyrðun-
um vegnað. Þau eru sett með
feitu letri.
1) konditori kökubúð.
2) kjusa hetta.
3) karrý kár.
4) gardína gluggatjald.
5) fægiskúffa sóptrygill.
6) ansjósa kryddsíli.
7) asía glægurka.
8) betræk veggfóður.
9) bóna gljá (sögn).
10) bran hýði.
11) brilliantine hárgljái.
12) brjóstahaldari brjósta-
lindi.
13) brokade rósasilki.
14) cahngerandi lithverfur.
15) dusin tylft.
16) fillet geiri.
17) flauel pell.
18) fokus ljósfæri.
19) fonograf hljóðriti.
20) kóteletta ribbungur.
21) lager birgðir.
22) mandarína gullaldin.
23) matrósaföt farmannaföt.
24) okkurgulur leirgulur.
Fleiri sýningardæmi koma
seinna.
„Steingrímur Jónsson [bisk-
up] var vel fallinn til manna-
forráða. Hann var höfði hærri
er allt fólkið, glæsimenni, fríð-
ur sýnum, manna kurteisastur,
virðulegur í framgöngu, stilltur
vel, hófsamur í skiptum við
aðra, en fastur fyrir og ófús til
undanhalds gagnvart yfir-
gangs- og ójafnaðarmönnum.
Hann var frábær reglumaður í
öllu, sem snerti embættið,
frjálsmannlegur í skoðunum,
en ekki breytingagjarn. Hann
hafði hug á alls konar þjóðleg-
um fræðum, einkum ættvísi.
Eru til frá hans hendi mikils-
verðar sögulegar heimildir, en
ekki lagði hann stund á að
koma ritum sínum á prent.
Hafa aðrir fræðimenn stuðzt
við rannsóknir hans og óprent-
uð ritverk. Mikil rausn var í
Laugarnesi, búskapur góður og
margt fólk í heimili. Þangað
áttu leið margir þeir menn, er
komu til Reykjavíkur. Fengu
flestir, er hann heimsóttu, góð
lok sinna mála. Þótti öllum, er
til þekktu, mikilsvert um hinn
fágaða höfðingsbrag, er hvíldi
yfir Steingrími biskupi og
Laugarnessheimilinu, meðan
hann réð þar húsum.“
(Jónas Jónsson frá
Hriflu, 1885–1968.)
Ath. vel: Í limrunni í síðasta
þætti hafði barna breyst í
„þarna“ einhvers staðar á leið-
inni frá höfundi til lesenda.
Umsjónarmaður biður höfund
og lesendur afsökunar á þessu,
enda komst nokkuð langsótt
skens limrunnar ekki til skila.
Limran á að vera svona:
Vertu bless, gamlár, vér bjóðum
nýju inn,
vér bergjum á glösum með fjörtökin
stinn.
Allt vér oss veitum
og þar eftir þeytum
þúsundum barna upp í himininn.
Ég var næstum búinn að
gleyma að fjalla um nokkur at-
riði í viðbót úr bréfi frá „les-
anda og hlustanda“ (LH), en nú
skal það reynt:
1) Í Mbl. stóð ekki fyrir
löngu, segir hann, þessi máls-
grein: „Það er svo sem ekki
nýtt í þessu litla landi að fólk
skilji ekki aðstæður hvert ann-
ars.“ Þarna á auðvitað að vera
eignarfall: að fólk skilji ekki að-
stæður hvers annars. Vand-
lega þarf að gæta þess að fall-
beygja báða liði í fornafninu
hvor annar eða hver annar.
2) Rétt eins og bréfritari
(LH), vill umsjónarmaður
fremur tala um að rýja féð
heldur en „klippa“ það.
3) Umsjónarmanni þykir
heldur ekki smekklegt að tala
um „landslag“ innanhúss.
4) Hins vegar sér U. ekkert
athugavert við að segja í fleir-
tölu einstök góðviðri. Veður er
mjög algengt í flt., t.d. voru í
Völuspá „veður öll válynd“.
Meira verður ekki fjallað um
bréf LH í bráð.
ÍSLENSKT MÁL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1091. þáttur
ER SKYNSAMLEGT aðvera dyggur, trúr ogtryggur? spyr LogiGunnarsson heimspek-
ingur í fyrirlestri sínum í dag kl.
14.00 hjá Heimspekistofnun og
ReykjavíkurAkademíunni í JL-hús-
inu Hringbraut 21. Logi hefur rann-
sakað svör við spurningum eins og
„Er skynsamlegt að hegða sér sið-
lega?“ „Getur skynsemin ein leyst
siðferðileg árgreiningsefni?“ Hvað
greinir á milli skynsamlegrar og
óskynsamlegra athafna?“ og birt
niðurstöðurnar í nýrri bók sinni
Making Moral Sense: Beyond Hab-
ermas and Gauthier (Cambridge
University Press. 2000).
Annað heimspekiverk eftir Loga á
öðru tungumáli var einnig gefið út
árið 2000 en það heitir Wittgen-
steins Leiter: Betrachtungen zum
Tractatus (Philo Verlag. Berlín).
Logi er lektor í heimspeki við Hum-
boldt-háskólann í Berlín, en vinnur
um þessar mundir að rannsóknar-
verkefni við Princeton-háskólann í
Bandaríkjunum um sjálfsmeðvitund
og rofinn persónuleika (multiple
personality).
Flestum finnst þeir vera góðir
menn og flestir vilja vera siðferðileg-
ir, rækta skyldur sínar við fjöl-
skyldu, vini og samfélag, en fá að
öðrum kosti slæma samvisku. En
hversu óumdeilanleg ákvörðun er
það að setja siðferðið í efsta og
æðsta sætið í lífi sínu? Hversu skyn-
samlegt er að vera siðferðilegur?
„Er vit í því að lifa með það að leið-
arljósi að siðferðið sé æðsta gildið?“
spyr Logi. „Eigum við að lifa slíku
lífi? Hvað með önnur gildi?“
Listin brýtur oft í bága við hið við-
tekna, það sem oftast er sagt, það
sem hefðbundið er að segja og gera,
og Logi tekur dæmi af lífi lista-
mannsins sem hefur ekki almennt
siðgæði í hávegum. „Ævisöguritarar
látinna þekktra listamanna, eins og
Picassos, hafa gert í því að sýna þá í
hneykslanlegu ljósi líkt og þeir væru
skíthælar,“ segir Logi. Eða hvernig
komu þessir menn fram við sam-
borgara sína? Og hversu kvensamir
voru sumir þeirra (Ástkonur Picass-
os, Þjóðleikhúsið)? „En var ákvörð-
un þeirra ekki í góðu lagi? Þurftu
þeir ekki að setja annað gildi en sið-
ferðið í efsta sæti til að geta helgað
sig list sinni? Og getur það ekki ver-
ið réttlætanlegt? Býður eðli listar-
innar ekki upp á að brjóta normið?
Dregur listin ekki siðferðið sjálft í
efa?“ spyr Logi.
Hver maður þarf að spyrja sig
hvernig hann vilji og ætli að haga lífi
sínu, hvaða líferni hafi mesta gildið.
Hefðbundið siðferði er ekki nauð-
synlega eða óumdeilanlega rétta
svarið. Logi mun í fyrirlestri sínum
fjalla um svör Habermas og Gaut-
hier um siðferðið og skynsemina og
ástæður fyrir hegðun eða líferni. Er
ástæðan falin í nytsemd eða reglum
skynsamlegra samræðna? Eða er
ástæðan dýpri? Logi segist ekki gefa
einfalt svar við þessu vegna þess að
siðferðið er ekki óumdeilanlegt. En
þótt efast megi um siðferðið þarf það
ekki nauðsynlega að leiða til afstæð-
ishyggju. Svörin sem gefast við
ofangreindum spurningum eru því á
vissan hátt mörgum erfið og leiða til
þess að hugsa þarf sérhvert mál til
hlítar. En þessi svör eru samt skilj-
anlegar vörður á leiðinni til betri
skilnings á mannlegri hegðun.
En velur fólk ef til vill að stunda
siðlega hegðun vegna þess að það
gefst best? „Gauthier telur að siðleg
hegðun borgi sig á endanum, það
borgi sig t.d. að halda loforð og segja
sannleikann vilji menn öðlast
traust,“ segir Logi sem er áhuga-
maður um svör og hefur þar af leið-
andi prófað þessa tilgátu Gauthiers
á öllu mögulegu. „Ég tel þetta ekki
rétt hjá Gauthier, það er of einfalt að
gera ráð fyrir að nytsemd leynist á
bak við alla siðlega breytni. Ein
ástæða eins og nytsemd afbakar
skilning okkar á siðferði. Ástæð-
urnar geta verið margbreytilegar.
Þegar við hegðum okkur siðferði-
lega er grunnástæðan oft óskiljan-
leg.“
Ástæðan, að mati Loga, er heldur
ekki alltaf falin í skynsemi (eða
reglum skynsamlegrar samræðu)
eins og Habermas heldur fram, því
jafnvel siðleysinginn gæti fallist á
skýringuna. Þetta er grundvallar-
villa í vestrænni heimspeki. Ef til vill
óttast margir að stíga skref sem
virðist frá ákveðnum sjónarhóli leiða
til afstæðishyggju. Einnig getur það
vaxið í augum ef siðferðið er hvorki
algilt né afstætt, ef það er umdeil-
anlegt en samt rétt eða rangt.
Morgunblaðið/Þorkell
„Hversu óumdeilanlegt er að setja siðferðið í efsta sæti?“ spyr Logi
Gunnarsson doktor í heimspeki. Hann heldur fyrirlestur í dag.
Ákvörðun
um æðsta
gildið í lífinu
Samband siðferðis og skynsemi verður um-
fjöllunarefni Loga Gunnarssonar hjá
ReykjavíkurAkademíunni í dag kl. 14.00.
Gunnar Hersveinn spurði Loga hvort það
væri hagnýtt að stunda siðlegt líferni.
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 4. janúar hófst
þriggja kvölda tvímenningur í boði
Kebap hússins. Tuttugu pör mættu
og var meðalskor 216. Staðan er
þessi.
N-S
1.Ragnar Björnss.- Sigurður Sigurjónss. 256
2.Valdimar Sveinss. - Garðar V Jónss. 241
3.Ester Jakobsd. - Aron Þorfinnss. 240
A-V
1.Birgir Ö Steingrímss. - Murat Serdar 239
2.Guðlaugur Bessas. - Jón St Ingólfss. 233
3.Magnús Aspelund - Steingr. Jónass. 231
Fimmtudaginn 11. janúar verður
spilað annað kvöldið af þremur.
Spilamennska hefst stundvíslega kl.
19.45 og spilað er í Þinghóli við Álf-
hólsveg.
Opna Borgarfjarðarmótið
að hefjast
Opna Borgarfjarðarmótið í sveita-
keppni, sem er samstarfsverkefni
Borgfirðinga og Borgnesinga, hefst
miðvikudaginn 10. janúar nk. Spilað
verður til skiptis í Borgarnesi og
Reykholtsdal. Fyrsta kvöldið verður
spilað í Borgarnesi. Spilarar eru
hvattir til að skrá sig sem fyrst hjá
Öldu eða Sveinbirni því ætlunin er að
spila forgefin spil líkt og í fyrra. Öll-
um er heimil þátttaka og eru gestir
úr öðrum félögum sérstaklega vel-
komnir Miðvikudaginn 3. janúar var
spilaður eins kvölds tvímenningur
hjá Bridsfélagi Borgarfjarðar. 10
pör mættu til leiks og urðu úrslit eft-
irfarandi:
Þorvaldur Pálmas. – Lárus Péturss. 145
Sveinbj. Eyjólfss. – Höskuldur Gunnars. 127
Kristján Axelss. – Baldur Björnss. 116
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði í Glæsibæ fimmtud. 14. des-
ember. 21 par. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Margrét Margeirsd. – Gissur Gissurars. 252
Þórarinn Árnas. – Fróði B. Pálss. 239
Bragi Björnss. – Lárus Arnórss. 234
Árangur A–V:
Jón Stefánss. – Sæmundur Björnss. 247
Helgi Vilhjálmss. – Gunnar Sigurðss. 237
Kristján Ólafss. – Eysteinn Einarss. 236
Tvímenningskeppni spiluð mánud.
18. desember. 20 pör. Meðalskor 216
stig.
Árangur N–S:
Hilmar Valdimarss. – Magnús Jósefss. 268
Albert Þorsteinss. – Anton Sigurðss. 251
Þórarinn Árnas. – Fróði B. Pálss. 225
Árangur A–V:
Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 265
Viggó Nordquist – Tómas Jóhannss. 250
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 238
Hinn 14. desember lauk stiga-
keppni sem spiluð var á fimmtudög-
um frá því eftir sumarleyfi fram að
áramótum. Þetta var tvímennings-
keppni í samtals 19 skipti þar sem
spilarar með meðalskor eða betra í
umferð fengu stig eftir ákveðnum
reglum. Sigurvegari varð Albert
Þorsteinsson með 295 stig.
Röð næstu spilara varð þessi:
Eysteinn Einarsson 267
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 263
Kristján Ólafsson 255
Auðunn Guðmundsson 205
Sæmundur Björnsson 184
Allir eldri borgarar eru hjartan-
lega velkomnir, að spila með okkur.