Morgunblaðið - 06.01.2001, Side 41

Morgunblaðið - 06.01.2001, Side 41
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 41 VIÐ LOK stærðfræðiársinser frá mörgu að segja semvonandi hefur jákvæðáhrif á umfjöllun um stærðfræði á komandi tímum. Með það að leiðarljósi verður fjallað um atburði ársins og þeir settir í víðtækt sam- hengi í nokkrum greinum Önnu Krist- jánsdóttur formanns íslensku nefndarinnar um Alþjóðlega stærð- fræðiárið. Sjónvarps- þættirnir Líf í tölum – sjón er sögu ríkari tengjast umræðunni en þeir verða á dag- skrá vikulega í janúar og febrúar hjá RÚV. Hinn 29. desember var menntamálaráð- herra, Birni Bjarna- syni, afhent bókagjöf til íslenskra skóla. Þetta var bókin Stærðfræði og kennsla sem er nor- rænt samstarfsverkefni. Bókin er skrifuð á dönsku, norsku og sænsku en útdrættir kaflanna þýddir á ís- lensku og finnsku. Hér mun Anna segja nokkuð frá þessari bók og sjónvarpsþáttunum sem eru að hefja göngu sína (8/1 0́1). Stærðfræði og kennsla Bókin Matematik & undervisning er óvenjulega samnorrænt verkefni. Hún er skrifuð í sex löndum, hluti útlitshönnunar unninn í Gautaborg en að mestu í Bergen og prentun og frágangur átti sér stað í Árósum. Bókin endurspeglar langt og gott samstarf á sviði stærðfræðimennt- unar innan Norðurlandanna. Í henni segir frá stærðfræðikennslu eins og hún er nú orðin nokkuð víða innan þessara landa. Höfundur fyrsta kafl- ans setur ævintýraramma utan um spurninguna hvers konar stærð- fræðikunnátta verður nytsamleg á nýrri öld? Annar höfundur segir frá samþættingu íþrótta og stærðfræði þar sem nemendur fást við margs konar rúmfræðiverkefni. Því næst segir frá nemendum sem kynnast stærðfræði gegnum leik með bæði tré og ís. Ævintýri Astrid Lindren um Sjónarhól og Sólbakka eru bak- svið vinnunnar sem lýst er í fjórða kaflanum. Kennarar framhaldsskóla í Svíþjóð segja í sínum kafla að allt of oft séu hugmyndir nemenda þeirra slíkar að fyrir hvert stærð- fræðiverkefni sé til formúla sem gefi þeim eitt rétt svar. Kafli þeirra fjallar síðan um verkefni af allt öðr- um toga en þessum. Listin að segja ekki allt er heitið á næsta kafla þar sem höfundur minnir á orð Sören Törnqvist í bókinni Eðlisfræði í ljóð- um en hann segir þar: „Að fá svar við spurningu, sem ég hef ekki spurt, er eitt af því dapurlegast sem ég veit.“ Þá er komið að fyrsta ís- lenska kaflanum en hann kallar höf- undurinn, Ásta Egilsdóttir, kennari við Grundaskóla á Akranesi, Fyrstu skrefin í skólanum. Gefum henni orðið: „Einn fyrstu daganna hjá byrj- endabekknum sat ég með Siggu Lóu úti á leiksvæðinu og við ræddum saman. Hún virtist ekki hafa áhuga á að leika sér við bekkjarfélagana og tilraunir mínar til að lokka hana til þess voru árangurslausar. Meðan við sátum þarna létum við smásteina renna milli fingranna. Allt í einu spurði Sigga Lóa: „Hvað ætli þetta séu margir steinar.“ Og hún sýndi mér handfylli af smásteinum. Ég stakk upp á því að við settum steinana í krukku og svo gæti hún látið aðra giska á hve margir steinarnir væru. Það leist henni vel á og við flýttum okkur inn og fundum krukku. Síðan bjuggum við til smá- miða sem allir þeir, sem giskuðu, skrifuðu á nafnið sitt og fjöldann. Við ákváðum líka að veita verðlaun þeim sem fyndi rétta svarið. “ Og áfram: „Nú hóf Sigga Lóa gönguferðir um skólabygginguna og bæði nem- endur og starfsfólk fékk að giska á fjölda steinanna í krukkunni. Þessi vinna hvíldi alfarið á henni sjálfri og hún fékk leyfi til að bjóða bekkjar- félögum með sér í ferðirnar. Eftir nokkra daga ákváðum við að nú væri kominn tími til að finna út hver hefði unnið og þá þurfti að telja steinana. Ég lét hana sjálfa um að gera það hjálparlaust. En þegar maður er sex ára getur verið erfitt að telja handfylli smásteina og smám saman voru tilraunirnar til þess orðnar nokkuð margar. Mar- grét vinkona hennar í 2. bekk varð vör við erfiðleikana og kom til hjálp- ar. En þótt þær væru orðnar tvær vafðist fjöldinn fyrir þeim þar til kennarinn lánaði þeim nokkur krukkulok og spurði hvort þær gætu látið tíu steina í hvert lok. Þá gekk allt betur og steinarnir reynd- ust vera nákvæmlega fjörutíu.“ Úr köflum stærðfræðinnar Tívolí á Grænlandi, Hvers vegna erum við með bein, Freigátan Mal- evik, Bankabók sem kennslubók, Það hefur að segja, Á fullum hraða og hemlum svo og Inn í höggmynd- ina eru nöfn á enn fleiri köflum bók- arinnar. Annan kafla frá Íslandi skrifaði Jarþrúður Ólafsdóttir, kennari í Fellaskóla í Fellahreppi. Hún kallar kaflann Þróunarferli kennara og nemenda. Jarþrúður segir frá vinnu með stærðfræði- þrautir, hvernig tökin á því að kenna á þann hátt hafa styrkst og hvaða spurningar hafa vaknað við að breyta kennsluháttum til að auka dugnað nemenda við að glíma við ókunn viðfangsefni. Hún ber saman vinnu af þessum toga í blönduðum hópi níu og tíu ára nemenda við vinnu með unglingum og ræðir um mikilvægi umræðunnar í þessari vinnu. Hún ræðir einnig um hugs- anir kennara sem er að þróa vinnu sína og segir á einum stað: „Ég hef einnig hugsað mikið um gildi samtals og umræðna almennt í stærðfræðikennslunni og ekki síst þegar nemendur glíma við þrautir. Hvernig hvetur kennari til góðra umræðna? Hvernig ræða nemendur saman um stærðfræði og hvernig lætur kennari slíkar umræður leggja grundvöll að því að nemendur læri að tala um og hlusta á stærð- fræði? Ætli börnin verði ekki að búa yfir ákveðnum orðaforða til þess að geta rökrætt og staðið fyrir máli sínu varðandi þær lausnir sem þau finna? Hvert er hlutverk kennarans í þessu samhengi?“ Síðasta kafla bókarinnar skrifar höfundur þessarar greinar og kallar Verðugt tæki fyrir verðugt inntak. Þar eru sagðar sögur frá vinnu síð- asta áratuginn með tíu til tólf ára nemendum að verkefnum úr dag- legu lífi þeirra. En öll hentuðu verk- efnin vel til að vinnast í töflureikni. Kaflinn hefst svo: 10 ára í Excel? „Faðir einnar telpunnar bankaði á hurðina, gægðist inn og brosti. „Ég er að sækja dóttur mína,“ sagði hann. „Já, hópurinn hennar var úti að mæla en þau eru núna uppi í tölvustofu að slá gögnin sín inn í töflureikninn Excel.“ Hann var undrandi á svipinn. Telpan var tíu eða ellefu ára. „Er hún að vinna í Excel?“, spurði hann til þess að vera öruggur um að hann hefði heyrt rétt. „Já, eftir að þau voru búin úti fóru þau inn til þess að slá inn töl- urnar sínar og sjá hvort þau fyndu eitthvert samhengi.“ Hann hlustaði og brosti lítillega. „Ég held reyndar að þau hafi líka ætlað að skoða hvernig tíminn þeirra skiptist venju- lega milli skóla, tómstunda, svefns, samveru með fjölskyldunni og ann- ars. Það er jú hægt að bera það saman út frá tölum og líka út frá myndritum.“ Faðirinn var enn dálít- ið hugsi en kinkaði kolli til sam- þykkis. „Þér er velkomið að fara upp og fylgjast með þeim í vinnunni,“ var bætt við.“ „Má ég það? Það vil ég mjög gjarnan.“ Í næsta skipti kom hann enn fyrr til þess að sækja dóttur sína. Og hann fór beint inn í stofuna þar sem hún var að vinna.“ Líf í tölum í bók og sjónvarpi Með sanni má segja að fáir stærð- fræðingar kunni að fjalla svo um fræðasvið sitt að fólk, með aðra menntun en þeir, skilji og hafi gleði af. En erlendis hefur þetta, sem bet- ur fer, verið nokkuð að breytast síð- ustu áratugina. Dágóður hópur stærðfræðinga hefur með skrifum sínum opnað almenningi nokkra inn- sýn í það sem stærðfræðingar fást við og fræðasviðið snýst um. Enginn þeirra hefur þó enn ratað í íslenska þýðingu en sem betur fer standa nokkrar vonir til að svo verði áður en langt um líður. Meðal þeirra sem hafa sinnt því, sem gaman væri að geta kallað almenna kynningar- skyldu fræðimanna, er stærðfræð- ingurinn Keith Devlin sem starfar við háskólann í Stanford og fleiri bandaríska háskóla. Haustið 1999, þegar kallað var til undirbúnings hér á landi að Alþjóð- lega stærðfræðiárinu 2000, var ljóst að meginviðfangsefni ársins þyrfti að verða öflugt kynningarátak fyrir almenning. Átak sem myndi muna verulega um og skotið gæti góðum stoðum undir uppbyggingu í stærð- fræðikennslu og áhuga nemenda og annarra á henni. Sjónvarpsefni var líklegast til þess en ólíklegt var að einn sjónvarpsþáttur hefði mikið að segja. Svo heppilega vildi til að tveimur árum áður höfðu PBS og WQED stöðvarnar í Bandaríkjunum frumsýnt þáttaröð sem nefndist Life by the Numbers. Aðalleiðbeinandi við gerð þessara þátta og höfundur samnefndrar bókar var áðurnefndur Keith Devlin. Ákveðið var að leita til Sjónvarps- ins með beiðni um að þýða þessa þætti og sýna veturinn 2000 til 2001. Forráðamenn RÚV tóku beiðni nefndarinnar vinsamlega og af- rakstur þess kemur þjóðinni nú fyr- ir sjónir á næstu vikum en útsend- ingar verða á hverju mánudags- kvöldi frá og með 8. janúar. Þá er unnið að því að Námsgagnastofnun geti boðið þættina á myndböndum, og við Kennaraháskóla Íslands er unnið að þýðingu á verkefnum og leiðbeiningum sem kennarar munu geta notað með myndböndunum í kennslu á framhaldsskóla- og ungl- ingastigi. Í upprunalegri kynningu erlendis á þáttunum segir svo: Stærðfræði er hvarvetna. Hún er skapandi, dular- full og full af töfrum. Það er erfitt að koma auga á hana í daglegu lífi en áhrif hennar eru mikil við mótun framtíðar okkar. Leikarinn Danny Glover kynnir áhorfendum nýja ímynd stærðfræði, ímynd sem er spennandi, öflug og hugvitssamleg. Í þáttunum sjö er svipt hulu af því mikilvæga hlutverki sem stærðfræði leikur í íþróttum, störfum manna og menntun, við hvers kyns kannanir, við athugun á möguleikum og líkum og bæði í sýndarveruleika og lífinu almennt.  Efnisþættirnir í sjónvarps- þáttunum Líf í tölum ná allt frá tölfræði og nýtingu hennar við að spá fyrir um margt og yfir í umfjöllun um það hvers vegna lifandi api gæti aldrei orðið eins stór og King Kong. Hver þáttur er fjölbreyttur og gefur það sem hér segir svo- litla nasasjón af fyrsta þætt- inum sem verður á dagskrá næsta mánudag í Rík- isjónvarpinu kl. 21:00, en frek- ar verður fjallað um þættina í Mbl síðar.  Að trúa eigin augum Þátt- ur um mögnuð áhrif kvik- mynda á áhorfendur eru eitt dæmið um stærðfræði í verki. Fyrstu áhrifin af þessum toga má reyndar rekja aftur til myndgerðar endurreisn- artímabilsins fyrir um 500 ár- um en fjarvíddin, sem þá kom fyrst fram, er af stærð- fræðilegum toga. Stærðfræði nýtist þegar unnið er með hið þrívíða rúm og sjónmyndir allt frá kvikmyndum yfir í nútíma- list og sýndarveruleika. Líf í tölum Líf í tölum I /Alþjóðlega stærðfræðiárið 2000 er liðið en þó heldur það áfram. Anna Kristjánsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, lítur hér til baka en einkum þó fram á veg í tilefni af sjón- varpsþáttaröðinni Líf í tölum – sjón er sögu ríkari sem hefst í Sjónvarpinu mánudaginn 8. janúar. Hulunni svipt af stærðfræði  Hvers konar stærðfræði verður fólki nytsamleg á 21. öldinni?  Breyttir kennsluhættir til að auka dugnað nemenda. Sveinn Ingi Sveinsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Robert Magnus og Björn Bjarnason með gjöfina til íslenskra skóla; norrænu stærðfræðibókina Stærðfræði og kennsla, og loks Anna Kristjánsdóttir. Anna Kristjánsdóttir Norræna stærðfræðibókin 2000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.